Freista þess að halda veitingamanninum bak við lás og slá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2024 12:24 Davíð Viðarsson er talinn höfuðpaurinn í umfangsmiklu vinnumansali og peningaþvætti í gegnum fyrirtæki hans Vy-þrif og veitingastaðina Pho Vietnamese og Wok on. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að fara fram á það í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að Davíð Viðarsson, áður Quang Le, sæti áfram gæsluvarðhaldi. Hann hefur verið í varðhaldi í sjö vikur ásamt barnsmóður sinni og bróður. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild lögreglu, segir í samtali við fréttastofu að einangrun yfir þremenningunum verði aflétt. Farið verði fram á fjögurra vikna varðhald. Málið má rekja til þess þegar lögregla réðst í umfangsmiklar aðgerðir þann 5. mars á veitingastöðum og gistihúsum í eigu Davíðs. Herkastalinn í miðbæ Reykjavíkur er enn lokaður og það sama má segja um veitingastaðina Pho Vietnamese og Wok On. Grímur segir rannsókn málsins í fullum gangi, miði vel þótt hún sé flókin. Þetta er gríðarlega viðamikil rannsókn. Yfirheyrslur ganga hægt, þarf að túlka allt saman. Sakborningar eigi rétt á því að yfirheyrslur fari fram á þeirra móðurmáli. Þeir eru allir frá Víetnam eins og brotaþolarnir, fyrrverandi starfsfólk á veitingastöðum Quang Le. Grímur segist ekki vita til þess að brotaþolar í málinu hafi yfirgefið landið. Forsvarsmenn ASÍ hafa bent á að passa þurfi upp á þetta fólk sem hafi verið brotið á hér á landi og eigi á hættu skerðingu á réttindum sínum vegna þess að skyndilega hafi það ekki vinnu hjá fyrirtækjum Quang Le. Davíð Viðarsson, íslenskur karlmaður, lýsti samskiptum sínum við nafna sinn í síðustu vikum. Hvernig Davíð hefði farið til Víetnam árið 2004 og gifst konu sem reyndist vera ástkona Quang Le. Hún eignaðist tvö börn sem eru enn þann dag í dag skráð sem börnin hans. Þá kom honum í opna skjöldu þegar Quang Le tók upp nafnið Davíð Viðarsson í upphafi árs 2023. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Lögreglumál Tengdar fréttir Davíð Viðarsson þurfi að höfða mál til að skera úr um faðerni Veitingamaðurinn Quang Le er sakaður um að hafa platað félaga sinn til að giftast konu sem hann sjálfur eignaðist tvö börn með. Lögmaður segir manninn þurfa að höfða mál til að leiðrétta skráninguna en mikilvægt sé að börn séu rétt feðruð. 15. apríl 2024 21:00 Vilja Davíð, eiginkonu og bróður í tveggja vikna varðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar í dag að fara fram á að þrír sakborningar í mansalsmáli tengdu veitingastöðunum Pho Vietnam og þrifafyrirtækinu Vy-þrif verði úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þau hafa þegar setið inni í fimm vikur. 9. apríl 2024 11:32 Davíð lofaði bót og betrun en hélt uppteknum hætti Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu. 21. mars 2024 07:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild lögreglu, segir í samtali við fréttastofu að einangrun yfir þremenningunum verði aflétt. Farið verði fram á fjögurra vikna varðhald. Málið má rekja til þess þegar lögregla réðst í umfangsmiklar aðgerðir þann 5. mars á veitingastöðum og gistihúsum í eigu Davíðs. Herkastalinn í miðbæ Reykjavíkur er enn lokaður og það sama má segja um veitingastaðina Pho Vietnamese og Wok On. Grímur segir rannsókn málsins í fullum gangi, miði vel þótt hún sé flókin. Þetta er gríðarlega viðamikil rannsókn. Yfirheyrslur ganga hægt, þarf að túlka allt saman. Sakborningar eigi rétt á því að yfirheyrslur fari fram á þeirra móðurmáli. Þeir eru allir frá Víetnam eins og brotaþolarnir, fyrrverandi starfsfólk á veitingastöðum Quang Le. Grímur segist ekki vita til þess að brotaþolar í málinu hafi yfirgefið landið. Forsvarsmenn ASÍ hafa bent á að passa þurfi upp á þetta fólk sem hafi verið brotið á hér á landi og eigi á hættu skerðingu á réttindum sínum vegna þess að skyndilega hafi það ekki vinnu hjá fyrirtækjum Quang Le. Davíð Viðarsson, íslenskur karlmaður, lýsti samskiptum sínum við nafna sinn í síðustu vikum. Hvernig Davíð hefði farið til Víetnam árið 2004 og gifst konu sem reyndist vera ástkona Quang Le. Hún eignaðist tvö börn sem eru enn þann dag í dag skráð sem börnin hans. Þá kom honum í opna skjöldu þegar Quang Le tók upp nafnið Davíð Viðarsson í upphafi árs 2023. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Lögreglumál Tengdar fréttir Davíð Viðarsson þurfi að höfða mál til að skera úr um faðerni Veitingamaðurinn Quang Le er sakaður um að hafa platað félaga sinn til að giftast konu sem hann sjálfur eignaðist tvö börn með. Lögmaður segir manninn þurfa að höfða mál til að leiðrétta skráninguna en mikilvægt sé að börn séu rétt feðruð. 15. apríl 2024 21:00 Vilja Davíð, eiginkonu og bróður í tveggja vikna varðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar í dag að fara fram á að þrír sakborningar í mansalsmáli tengdu veitingastöðunum Pho Vietnam og þrifafyrirtækinu Vy-þrif verði úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þau hafa þegar setið inni í fimm vikur. 9. apríl 2024 11:32 Davíð lofaði bót og betrun en hélt uppteknum hætti Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu. 21. mars 2024 07:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Davíð Viðarsson þurfi að höfða mál til að skera úr um faðerni Veitingamaðurinn Quang Le er sakaður um að hafa platað félaga sinn til að giftast konu sem hann sjálfur eignaðist tvö börn með. Lögmaður segir manninn þurfa að höfða mál til að leiðrétta skráninguna en mikilvægt sé að börn séu rétt feðruð. 15. apríl 2024 21:00
Vilja Davíð, eiginkonu og bróður í tveggja vikna varðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar í dag að fara fram á að þrír sakborningar í mansalsmáli tengdu veitingastöðunum Pho Vietnam og þrifafyrirtækinu Vy-þrif verði úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þau hafa þegar setið inni í fimm vikur. 9. apríl 2024 11:32
Davíð lofaði bót og betrun en hélt uppteknum hætti Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu. 21. mars 2024 07:00