Líklegt að það styttist í brotmörk Bjarki Sigurðsson skrifar 27. apríl 2024 20:46 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Arnar Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, ræddi stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir kviku streyma djúpt að neðan. Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Vísir/Steingrímur Dúi „Núna í nokkrar vikur eftir að þetta gos hófst hefur kvikan dreifst. Hluti fer upp í gosið og hluti fer í geymslusvæði, kvikuhólfið undir Svartsengi. Kannski á fimm kílómetra dýpi. Sem þýðir að það er þröng leiðin upp og nú er búið að safnast álíka mikið niðri og fyrir þessi gos sem við höfum fengið. Það þýðir að það er líklegt að þetta komi að fara að brotmörkum og þá fáum við nýjan púls í þetta gos,“ segir Magnús Tumi. Klippa: Óvissa við Grindavík Ekki endilega þýði það nýtt gos heldur að það sem er í gangi eflist eða sprungan lengist. „Segjum að sprungan opnist aftur eða opnist ný sprunga sem er nokkurn vegin sama sprungan, ef það gerist hratt fer þetta beint upp og þá kemur það upp þarna þar sem byrjunin hefur verið á hinum gosunum. Norðar heldur en gýs núna. Við getum ekki útilokað, þó það sé ólíklegt, að þetta fari sunnar. Þá þarf kvikan að fara upp og troða sér til hliðar. Þá er mjög líklegt að það taki lengri tíma. Hvort heldur sem er, ef það fer af stað nýtt kvikuhlaup þá þarf að bregðast hratt við og rýma Grindavík,“ segir Magnús Tumi. Hér má sjá hvernig hrauntungan rennur niður varnargarðinn.Vísir/Steingrímur Dúi Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður var stödd á Reykjanesskaganum í dag á svæðinu þar sem hrauntungan fór að renna yfir varnargarðinn. Hún ræddi við Atla Gunnarsson, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurnesjum um stöðuna. „Við erum með aukið viðbragð og eftirlit í Grindavík og erum að fylgjast betur með þeim stöðum sem við teljum okkur þurfa að vera á. Hérna og þar sem fólkið er að fara upp að gosinu, aðallega til að koma í veg fyrir það,“ segir Atli. Atli Gunnarsson er varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/Steingrímur Dúi Hafið þið þurft að bægja fólki eitthvað frá í dag? „Já, það er búið að koma fyrir. Að við þurfum að biðja fólk um að snúa við. Fólk er forvitið, eðlilega, en þetta er ekki öruggt svæði til að vera á akkúrat núna. Þess vegna er þetta bannsvæði og við viljum ekki að fólk fari hingað. Það er ekki öruggt, það er sprungið svæði hér í kring. Og eins og þeir hjá Veðurstofunni hafa sagt, þetta getur komið upp alls staðar,“ segir Atli. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Tengdar fréttir Hraun mjakast yfir varnargarð Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Hún rennur hægt og engin hætta stafar af henni enn sem komið er. 27. apríl 2024 13:49 Krafturinn í gosinu gæti aukist verulega haldi kvikusöfnun áfram Eldgosið við Sundhnúk heldur áfram og er enn einn gígur skammt austan við Sundhnúk, virkur. Landris í Svartsengi hefur áfram á sama hraða og eru meiri líkur á því að kraftur eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni aukist verulega, haldi kvikusöfnun áfram á svipuðum hraða. 26. apríl 2024 13:17 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, ræddi stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir kviku streyma djúpt að neðan. Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Vísir/Steingrímur Dúi „Núna í nokkrar vikur eftir að þetta gos hófst hefur kvikan dreifst. Hluti fer upp í gosið og hluti fer í geymslusvæði, kvikuhólfið undir Svartsengi. Kannski á fimm kílómetra dýpi. Sem þýðir að það er þröng leiðin upp og nú er búið að safnast álíka mikið niðri og fyrir þessi gos sem við höfum fengið. Það þýðir að það er líklegt að þetta komi að fara að brotmörkum og þá fáum við nýjan púls í þetta gos,“ segir Magnús Tumi. Klippa: Óvissa við Grindavík Ekki endilega þýði það nýtt gos heldur að það sem er í gangi eflist eða sprungan lengist. „Segjum að sprungan opnist aftur eða opnist ný sprunga sem er nokkurn vegin sama sprungan, ef það gerist hratt fer þetta beint upp og þá kemur það upp þarna þar sem byrjunin hefur verið á hinum gosunum. Norðar heldur en gýs núna. Við getum ekki útilokað, þó það sé ólíklegt, að þetta fari sunnar. Þá þarf kvikan að fara upp og troða sér til hliðar. Þá er mjög líklegt að það taki lengri tíma. Hvort heldur sem er, ef það fer af stað nýtt kvikuhlaup þá þarf að bregðast hratt við og rýma Grindavík,“ segir Magnús Tumi. Hér má sjá hvernig hrauntungan rennur niður varnargarðinn.Vísir/Steingrímur Dúi Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður var stödd á Reykjanesskaganum í dag á svæðinu þar sem hrauntungan fór að renna yfir varnargarðinn. Hún ræddi við Atla Gunnarsson, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurnesjum um stöðuna. „Við erum með aukið viðbragð og eftirlit í Grindavík og erum að fylgjast betur með þeim stöðum sem við teljum okkur þurfa að vera á. Hérna og þar sem fólkið er að fara upp að gosinu, aðallega til að koma í veg fyrir það,“ segir Atli. Atli Gunnarsson er varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/Steingrímur Dúi Hafið þið þurft að bægja fólki eitthvað frá í dag? „Já, það er búið að koma fyrir. Að við þurfum að biðja fólk um að snúa við. Fólk er forvitið, eðlilega, en þetta er ekki öruggt svæði til að vera á akkúrat núna. Þess vegna er þetta bannsvæði og við viljum ekki að fólk fari hingað. Það er ekki öruggt, það er sprungið svæði hér í kring. Og eins og þeir hjá Veðurstofunni hafa sagt, þetta getur komið upp alls staðar,“ segir Atli.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Tengdar fréttir Hraun mjakast yfir varnargarð Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Hún rennur hægt og engin hætta stafar af henni enn sem komið er. 27. apríl 2024 13:49 Krafturinn í gosinu gæti aukist verulega haldi kvikusöfnun áfram Eldgosið við Sundhnúk heldur áfram og er enn einn gígur skammt austan við Sundhnúk, virkur. Landris í Svartsengi hefur áfram á sama hraða og eru meiri líkur á því að kraftur eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni aukist verulega, haldi kvikusöfnun áfram á svipuðum hraða. 26. apríl 2024 13:17 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
Hraun mjakast yfir varnargarð Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Hún rennur hægt og engin hætta stafar af henni enn sem komið er. 27. apríl 2024 13:49
Krafturinn í gosinu gæti aukist verulega haldi kvikusöfnun áfram Eldgosið við Sundhnúk heldur áfram og er enn einn gígur skammt austan við Sundhnúk, virkur. Landris í Svartsengi hefur áfram á sama hraða og eru meiri líkur á því að kraftur eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni aukist verulega, haldi kvikusöfnun áfram á svipuðum hraða. 26. apríl 2024 13:17