„Við erum ekki með stráka sem þurfa að vera hetjur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. apríl 2024 15:01 Jaka Brodnik lék mjög vel með Keflavíkurliðinu í Forsetahöllinni í gær. Vísir/Hulda Margrét Jaka Brodnik og félagar í Keflavíkurliðinu voru sjóðandi heitir í gærkvöldi þegar þeir sendu Álftnesinga í sumarfrí eftir sannfærandi sigur í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Suðbway Körfuboltakvöld valdi Jaka PlayAir leiksins en hann var með 21 stig á rúmum átján mínútum og hitti úr 9 af 19 skotum sínum utan af velli. Jaka hitti meðal annars úr öllum þremur þriggja stiga skotum sínum og Keflavík vann þær mínútur sem hann spilaði með 27 stigum. Við urðum því að gera miklu betur en síðast „Það var planið að gefa rétta tóninn í upphafi leiks því við vissum hvernig fór síðast hjá okkur þegar við spiluðum í þessu húsi. Það er eiginlega hrein hörmung. Þeir eru með öflugt lið sem lætur alltaf finna vel fyrir sér. Við urðum því að gera miklu betur en síðast,“ sagði Jaka Brodnik. Keflavík skoraði samtals 56 stig þegar spiluðu síðast í Forsetahöllinni en að þessu sinni skoruðu þeir 56 stig og 58 stig í hálfleikjunum tveimur. „Við hreyfðum boltann miklu betur í þessum leik og það sést á fjölda stoðsendinga hjá okkur. 30 stoðsendingar í einum leik sýnir að við erum að spila liðsbolta. Við vorum líka með miklu meira sjálfstraust en í hinum leiknum þegar við vorum hægir og klaufskir. Andlega vorum við bara miklu betur undirbúnir,“ sagði Jaka. Við erum ógn fyrir þá en ekki öfugt „Við erum lið sem getur hlaupið og ef okkur tekst að hreyfa vörnina þá náum við forskoti. Við gerðum það ekki í hinum leiknum og vorum þá eiginlega að bíða eftir einhverjum öðrum til að klára dæmið fyrir okkur. Við höfðum það markmið að halda alltaf áfram í þessum leik, sama hvað gerðist. Við vildum líka vera liðið sem setti tóninn og vildum að þeir væru að elta okkur. Við erum ógn fyrir þá en ekki öfugt,“ sagði Jaka. Hann segir að leikmennirnir séu tilbúnir að vinna hvern fyrir annan. „Strákarnir í liðinu eru mjög yfirvegaðir og við erum ekki með stráka sem þurfa að vera hetjur. Það er mikill plús. Stundum er Remy (Martin) hetjan en hann á það skilið. Hann sýndi það að hann getur verið hetjan en allir aðrir eru að skila sínu hlutverki og gera sitt besta,“ sagði Jaka. Það má heyra allt spjallið við Jaka hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Jaka Brodnik Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Suðbway Körfuboltakvöld valdi Jaka PlayAir leiksins en hann var með 21 stig á rúmum átján mínútum og hitti úr 9 af 19 skotum sínum utan af velli. Jaka hitti meðal annars úr öllum þremur þriggja stiga skotum sínum og Keflavík vann þær mínútur sem hann spilaði með 27 stigum. Við urðum því að gera miklu betur en síðast „Það var planið að gefa rétta tóninn í upphafi leiks því við vissum hvernig fór síðast hjá okkur þegar við spiluðum í þessu húsi. Það er eiginlega hrein hörmung. Þeir eru með öflugt lið sem lætur alltaf finna vel fyrir sér. Við urðum því að gera miklu betur en síðast,“ sagði Jaka Brodnik. Keflavík skoraði samtals 56 stig þegar spiluðu síðast í Forsetahöllinni en að þessu sinni skoruðu þeir 56 stig og 58 stig í hálfleikjunum tveimur. „Við hreyfðum boltann miklu betur í þessum leik og það sést á fjölda stoðsendinga hjá okkur. 30 stoðsendingar í einum leik sýnir að við erum að spila liðsbolta. Við vorum líka með miklu meira sjálfstraust en í hinum leiknum þegar við vorum hægir og klaufskir. Andlega vorum við bara miklu betur undirbúnir,“ sagði Jaka. Við erum ógn fyrir þá en ekki öfugt „Við erum lið sem getur hlaupið og ef okkur tekst að hreyfa vörnina þá náum við forskoti. Við gerðum það ekki í hinum leiknum og vorum þá eiginlega að bíða eftir einhverjum öðrum til að klára dæmið fyrir okkur. Við höfðum það markmið að halda alltaf áfram í þessum leik, sama hvað gerðist. Við vildum líka vera liðið sem setti tóninn og vildum að þeir væru að elta okkur. Við erum ógn fyrir þá en ekki öfugt,“ sagði Jaka. Hann segir að leikmennirnir séu tilbúnir að vinna hvern fyrir annan. „Strákarnir í liðinu eru mjög yfirvegaðir og við erum ekki með stráka sem þurfa að vera hetjur. Það er mikill plús. Stundum er Remy (Martin) hetjan en hann á það skilið. Hann sýndi það að hann getur verið hetjan en allir aðrir eru að skila sínu hlutverki og gera sitt besta,“ sagði Jaka. Það má heyra allt spjallið við Jaka hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Jaka Brodnik
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira