Vilja taka upp auðlindagjald að hætti Norðmanna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. apríl 2024 22:03 Kristrún kynnti útspilið á fréttamannafundi í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í dag. Magnús Hlynur Samfylkingin segir enga skýra auðlindastefnu vera á Íslandi og heildarsýn skorti á nýtingu auðlinda. Flokkurinn vill taka upp auðlindagjald að hætti Norðmanna. Einnig vilja þau auka fjárfestingar í samgönguinnviðum og nýta fleiri virkjanakosti. Kristrún Frostadóttir kynnti í dag nýjasta útspil Samfylkingarinnar sem ber yfirskriftina „Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum“. Útspilið er afrakstur málefnastarfs síðustu 6 mánaða, þar sem forystufólk flokksins heimsótti 180 fyrirtæki og efndi til margra opinna funda um samgöngur víðs vegar um landið. Grundvallarkröfurnar þrjár Í stuttu máli eru grundvallarkröfur Samfylkingarinnar þrjár: 1. Krafa um framfarir í orku- og samgöngumálum Í þessu er tíu ára markmið um að auka ársframleiðslu á raforku um fimm TWh. Fjárfestingar í samgöngumálum eigi svo að fara aftur upp í meðaltal OECD-ríkja fyrir árið 2030. 2. Krafa um skynsemi í auðlindastefnu. Samfylkingin vill að almenn auðlindagjöld renni til nærsamfélags og þjóðar. 3. Krafa um íslensk kjör og atvinnustefnu fyrir Ísland. Samfylkingin sýnir á spilin í orkumálum Í útspilinu eru sett fram tíu ára markmið um að auka ársframleiðslu á raforku um fimm TWh, til að styðja við verðmætasköpun og orkuskipti, og bæta orkunýtni um eitt TWh á sama tíma. Tekið er fram að Samfylkingin vill hvorki láta loka verksmiðjum né virkja sérstaklega fyrir nýja risanotendur raforku á borð við ný álver á þessum tímapunkti. Í útspilinu er einnig haft orð á því að umræða um orkuþörf geti verið villandi. Spurningarnar sem þurfi að spyrja um þau mál séu hvaða orkuvilja við höfum, hvað viljum við nýta mikla orku og hvernig? Samfylkingin vill leggja fram skýr markmið um orkuöflun og að rammaáætlun verði afgreidd á Alþingi reglulega svo hægt sé að standa undir markmiðunum. Þá vill Samfylkingin fjölga virkjunarkostum í nýtingarflokki í samræmi við tillögur verkefnastjórnar rammaáætlunar og ráðast í lagabreytingar sem eru til þess fallnar að hraða leyfisveitingum vegna framkvæmda sem hafa verið samkþykktar í nýtingarflokk. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, með útspilið sem kynnt var í dag.Samfylkingin Auðlindagjald og fjárfestingar í samgönguinnviðum Sagt er í útspilinu að engin auðlindastefna sé á Íslandi, engin heildarsýn á nýtingu náttúruauðlinda. Samfylkingin vill taka upp almenn auðlindagjöld, að hætti Norðmanna, frá fyrsta kjörtímabili í nýrri ríkisstjórn. Tekjum yrði skipt á milli sveitarélaga og ríkissjóðs, til að stilla saman hagsmuni nærsamfélags og þjóðar. Auðlindagjöldin yrðu tekin í sjávarútvegi, fiskeldi, orkuvinnslu og ferðaþjónustu. Þar að auki kallar Samfylkingin eftir hærra veiðigjaldi með þrepaskiptingu. Bent er á það að fjárfestingar í samgönguinnviðum á Íslandi sé langt undir meðaltali OECD-ríkja. Samfylkingin vill að fjárfestingarnar fari aftur upp í meðaltal ríkjanna fyrir árið 2030. Lögð verði áhersla á að bora jarðgöng, og alltaf séu framkvæmdir við ein til tvö jarðgöng í gangi. Þá kallar Samfylkingin eftir því að stjórnvöld hafi stefnu um það hvers konar atvinnulíf byggist upp á Íslandi til að standa undir íslenskum kjörum og velferð. Taka verði fast á félagslegum undirboðum og stofnað verði Atvinnuvegaráð Íslands með ráðgefandi hlutverk við mótun atvinnustefnu fyrir Ísland. Hægt er að lesa útspilið í heild sinni á síðu Samfylkingarinnar. Samfylkingin Orkumál Samgöngur Skattar og tollar Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Sjá meira
Kristrún Frostadóttir kynnti í dag nýjasta útspil Samfylkingarinnar sem ber yfirskriftina „Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum“. Útspilið er afrakstur málefnastarfs síðustu 6 mánaða, þar sem forystufólk flokksins heimsótti 180 fyrirtæki og efndi til margra opinna funda um samgöngur víðs vegar um landið. Grundvallarkröfurnar þrjár Í stuttu máli eru grundvallarkröfur Samfylkingarinnar þrjár: 1. Krafa um framfarir í orku- og samgöngumálum Í þessu er tíu ára markmið um að auka ársframleiðslu á raforku um fimm TWh. Fjárfestingar í samgöngumálum eigi svo að fara aftur upp í meðaltal OECD-ríkja fyrir árið 2030. 2. Krafa um skynsemi í auðlindastefnu. Samfylkingin vill að almenn auðlindagjöld renni til nærsamfélags og þjóðar. 3. Krafa um íslensk kjör og atvinnustefnu fyrir Ísland. Samfylkingin sýnir á spilin í orkumálum Í útspilinu eru sett fram tíu ára markmið um að auka ársframleiðslu á raforku um fimm TWh, til að styðja við verðmætasköpun og orkuskipti, og bæta orkunýtni um eitt TWh á sama tíma. Tekið er fram að Samfylkingin vill hvorki láta loka verksmiðjum né virkja sérstaklega fyrir nýja risanotendur raforku á borð við ný álver á þessum tímapunkti. Í útspilinu er einnig haft orð á því að umræða um orkuþörf geti verið villandi. Spurningarnar sem þurfi að spyrja um þau mál séu hvaða orkuvilja við höfum, hvað viljum við nýta mikla orku og hvernig? Samfylkingin vill leggja fram skýr markmið um orkuöflun og að rammaáætlun verði afgreidd á Alþingi reglulega svo hægt sé að standa undir markmiðunum. Þá vill Samfylkingin fjölga virkjunarkostum í nýtingarflokki í samræmi við tillögur verkefnastjórnar rammaáætlunar og ráðast í lagabreytingar sem eru til þess fallnar að hraða leyfisveitingum vegna framkvæmda sem hafa verið samkþykktar í nýtingarflokk. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, með útspilið sem kynnt var í dag.Samfylkingin Auðlindagjald og fjárfestingar í samgönguinnviðum Sagt er í útspilinu að engin auðlindastefna sé á Íslandi, engin heildarsýn á nýtingu náttúruauðlinda. Samfylkingin vill taka upp almenn auðlindagjöld, að hætti Norðmanna, frá fyrsta kjörtímabili í nýrri ríkisstjórn. Tekjum yrði skipt á milli sveitarélaga og ríkissjóðs, til að stilla saman hagsmuni nærsamfélags og þjóðar. Auðlindagjöldin yrðu tekin í sjávarútvegi, fiskeldi, orkuvinnslu og ferðaþjónustu. Þar að auki kallar Samfylkingin eftir hærra veiðigjaldi með þrepaskiptingu. Bent er á það að fjárfestingar í samgönguinnviðum á Íslandi sé langt undir meðaltali OECD-ríkja. Samfylkingin vill að fjárfestingarnar fari aftur upp í meðaltal ríkjanna fyrir árið 2030. Lögð verði áhersla á að bora jarðgöng, og alltaf séu framkvæmdir við ein til tvö jarðgöng í gangi. Þá kallar Samfylkingin eftir því að stjórnvöld hafi stefnu um það hvers konar atvinnulíf byggist upp á Íslandi til að standa undir íslenskum kjörum og velferð. Taka verði fast á félagslegum undirboðum og stofnað verði Atvinnuvegaráð Íslands með ráðgefandi hlutverk við mótun atvinnustefnu fyrir Ísland. Hægt er að lesa útspilið í heild sinni á síðu Samfylkingarinnar.
Samfylkingin Orkumál Samgöngur Skattar og tollar Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Sjá meira