Landskjörsstjórn tilkynnir á morgun hvaða listar eru gildir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. apríl 2024 13:00 Kristín Edwald formaður Landskjörsstjórnar og forsetaframbjóðendurnir Arnar Þór jónsson, Ástþór Magnússon og Helga Þórisdóttir. Vísir Þau fjögur sem skorti meðmælendur á undirskriftalista til forseta Íslands segjast vera komin með viðunandi fjölda memælenda. Þrjú af fjórum vantaði undirskriftir í sunnlendingafjórðungi. Landskjörsstjórn gefur frest til fimm í dag að skila inn viðunandi fjölda. Þrettán forsetaframbjóðendur skiluðu inn meðmælendalistum sínum til Landskjörsstjórnar á föstudag en til að þeir teljist fullgildir þurfa 1.500 manns að hafa skrifað undir. Í gær fengu svo fjórir frambjóðendur símhringingar þaðan um að það vantaði upp á fjölda meðmælanda. Ástæðurnar geta til dæmis verið að einstaklingur hefur mælt með tveimur frambjóðendum sem er óheimilt eða er undir lögaldri. Kristín Edwald formaður Landskjörsstjórnar segir að í öllum tilvikum hafi vantað lítillega upp á að listarnir væru í lagi. „Til að frambjóðanda sé gefinn kostur á að bæta úr eru það alltaf einhverjir minni háttar ágallar og grunnlínan er alltaf sú að frambjóðandinn hafi mátt ætla að hann hafi verið búinn að ná tilskyldum fjölda,“ segir Kristín. Landskjörsstjórn tilkynnir svo endanlega um hvaða listar eru gildir klukkan ellefu á morgun í Þjóðminjasafninu. Arnar Þór Jónsson er einn þeirra sem Landskjörsstjórn hafði samband við í gær vegna ófullnægjandi lista. „Eina sem vantaði voru sex meðmæli í Vestfirðingafjórðungi og við leystum það strax í gær og þessu verður skilað inn í dag,“ segir Arnar. Helga Þórisdóttir segir að komið hafi í ljós að nokkur atkvæði vantaði uppá í Sunnlendinga- og Vestfirðingafjórðungi. „Ég var á fyrsta heimaleik Víkings kvennaliðs í 40 ár þegar ég fékk símhringingu frá Landskjörsstjórn sem snarlega dró mig niður á jörðina. Ég snaraðist út af vellinum og heyrði í mínu fólki og á núll einni var þetta afgreitt,“ segir Helga. „Vorum eins og blindir kettlingar“ Ástþór Magnússon segir að vantað hafi upp á í sunnlendingafjórðungi. „Það voru fáeinar undirskriftir. Það tók bara fáeinar mínútur að ná í þær, þetta er komið margfalt núna. Við vorum með mikið af handskrifuðum listum og við fyrri kosningu 2016 vorum við með aðgang að þjóðskrá en við fengum engin slík tæki í dag þannig við vorum eins og blindir kettlingar að vinna með þessa lista. Eiríkur Ingi Jóhannsson sem er meðal þeirra sem Landskjörsstjórn gaf frest til að skila inn nægum fjölda meðmælenda svaraði ekki fréttastofu í morgun en á samfélagsmiðlum kveðst hann hafa safnað nægum fjölda meðmælenda. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Þrettán forsetaframbjóðendur skiluðu inn meðmælendalistum sínum til Landskjörsstjórnar á föstudag en til að þeir teljist fullgildir þurfa 1.500 manns að hafa skrifað undir. Í gær fengu svo fjórir frambjóðendur símhringingar þaðan um að það vantaði upp á fjölda meðmælanda. Ástæðurnar geta til dæmis verið að einstaklingur hefur mælt með tveimur frambjóðendum sem er óheimilt eða er undir lögaldri. Kristín Edwald formaður Landskjörsstjórnar segir að í öllum tilvikum hafi vantað lítillega upp á að listarnir væru í lagi. „Til að frambjóðanda sé gefinn kostur á að bæta úr eru það alltaf einhverjir minni háttar ágallar og grunnlínan er alltaf sú að frambjóðandinn hafi mátt ætla að hann hafi verið búinn að ná tilskyldum fjölda,“ segir Kristín. Landskjörsstjórn tilkynnir svo endanlega um hvaða listar eru gildir klukkan ellefu á morgun í Þjóðminjasafninu. Arnar Þór Jónsson er einn þeirra sem Landskjörsstjórn hafði samband við í gær vegna ófullnægjandi lista. „Eina sem vantaði voru sex meðmæli í Vestfirðingafjórðungi og við leystum það strax í gær og þessu verður skilað inn í dag,“ segir Arnar. Helga Þórisdóttir segir að komið hafi í ljós að nokkur atkvæði vantaði uppá í Sunnlendinga- og Vestfirðingafjórðungi. „Ég var á fyrsta heimaleik Víkings kvennaliðs í 40 ár þegar ég fékk símhringingu frá Landskjörsstjórn sem snarlega dró mig niður á jörðina. Ég snaraðist út af vellinum og heyrði í mínu fólki og á núll einni var þetta afgreitt,“ segir Helga. „Vorum eins og blindir kettlingar“ Ástþór Magnússon segir að vantað hafi upp á í sunnlendingafjórðungi. „Það voru fáeinar undirskriftir. Það tók bara fáeinar mínútur að ná í þær, þetta er komið margfalt núna. Við vorum með mikið af handskrifuðum listum og við fyrri kosningu 2016 vorum við með aðgang að þjóðskrá en við fengum engin slík tæki í dag þannig við vorum eins og blindir kettlingar að vinna með þessa lista. Eiríkur Ingi Jóhannsson sem er meðal þeirra sem Landskjörsstjórn gaf frest til að skila inn nægum fjölda meðmælenda svaraði ekki fréttastofu í morgun en á samfélagsmiðlum kveðst hann hafa safnað nægum fjölda meðmælenda.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira