Best ef forseti hefur ekki verið í stjórnmálastarfi Lovísa Arnardóttir skrifar 29. apríl 2024 09:20 Helga segir að henni þyki vænt um fólk. Hún hafi alltaf hugað að almannahagsmunum í sínum störfum í opinbera geiranum. Vísir/Arnar Helga Þórisdóttir, forsetaframbjóðandi og forstjóri Persónuverndar, kaus gegn Icesave og telur mikilvægt að forseti Íslands sé hlutlaus og óháður. Betra sé að hann hafi ekki verið í stjórnmálastarfi. Hún segist munu beita málskotsrétti ef skýr vilji þjóðar er fyrir því. Helga var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún byrjaði á því að fara yfir feril sinn en hún hefur síðustu 29 ár starfað í opinbera geiranum, lengst sem forstjóri Persónuverndar. Helga lærði lögfræði og hóf ferilinn hjá ríkissaksóknara og fór þaðan á nefndarsvið Alþingis. Eftir það fór hún til EFTA í Brussel í tvö ár og svo í mennta- og menningarmálaráðuneytið. Eftir það var hún hjá Lyfjastofnun þar sem hún var forstjóri og fór þaðan til Persónuverndar. „Ég þekki allt sem heitir stjórnsýsla, stjórnskipan, lögin, og alt þetta,“ segir Helga og að hún tali einnig mörg tungumál. Bæði sé það mikilvægur kostur fyrir forseta Íslands. Helga segir að í starfi hafi hún tekist við erfið verkefni og hafi tekist að leysa þau með farsælum hætti. Í átökum hafi hún fengið skilaboð frá fólki um að síðar í lífinu ætti hún mögulega að hugsa um að taka að sér eitthvað stærra verkefni. Þessu hafi þannig verið komið til hennar en einnig hafi hjarta hennar kallað á þetta. Helga segir að í opinbera geiranum hafi hún alltaf hugað að almannahagsmunum. „Til þess að gera það þarf manni að þykja vænt um annað fólk og þar er ég,“ segir Helga og þannig sé það ekki bara þekkingin heldur geti hún sett sig í spor annarra. Hún segir forsetann lagalega ekki hafa mikið vald en hann hafi mikið „samtalsvald“. Það séu mörg málefni sem þurfi að huga að í samtalinu, eins og íslensk tunga, menning, menntun og auðlindir. „Ef það er alveg ljóst að það er vilji þjóðarinnar þá er það forseta að stíga inn í,“ segir Helga um málskotsréttinn. Kaus gegn Icesave Spurð um til dæmis frumvarp um lagareldi sem nú er á þingi segir Helga það sama gilda. Ef það sé skýrt að það sé vilji þjóðar að það sé stigið inn, þá myndi hún gera það. Það þurfi að vera skýr þjóðarvilji með undirskriftarsöfnun eða fundum. „Ef við erum ,að tala um grundvallarauðlindir íslenskrar þjóðar og grundvallarmannréttindi íslenskrar þjóðar. Ef það er ljóst að þing er ekki sama sinnis og þjóð,“ segir Helga og að þá þurfi forseti að stíga inn í. Besta dæmið um þetta sé Icesave-málið. „Ég kaus gegn skuldum. Ég kaus með forseta,“ segir Helga spurð um það hvernig hún kaus í því máli og að það hafi bjargað íslenskri þjóð. Skiptir máli að þekkja persónuvernd Spurð um mikilvægi þess að þekkja málefni persónuverndar segir Helga að við séum á miðri tækniöld og það skipti miklu máli að vita eitthvað um okkar persónuupplýsingar og hversu mikið sé sótt í þær. Tækniþekking skipti miklu máli og það sé einn hennar mesti styrkur að þekkja þessi málefni vel. Eftir það tók hún við spurningum frá hlustendum sem spurðu um, til dæmis, skoðanir Helgu á loftslagskvóta, um eldri borgara, um Katrínu sem forseta og hvort hún yrði umdeild og mikilvægi þess að forseti sé vinsæll. Helga svaraði þessu og sagðist hafa pælt mikið í þessu. Það væri hennar skoðun að best væri ef foreti hefði ekki verið í stjórnmálastarfi. „Varðandi aðra frambjóðendur. Ég er á minni vegferð og mín vegferð bendir á algert hlutleysi. Sem forstjóri Persónuverndar þurfti ég að vera algjörlega hlutlaus og óháð. Ég hef aldrei tekið þátt í stjórnmálastarfi og auðvitað myndi ég telja að það væri best.“ Plúsar og mínúsar Vegna mikils fjölda frambjóðenda í kosningunum í ár er líklegt að forseti verði kjörin með lágt hlutfall atkvæða. Spurð út í þetta segir Helga að það sé ljóst að út á við sé það ekki traustvekjandi en að sama skapi hafi verið bent á það að ef það hefði verið umferð tvö þegar Vigdís var kjörin hefði hún mögulega ekki unnið. Vigdís var kjörin með 33,8 prósent atkvæða árið 1980. „Það eru plúsar og mínusar í þessu öllu saman,“ segir Helga. Hún segir þetta ekki kjöraðstæður og sá eða sú sem verður kjörin myndi eflaust vilja hafa 70 til 80 prósenta fylgi en við séum ekki þar núna. Svona virki lögin og ef það eigi að breyta þessu þá þurfi að breyta þeim. Helga er fyrsti forsetaframbjóðandinn af mörgum til að koma í viðtal í Bítinu. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Mannréttindi Bítið Tengdar fréttir Halla Hrund fremst í nýrri könnun og Katrín dottin niður í þriðja sæti Halla Hrund Logadóttir mælist með 29 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents og Baldur Þórhallsson kemur þar á eftir með 25 prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist aðeins með 18 prósent og Jón Gnarr með 16 prósent. 29. apríl 2024 06:34 Landskjörsstjórn tilkynnir á morgun hvaða listar eru gildir Þau fjögur sem skorti meðmælendur á undirskriftalista til forseta Íslands segjast vera komin með viðunandi fjölda memælenda. Þrjú af fjórum vantaði undirskriftir í sunnlendingafjórðungi. Landskjörsstjórn gefur frest til fimm í dag að skila inn viðunandi fjölda. 28. apríl 2024 13:00 Helga lenti einnig í vandræðum Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi fékk skilaboð frá kjörstjórn um að hana vantaði nokkrar undirskriftir til viðbótar eftir yfirferð. Hennar fólk var fljótt að bregðast við og náði hún lágmarkinu aftur „á núll einni“. 27. apríl 2024 19:59 Rifjaði upp þegar forsetinn bjargaði landinu Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar sagðist öllu vön að mæta á tónleika í Hörpu en það væri öðruvísi að skila inn framboði til forseta. Stórkostleg stund, sagði Helga. 26. apríl 2024 13:34 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Helga var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún byrjaði á því að fara yfir feril sinn en hún hefur síðustu 29 ár starfað í opinbera geiranum, lengst sem forstjóri Persónuverndar. Helga lærði lögfræði og hóf ferilinn hjá ríkissaksóknara og fór þaðan á nefndarsvið Alþingis. Eftir það fór hún til EFTA í Brussel í tvö ár og svo í mennta- og menningarmálaráðuneytið. Eftir það var hún hjá Lyfjastofnun þar sem hún var forstjóri og fór þaðan til Persónuverndar. „Ég þekki allt sem heitir stjórnsýsla, stjórnskipan, lögin, og alt þetta,“ segir Helga og að hún tali einnig mörg tungumál. Bæði sé það mikilvægur kostur fyrir forseta Íslands. Helga segir að í starfi hafi hún tekist við erfið verkefni og hafi tekist að leysa þau með farsælum hætti. Í átökum hafi hún fengið skilaboð frá fólki um að síðar í lífinu ætti hún mögulega að hugsa um að taka að sér eitthvað stærra verkefni. Þessu hafi þannig verið komið til hennar en einnig hafi hjarta hennar kallað á þetta. Helga segir að í opinbera geiranum hafi hún alltaf hugað að almannahagsmunum. „Til þess að gera það þarf manni að þykja vænt um annað fólk og þar er ég,“ segir Helga og þannig sé það ekki bara þekkingin heldur geti hún sett sig í spor annarra. Hún segir forsetann lagalega ekki hafa mikið vald en hann hafi mikið „samtalsvald“. Það séu mörg málefni sem þurfi að huga að í samtalinu, eins og íslensk tunga, menning, menntun og auðlindir. „Ef það er alveg ljóst að það er vilji þjóðarinnar þá er það forseta að stíga inn í,“ segir Helga um málskotsréttinn. Kaus gegn Icesave Spurð um til dæmis frumvarp um lagareldi sem nú er á þingi segir Helga það sama gilda. Ef það sé skýrt að það sé vilji þjóðar að það sé stigið inn, þá myndi hún gera það. Það þurfi að vera skýr þjóðarvilji með undirskriftarsöfnun eða fundum. „Ef við erum ,að tala um grundvallarauðlindir íslenskrar þjóðar og grundvallarmannréttindi íslenskrar þjóðar. Ef það er ljóst að þing er ekki sama sinnis og þjóð,“ segir Helga og að þá þurfi forseti að stíga inn í. Besta dæmið um þetta sé Icesave-málið. „Ég kaus gegn skuldum. Ég kaus með forseta,“ segir Helga spurð um það hvernig hún kaus í því máli og að það hafi bjargað íslenskri þjóð. Skiptir máli að þekkja persónuvernd Spurð um mikilvægi þess að þekkja málefni persónuverndar segir Helga að við séum á miðri tækniöld og það skipti miklu máli að vita eitthvað um okkar persónuupplýsingar og hversu mikið sé sótt í þær. Tækniþekking skipti miklu máli og það sé einn hennar mesti styrkur að þekkja þessi málefni vel. Eftir það tók hún við spurningum frá hlustendum sem spurðu um, til dæmis, skoðanir Helgu á loftslagskvóta, um eldri borgara, um Katrínu sem forseta og hvort hún yrði umdeild og mikilvægi þess að forseti sé vinsæll. Helga svaraði þessu og sagðist hafa pælt mikið í þessu. Það væri hennar skoðun að best væri ef foreti hefði ekki verið í stjórnmálastarfi. „Varðandi aðra frambjóðendur. Ég er á minni vegferð og mín vegferð bendir á algert hlutleysi. Sem forstjóri Persónuverndar þurfti ég að vera algjörlega hlutlaus og óháð. Ég hef aldrei tekið þátt í stjórnmálastarfi og auðvitað myndi ég telja að það væri best.“ Plúsar og mínúsar Vegna mikils fjölda frambjóðenda í kosningunum í ár er líklegt að forseti verði kjörin með lágt hlutfall atkvæða. Spurð út í þetta segir Helga að það sé ljóst að út á við sé það ekki traustvekjandi en að sama skapi hafi verið bent á það að ef það hefði verið umferð tvö þegar Vigdís var kjörin hefði hún mögulega ekki unnið. Vigdís var kjörin með 33,8 prósent atkvæða árið 1980. „Það eru plúsar og mínusar í þessu öllu saman,“ segir Helga. Hún segir þetta ekki kjöraðstæður og sá eða sú sem verður kjörin myndi eflaust vilja hafa 70 til 80 prósenta fylgi en við séum ekki þar núna. Svona virki lögin og ef það eigi að breyta þessu þá þurfi að breyta þeim. Helga er fyrsti forsetaframbjóðandinn af mörgum til að koma í viðtal í Bítinu.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Mannréttindi Bítið Tengdar fréttir Halla Hrund fremst í nýrri könnun og Katrín dottin niður í þriðja sæti Halla Hrund Logadóttir mælist með 29 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents og Baldur Þórhallsson kemur þar á eftir með 25 prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist aðeins með 18 prósent og Jón Gnarr með 16 prósent. 29. apríl 2024 06:34 Landskjörsstjórn tilkynnir á morgun hvaða listar eru gildir Þau fjögur sem skorti meðmælendur á undirskriftalista til forseta Íslands segjast vera komin með viðunandi fjölda memælenda. Þrjú af fjórum vantaði undirskriftir í sunnlendingafjórðungi. Landskjörsstjórn gefur frest til fimm í dag að skila inn viðunandi fjölda. 28. apríl 2024 13:00 Helga lenti einnig í vandræðum Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi fékk skilaboð frá kjörstjórn um að hana vantaði nokkrar undirskriftir til viðbótar eftir yfirferð. Hennar fólk var fljótt að bregðast við og náði hún lágmarkinu aftur „á núll einni“. 27. apríl 2024 19:59 Rifjaði upp þegar forsetinn bjargaði landinu Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar sagðist öllu vön að mæta á tónleika í Hörpu en það væri öðruvísi að skila inn framboði til forseta. Stórkostleg stund, sagði Helga. 26. apríl 2024 13:34 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Halla Hrund fremst í nýrri könnun og Katrín dottin niður í þriðja sæti Halla Hrund Logadóttir mælist með 29 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents og Baldur Þórhallsson kemur þar á eftir með 25 prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist aðeins með 18 prósent og Jón Gnarr með 16 prósent. 29. apríl 2024 06:34
Landskjörsstjórn tilkynnir á morgun hvaða listar eru gildir Þau fjögur sem skorti meðmælendur á undirskriftalista til forseta Íslands segjast vera komin með viðunandi fjölda memælenda. Þrjú af fjórum vantaði undirskriftir í sunnlendingafjórðungi. Landskjörsstjórn gefur frest til fimm í dag að skila inn viðunandi fjölda. 28. apríl 2024 13:00
Helga lenti einnig í vandræðum Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi fékk skilaboð frá kjörstjórn um að hana vantaði nokkrar undirskriftir til viðbótar eftir yfirferð. Hennar fólk var fljótt að bregðast við og náði hún lágmarkinu aftur „á núll einni“. 27. apríl 2024 19:59
Rifjaði upp þegar forsetinn bjargaði landinu Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar sagðist öllu vön að mæta á tónleika í Hörpu en það væri öðruvísi að skila inn framboði til forseta. Stórkostleg stund, sagði Helga. 26. apríl 2024 13:34