Landeigendur höfða mál gegn ríkinu vegna Hvammsvirkjunar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. apríl 2024 22:14 Frá fyrirhuguðu lónstæði Hvammsvirkjunar neðan við bæinn Haga. KMU Ellefu landeigendur við bakka Þjórsár hafa höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu og Landsvirkjun og freista þess að fá felld úr gildi með dómi leyfi Fiskistofu og heimild Umhverfisstofnunar fyrir Hvammsvirkjun frá því fyrr í þessum mánuði. Hafa þeir fengið flýtimeðferð í málinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landeigendunum. Þeir segja tilganginn málshöfðunarinnar þann að standa vörð um laxastofninn í Þjórsá, vistkerfi árinnar og líffræðilega fjölbreytni auk þess að vernda Viðey í Þjórsá, sem var friðlýst árið 2011. „Það er síður en svo verið að tefja framkvæmdir, heldur freista umbjóðendur mínir þess að stöðva með öllu fyrirætlanir sem þau telja ekki eiga nokkurn rétt á sér vegna alvarlegra áhrifa á lífríkið,“ er haft eftir Friðleifi E. Guðmundssyni lögmanni stefnenda í tilkynningunni. Málið verður þingfest á mánudag. Þar kemur einnig fram að landeigendurnir telji Umhverfisstofnun hafa brostið vald til að taka ákvörðun fyrr í mánuðinum um að heimila Hvammsvirkjun. Stofnunin hafi ekki skýrt lög um stjórn vatnamála með réttum hætti. Skylda að standa vörð um laxastofninn Norður-Atlantshafslaxinn sé einstakur og laxastofninn í Þjórsá stærsti náttúrulegi laxastofn Íslands og meðal þeirra stærstu við Norður-Atlantshaf. Því beri skylda að vernda laxinn bæði á heimavelli og á alþjóðavísu. Ísland sé aðili að Laxaverndunarstofnuninni og hafi skyldum að gegna á þeim vettvangi líkt og með aðild sinni að Alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna frá 1992 um líffræðilega fjölbreytni. Þá sé íslenska ríkið einnig í Alþjóðanáttúruverndarsambandinu sem í desember síðastliðnum setti Norður-Atlantshafslaxinn á lista yfir tegundir í yfirvofandi hættu. Tveir eldislaxar fundust í fyrra í Kálfá, einni hliðaráa Þjórsár. „Margoft hefur verið varað við áhrifum sem Hvammsvirkjun hefði á laxastofninn í Þjórsá. Engar ráðstafanir sem kynntar hafa verið samhliða virkjun bjarga laxinum. Veiðifélag Þjórsár hefur staðið vörð um laxastofninn og ýmis samtök auk heimafólks hafa á síðustu tveimur áratugum reynt sitt ýtrasta til að koma í veg fyrir að af virkjun verði. Fengu þau m.a. hnekkt leyfum Orkustofnunar og sveitarstjórnar í fyrra. Nú er komið að landeigendum á bökkum Þjórsár að verjast ósjálfbærri ásókn í auðlindir,“ segir í tilkynnningunni. Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Orkuskipti Skipulag Tengdar fréttir Landsvirkjun vonast til að hefja smíði tveggja virkjana á árinu Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á síðasta ári nam 52 milljörðum króna og reyndist þetta besta rekstrarár fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1965. Stjórn Landsvirkjunar leggur til að 20 milljarða króna arður verði greiddur til ríkisins. 29. febrúar 2024 22:33 Ætla að gefa Hvammsvirkjun grænt ljós Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um að heimila breytingar á vatnshloti í Þjórsá 1, vegna framkvæmda við 95 megavatta Hvammsvirkjun. Telur stofnunin að sjónarmið um raforkuöryggi vegi þyngra en umhverfissjónarmið vatnshlotsins. 22. desember 2023 23:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá landeigendunum. Þeir segja tilganginn málshöfðunarinnar þann að standa vörð um laxastofninn í Þjórsá, vistkerfi árinnar og líffræðilega fjölbreytni auk þess að vernda Viðey í Þjórsá, sem var friðlýst árið 2011. „Það er síður en svo verið að tefja framkvæmdir, heldur freista umbjóðendur mínir þess að stöðva með öllu fyrirætlanir sem þau telja ekki eiga nokkurn rétt á sér vegna alvarlegra áhrifa á lífríkið,“ er haft eftir Friðleifi E. Guðmundssyni lögmanni stefnenda í tilkynningunni. Málið verður þingfest á mánudag. Þar kemur einnig fram að landeigendurnir telji Umhverfisstofnun hafa brostið vald til að taka ákvörðun fyrr í mánuðinum um að heimila Hvammsvirkjun. Stofnunin hafi ekki skýrt lög um stjórn vatnamála með réttum hætti. Skylda að standa vörð um laxastofninn Norður-Atlantshafslaxinn sé einstakur og laxastofninn í Þjórsá stærsti náttúrulegi laxastofn Íslands og meðal þeirra stærstu við Norður-Atlantshaf. Því beri skylda að vernda laxinn bæði á heimavelli og á alþjóðavísu. Ísland sé aðili að Laxaverndunarstofnuninni og hafi skyldum að gegna á þeim vettvangi líkt og með aðild sinni að Alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna frá 1992 um líffræðilega fjölbreytni. Þá sé íslenska ríkið einnig í Alþjóðanáttúruverndarsambandinu sem í desember síðastliðnum setti Norður-Atlantshafslaxinn á lista yfir tegundir í yfirvofandi hættu. Tveir eldislaxar fundust í fyrra í Kálfá, einni hliðaráa Þjórsár. „Margoft hefur verið varað við áhrifum sem Hvammsvirkjun hefði á laxastofninn í Þjórsá. Engar ráðstafanir sem kynntar hafa verið samhliða virkjun bjarga laxinum. Veiðifélag Þjórsár hefur staðið vörð um laxastofninn og ýmis samtök auk heimafólks hafa á síðustu tveimur áratugum reynt sitt ýtrasta til að koma í veg fyrir að af virkjun verði. Fengu þau m.a. hnekkt leyfum Orkustofnunar og sveitarstjórnar í fyrra. Nú er komið að landeigendum á bökkum Þjórsár að verjast ósjálfbærri ásókn í auðlindir,“ segir í tilkynnningunni.
Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Orkuskipti Skipulag Tengdar fréttir Landsvirkjun vonast til að hefja smíði tveggja virkjana á árinu Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á síðasta ári nam 52 milljörðum króna og reyndist þetta besta rekstrarár fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1965. Stjórn Landsvirkjunar leggur til að 20 milljarða króna arður verði greiddur til ríkisins. 29. febrúar 2024 22:33 Ætla að gefa Hvammsvirkjun grænt ljós Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um að heimila breytingar á vatnshloti í Þjórsá 1, vegna framkvæmda við 95 megavatta Hvammsvirkjun. Telur stofnunin að sjónarmið um raforkuöryggi vegi þyngra en umhverfissjónarmið vatnshlotsins. 22. desember 2023 23:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Landsvirkjun vonast til að hefja smíði tveggja virkjana á árinu Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á síðasta ári nam 52 milljörðum króna og reyndist þetta besta rekstrarár fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1965. Stjórn Landsvirkjunar leggur til að 20 milljarða króna arður verði greiddur til ríkisins. 29. febrúar 2024 22:33
Ætla að gefa Hvammsvirkjun grænt ljós Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um að heimila breytingar á vatnshloti í Þjórsá 1, vegna framkvæmda við 95 megavatta Hvammsvirkjun. Telur stofnunin að sjónarmið um raforkuöryggi vegi þyngra en umhverfissjónarmið vatnshlotsins. 22. desember 2023 23:05