Össur segir Jóni Gnarr að „hætta að væla“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. apríl 2024 17:35 Össur líkti orðræðu Jóns í garð Katrínar sem hegðun sem sæmdi Georgi Bjarnfreðarsyni. Vísir/Samsett Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður og utanríkisráðherra fer ófögrum orðum um orðræðu Jóns Gnarr um framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta. Jóni hefur verið tíðrætt um að honum finnist óvenjulegt að sitjandi forsætisráðherra skuli bjóða sig fram og hefur kallað framboð hennar „steikt og absúrd.“ Þetta tekur Össur ekki undir og segir hann í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook að fólk eigi einfaldlega að hafa val. Vilji menn einstakling með „djúpa reynslu líkt og Ólafur Ragnar eða Katrín Jakobsdóttir“ eigi þeir að hafa frelsi til að geta valið slíkan frambjóðanda. „Ef þeir vilja fremur fyndinn kall sem segist ekki ætla að vera trúður á Bessastöðum en kallar sig nú þegar með sögulegri íroníu „Jón forseta“ þá eiga þeir endilega að kjósa hann,“ segir Össur. Gnafinn eins og Georg Bjarnfreðarson Össur spyr sig hverjir megi þá bjóða sig fram til forseta fyrst fyrrverandi forsætisráðherra megi það ekki. „Mega t.d. fyndnu kallarnir sem hafa í tvo áratugi verið vinsælustu grínistar sjónvarpa og útvarpa og eru líklega jafn þekktir og helstu brýni stjórnmálanna bjóða sig fram?“ spyr Össur sig. „Hvað með fyrrverandi borgarstjóra? Sú staða var löngum talin með þremur valdamestu embættum á Íslandi. Jón Gnarr var sjálfur (góður) borgarstjóri og tröllreið fjölmiðlum í því hlutverki. Er eitthvað að því að hann bjóði sig til forráða á Bessastöðum? Vitaskuld ekki,“ segir hann þá. Jafnframt segir Össur Jóni Gnarr að „hætta að væla um þetta í hverjum þætti“ og að „hætta að vera gnafinn eins og Georg Bjarnfreðarson. „Þá munu snarlega aukast líkurnar á að hann muni í framtíðinni brosa sínu breiða brosi af Álftanesinu til glaðrar þjóðar.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Meðvirkni í garð Katrínar að tjá sig ekki um hana Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi sagðist ekki vilja tjá sig um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér til embættisins, þegar hún væri ekki viðstödd. Jón Gnarr, sem er líka að bjóða sig fram, segir smá meðvirkni í því að tjá sig ekki um aðra frambjóðendur þegar þeir gætu alveg verið á staðnum. 20. apríl 2024 10:11 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Þetta tekur Össur ekki undir og segir hann í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook að fólk eigi einfaldlega að hafa val. Vilji menn einstakling með „djúpa reynslu líkt og Ólafur Ragnar eða Katrín Jakobsdóttir“ eigi þeir að hafa frelsi til að geta valið slíkan frambjóðanda. „Ef þeir vilja fremur fyndinn kall sem segist ekki ætla að vera trúður á Bessastöðum en kallar sig nú þegar með sögulegri íroníu „Jón forseta“ þá eiga þeir endilega að kjósa hann,“ segir Össur. Gnafinn eins og Georg Bjarnfreðarson Össur spyr sig hverjir megi þá bjóða sig fram til forseta fyrst fyrrverandi forsætisráðherra megi það ekki. „Mega t.d. fyndnu kallarnir sem hafa í tvo áratugi verið vinsælustu grínistar sjónvarpa og útvarpa og eru líklega jafn þekktir og helstu brýni stjórnmálanna bjóða sig fram?“ spyr Össur sig. „Hvað með fyrrverandi borgarstjóra? Sú staða var löngum talin með þremur valdamestu embættum á Íslandi. Jón Gnarr var sjálfur (góður) borgarstjóri og tröllreið fjölmiðlum í því hlutverki. Er eitthvað að því að hann bjóði sig til forráða á Bessastöðum? Vitaskuld ekki,“ segir hann þá. Jafnframt segir Össur Jóni Gnarr að „hætta að væla um þetta í hverjum þætti“ og að „hætta að vera gnafinn eins og Georg Bjarnfreðarson. „Þá munu snarlega aukast líkurnar á að hann muni í framtíðinni brosa sínu breiða brosi af Álftanesinu til glaðrar þjóðar.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Meðvirkni í garð Katrínar að tjá sig ekki um hana Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi sagðist ekki vilja tjá sig um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér til embættisins, þegar hún væri ekki viðstödd. Jón Gnarr, sem er líka að bjóða sig fram, segir smá meðvirkni í því að tjá sig ekki um aðra frambjóðendur þegar þeir gætu alveg verið á staðnum. 20. apríl 2024 10:11 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Meðvirkni í garð Katrínar að tjá sig ekki um hana Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi sagðist ekki vilja tjá sig um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér til embættisins, þegar hún væri ekki viðstödd. Jón Gnarr, sem er líka að bjóða sig fram, segir smá meðvirkni í því að tjá sig ekki um aðra frambjóðendur þegar þeir gætu alveg verið á staðnum. 20. apríl 2024 10:11