Kólnar á öllu landinu eftir óvenjugóðan fyrsta sumardag Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. apríl 2024 13:47 Það er enn þá vor þó að haldið sé upp á sumardaginn fyrsta í dag, segir veðurfræðingur. Vísir/vilhelm Barnamenningarhátíð, skátafjör og skrúðgöngur eru á meðal þess sem landsmenn geta dundað sér við í dag, á sumardaginn fyrsta. Besta veðrið er á suðvesturhorninu, þar sem dagurinn er óvenjuveðursæll. „Eftir hæga breytilega átt síðustu daga er að snúast í norðanátt, þó fremur hæga víðast hvar á landinu. Henni fylgir að það er að þykkna upp fyrir norðan, verður skýjað þar og kólnar. En sunnan heiða verður að mestu léttskýjað og hitinn ætti að ná tveggja stafa tölu ansi víða,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur og bætir við að best sé veðurútlitið suðvestantil. „Þetta er náttúrulega ekki það besta sem hefur gerst en þetta er í betri kantinum, að fá svona sólríkt og hægan vind.“ Hæsti hiti sem mælst hefur í Reykjavík á sumardaginn fyrsta er 13,5 stig árið 1998 en á landsvísu er það 19,8 stig á Akureyri 1976. Lægsti hiti á sumardaginn fyrsta mældist á Barkarstöðum í Miðfirði 1988, 18,2 stiga frost. Og talandi um kulda - eftir veðurblíðu síðustu daga fer veður nú kólnandi. „Þessi hæð sem er búin að vera hér yfir landinu undanfarið hún er að gefa aðeins eftir. Það er heldur kólnandi á öllu landinu á næstunni en helst nú mikil til bjart sunnan jökla,“ segir Eiríkur. Þannig að eins og svo oft áður á sumardaginn fyrsta er sumarið ekki alveg komið? „Nei, það er enn þá vor í nútímaskilningi.“ Fjölbreytt dagskrá er víða um land í tilefni dagsins og hér fylgir langt í frá tæmandi listi; barnamenningarhátíð heldur áfram í Reykjavík og skátahreyfingin stendur fyrir húllumhæi í flestum landshlutum. Í Hafnarfirði er meðal annars blásið til skrúðgöngu og víðavangshlaups og skrúðganga verður sömuleiðis gengin í Garðabæ. Á Akureyri verður ýmislegt í gangi í tenglslum við Barnamenningarhátíð eins og hér í höfuðstaðnum og eyfirski safnadagurinn haldinn hátíðlegur. Veður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Eftir hæga breytilega átt síðustu daga er að snúast í norðanátt, þó fremur hæga víðast hvar á landinu. Henni fylgir að það er að þykkna upp fyrir norðan, verður skýjað þar og kólnar. En sunnan heiða verður að mestu léttskýjað og hitinn ætti að ná tveggja stafa tölu ansi víða,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur og bætir við að best sé veðurútlitið suðvestantil. „Þetta er náttúrulega ekki það besta sem hefur gerst en þetta er í betri kantinum, að fá svona sólríkt og hægan vind.“ Hæsti hiti sem mælst hefur í Reykjavík á sumardaginn fyrsta er 13,5 stig árið 1998 en á landsvísu er það 19,8 stig á Akureyri 1976. Lægsti hiti á sumardaginn fyrsta mældist á Barkarstöðum í Miðfirði 1988, 18,2 stiga frost. Og talandi um kulda - eftir veðurblíðu síðustu daga fer veður nú kólnandi. „Þessi hæð sem er búin að vera hér yfir landinu undanfarið hún er að gefa aðeins eftir. Það er heldur kólnandi á öllu landinu á næstunni en helst nú mikil til bjart sunnan jökla,“ segir Eiríkur. Þannig að eins og svo oft áður á sumardaginn fyrsta er sumarið ekki alveg komið? „Nei, það er enn þá vor í nútímaskilningi.“ Fjölbreytt dagskrá er víða um land í tilefni dagsins og hér fylgir langt í frá tæmandi listi; barnamenningarhátíð heldur áfram í Reykjavík og skátahreyfingin stendur fyrir húllumhæi í flestum landshlutum. Í Hafnarfirði er meðal annars blásið til skrúðgöngu og víðavangshlaups og skrúðganga verður sömuleiðis gengin í Garðabæ. Á Akureyri verður ýmislegt í gangi í tenglslum við Barnamenningarhátíð eins og hér í höfuðstaðnum og eyfirski safnadagurinn haldinn hátíðlegur.
Veður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira