Árs bann fyrir árás á eftirlitsmann og þjálfarinn fékk líka bann Sindri Sverrisson skrifar 23. apríl 2024 11:30 Eftirlitsmaður leiksins féll í gólfið eftir að einn af leikmönnum Nexe ruddi honum niður. Skjáskot/Youtube Króatíska handknattleikssambandið hefur ákveðið að úrskurða Slóvenann Marko Bezjak í tólf mánaða bann vegna árásar hans á eftirlitsmann í toppslag Nexe og Zagreb í efstu deild Króatíu í handbolta, fyrr í þessum mánuði. Bezjak, sem spilar með Nexe, gekk harkalega utan í eftirlitsmanninn við hliðarlínuna þannig að hann féll í gólfið og endaði á sjúkrahúsi. Nexe-mönnum var heitt í hamsi vegna dómgæslunnar en upp úr sauð rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, þegar staðan var 16-9 fyrir Zagreb. Nexe hafði þá skorað mark úr hraðaupphlaupi en dómararnir voru búnir að dæma vítakast og tveggja mínútna brottvísun á leikmann Zagreb. Vítakastið var hins vegar aldrei tekið og leikurinn flautaður af vegna látanna sem fylgdu í kjölfarið. Bezjak hefur nú fengið eins árs bann og er það langþyngsti dómurinn vegna málsins. Þjálfarinn þekkti Veselin Vujovic, sem tók við Nexe í febrúar, fékk þriggja mánaða bann. Í gær var hins vegar tilkynnt að hann væri hættur sem þjálfari Nexe, eftir óvænt tap gegn RK Porec sem gerir að verkum að Nexe gæti endað í 3. sæti deildarinnar. Kreso Ivankovic, sem var aðstoðarþjálfari, mun stýra Nexe í síðsutu tveimur leikjum liðsins í deildinni og í undanúrslitum og mögulega úrslitaleik bikarkeppninnar. Andraz Velkavrh, leikmaður Nexe, fékk fjögurra leikja bann fyrir sinn þátt í látunum í leiknum við Zagreb. Félaginu sjálfu, Nexe, var hins vegar aðeins frefsað með 4.000 evru sekt, eða um 600.000 króna sekt, en ekki með stigafrádrætti. Liðinu var hins vegar dæmt 10-0 tap í leiknum við Zagreb sem aldrei var kláraður. Handbolti Tengdar fréttir Ruddi niður eftirlitsmanni sem endaði á sjúkrahúsi Hætta þurfti toppslag Nexe og Zagreb í króatísku úrvalsdeildinni í handbolta eftir að einn af leikmönnum Nexe gekk harkalega utan í eftirlitsmann leiksins sem féll í gólfið og endaði á sjúkrahúsi. 8. apríl 2024 11:32 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Bezjak, sem spilar með Nexe, gekk harkalega utan í eftirlitsmanninn við hliðarlínuna þannig að hann féll í gólfið og endaði á sjúkrahúsi. Nexe-mönnum var heitt í hamsi vegna dómgæslunnar en upp úr sauð rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, þegar staðan var 16-9 fyrir Zagreb. Nexe hafði þá skorað mark úr hraðaupphlaupi en dómararnir voru búnir að dæma vítakast og tveggja mínútna brottvísun á leikmann Zagreb. Vítakastið var hins vegar aldrei tekið og leikurinn flautaður af vegna látanna sem fylgdu í kjölfarið. Bezjak hefur nú fengið eins árs bann og er það langþyngsti dómurinn vegna málsins. Þjálfarinn þekkti Veselin Vujovic, sem tók við Nexe í febrúar, fékk þriggja mánaða bann. Í gær var hins vegar tilkynnt að hann væri hættur sem þjálfari Nexe, eftir óvænt tap gegn RK Porec sem gerir að verkum að Nexe gæti endað í 3. sæti deildarinnar. Kreso Ivankovic, sem var aðstoðarþjálfari, mun stýra Nexe í síðsutu tveimur leikjum liðsins í deildinni og í undanúrslitum og mögulega úrslitaleik bikarkeppninnar. Andraz Velkavrh, leikmaður Nexe, fékk fjögurra leikja bann fyrir sinn þátt í látunum í leiknum við Zagreb. Félaginu sjálfu, Nexe, var hins vegar aðeins frefsað með 4.000 evru sekt, eða um 600.000 króna sekt, en ekki með stigafrádrætti. Liðinu var hins vegar dæmt 10-0 tap í leiknum við Zagreb sem aldrei var kláraður.
Handbolti Tengdar fréttir Ruddi niður eftirlitsmanni sem endaði á sjúkrahúsi Hætta þurfti toppslag Nexe og Zagreb í króatísku úrvalsdeildinni í handbolta eftir að einn af leikmönnum Nexe gekk harkalega utan í eftirlitsmann leiksins sem féll í gólfið og endaði á sjúkrahúsi. 8. apríl 2024 11:32 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Ruddi niður eftirlitsmanni sem endaði á sjúkrahúsi Hætta þurfti toppslag Nexe og Zagreb í króatísku úrvalsdeildinni í handbolta eftir að einn af leikmönnum Nexe gekk harkalega utan í eftirlitsmann leiksins sem féll í gólfið og endaði á sjúkrahúsi. 8. apríl 2024 11:32