„Mér leið eins og ég væri í Keanu Reeves mynd“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. apríl 2024 22:27 Eyþór Aron Wöhler skrifaði á dögunum undir þriggja ára samning við KR. Hann hefur komið við sögu í tveimur leikjum síðan. Vísir/Baldur Eyþór Aron Wöhler kom inn sem varamaður KR í 2-3 tapi gegn Breiðabliki í kvöld. Hann sagði gaman að etja kappi við gamla liðsfélaga en leið á tímapunkti eins og hann væri staddur í ofbeldisfullri bíómynd. „Virkilega súrt, við áttum að fá meira úr þessum leik. Þetta var einhver vitleysa þarna í endann, mér leið eins og ég væri í Keanu Reeves mynd. Verðum bara að gera betur hreinlega, fá Blika í heimsókn og leyfa þeim að skora þrjú, það er ekki ásættanlegt. Tilfinningin í endann heldur betur súr, sérstaklega á móti gamla liðinu, ekki gaman að tapa á móti þeim.“ Blaðamaður áttaði sig ekki alveg á tilvísun Eyþórs í Keanu Reeves. Var þetta semsagt jafn ofbeldisfullt og hans kvikmyndir? „Það liggur við, þetta var hreinlega vitleysa í endann og blés upp í eitthvað sem átti ekki að vera. En bara gaman líka, gaman að keppa móti gömlu liðsfélögunum, auðvelt að mótivera sig í svona leiki.“ Eyþór kom til KR frá Breiðabliki fyrir tveimur vikum síðan og hlakkaði greinilega til að spila leik gegn gömlu félögunum. „Eins og ég segi, það var auðvelt að mótivera sig og koma inn í einhvers konar slagsmál. Negla gömlu liðsfélagana, maður þekkir alla þessa stráka, góðir vinir manns og það er bara tekið í höndina á mönnum eftir leik og knúsast. En við áttum að taka meira úr þessum leik og gerum betur næst.“ Þá var Eyþór að lokum spurður hvernig honum þætti nýja treyjan líta út, sem KR spilaði í í kvöld. „Ég verð bara að gefa hrós á þá sem stýra búninganefnd KR. Mjög skemmtilegt ‘touch’ og klárlega eitthvað sem fleiri lið ættu að vinna með. Hrós frá mér.“ Besta deild karla KR Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
„Virkilega súrt, við áttum að fá meira úr þessum leik. Þetta var einhver vitleysa þarna í endann, mér leið eins og ég væri í Keanu Reeves mynd. Verðum bara að gera betur hreinlega, fá Blika í heimsókn og leyfa þeim að skora þrjú, það er ekki ásættanlegt. Tilfinningin í endann heldur betur súr, sérstaklega á móti gamla liðinu, ekki gaman að tapa á móti þeim.“ Blaðamaður áttaði sig ekki alveg á tilvísun Eyþórs í Keanu Reeves. Var þetta semsagt jafn ofbeldisfullt og hans kvikmyndir? „Það liggur við, þetta var hreinlega vitleysa í endann og blés upp í eitthvað sem átti ekki að vera. En bara gaman líka, gaman að keppa móti gömlu liðsfélögunum, auðvelt að mótivera sig í svona leiki.“ Eyþór kom til KR frá Breiðabliki fyrir tveimur vikum síðan og hlakkaði greinilega til að spila leik gegn gömlu félögunum. „Eins og ég segi, það var auðvelt að mótivera sig og koma inn í einhvers konar slagsmál. Negla gömlu liðsfélagana, maður þekkir alla þessa stráka, góðir vinir manns og það er bara tekið í höndina á mönnum eftir leik og knúsast. En við áttum að taka meira úr þessum leik og gerum betur næst.“ Þá var Eyþór að lokum spurður hvernig honum þætti nýja treyjan líta út, sem KR spilaði í í kvöld. „Ég verð bara að gefa hrós á þá sem stýra búninganefnd KR. Mjög skemmtilegt ‘touch’ og klárlega eitthvað sem fleiri lið ættu að vinna með. Hrós frá mér.“
Besta deild karla KR Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira