Taty Castellanos kom Lazio yfir eftir undirbúning Luis Alberto á 12. mínútu leiksins. Þeir voru aftur að verki á 48. mínútu og Lazio allt í einu á leið í úrslit. Það voru hins vegar tveir varamenn sem björguðu leiknum fyrir Juventus.
Á 83. mínútu skoraði Arkadiusz Milik eftir undirbúning Timothy Weah. Staðan orðin 2-1 og þar við sat.
Juventus mætir annað hvort Fiorentina eða Atalanta í úrslitum. Fyrrnefnda liðið leiðir sem stendur 1-0 eftir fyrri leikinn en liðin mætast að nýju annað kvöld, miðvikudag.