Innlent

Manna­sættir sem óttist ekki að standa í fæturna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Halla Tómasdóttir í Hörpu í morgun.
Halla Tómasdóttir í Hörpu í morgun. RAX

Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi segir tilfinninguna mjög góða að skila inn framboði sínu til forseta Íslands. Hún sé þó rétt að koma út úr búningsherberginu og samtalið við þjóðina að hefjast.

Halla segir að því beri að fagna hve margir vilji þjóna íslensku þjóðinni með framboði til forseta. Hún hafi valið að gera gagn í sínu lífi og sé full bjartsýni með sólina í hjarta, sem sé val.

Hana langar til að vellíðan fólks og þessa samfélags verði sett á oddinn á Bessastöðum. Leggja áherslu á góð gildi og tryggja að öllum líði vel í þessu samfélagi.

Halla segist alltaf hafa verið hugrökk, staðið með sinni eigin dómgreind og hafi þroskað sinn innri áttavita. Hún vill hjálpa fleirum að skilja sinn innri áttavita. Hún sé mannasættir, vilji byggja brýr og óttast ekki að þurfa að standa í fæturna fyrir hönd þessarar þjóðar ef svo ber undir.


Tengdar fréttir

Trúnaðarsamtöl við forsætisráðherra lykilatriði

Baldur Þórhallsson segir mjög mikilvægt að forseti Íslands líti yfir öxlina á þingheimi til að tryggja að þingið fari ekki fram úr sér. Þar séu einkasamtöl forseta og forsætisráðherra lykilatriði.

Sprakk úr hlátri

Jón Gnarr segist ólíklegur til að beita málskotsréttinum nema í öfgatilfellum eins og ef lægi fyrir Alþingi að leiða dauðarefsingar í lög. Þá myndi hann mótmæla því sem forseti og leggja í hendur þjóðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×