Í samtali við Vísi segist Sigríður Hrund Pétursdóttir ekki sjá fram á að ná lágmarksfjölda undirskrifta fyrir morgundaginn. „Ég ætla að hafa söfnunina út daginn og sjá svo hvað gerist,“ segir hún í samtali við fréttastofu.
Helga Þórisdóttir var á Austurlandi þegar fréttamaður náði tali af henni skömmu fyrir hádegi. Aðspurð segist hún á „loka-lokametrunum“ í söfnuninni og segist bjartsýn að undirskriftir náist innan tíðar.
Í samtali við fréttastofu segir Guðmundur Felix Grétarsson að hann vanti herslumuninn upp á að ná lágmarksfjöldanum. Hann verði í góða veðrinu niðri í bæ í dag að safna undirskriftum.
Ekki náðist í forsetaframbjóðandann Eirík Inga Jóhannsson við gerð fréttarinnar. Á þriðjudagskvöld birti Eiríkur færslu á Facebook þar sem hann sagðist kominn með undirskriftir úr þremur af fjórum landshlutum. Þá sagðist hann að öllum líkindum ná síðasta fjórðungnum daginn eftir, sem sagt í gær.
Fréttin hefur verið uppfærð.