Barnshafandi eftir langt ferli sem tók á andlega Aron Guðmundsson skrifar 23. apríl 2024 08:00 Erin McLeod og Gunnhildur Yrsa eiga von á sínu fyrsta barni. Þær eru báðar samningsbundar Stjörnunni og fylgist Gunnhildur því með leikjum liðanna úr stúkunni í sumar. Vísir/Vilhelm Knattspyrnukonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og unnusta hennar Erin McLeod eiga von á sínu fyrsta barni saman. Gunnhildur greindi frá því á dögunum að hún væri barnshafandi og mun hún því ekki leika með Stjörnunni á yfirstandandi tímabili í Bestu deildinni. Ferlið að verða barnshafandi. Tók hins vegar lengri tíma en þær höfðu áætlað. Gunnhildur og Erin eru báðar samningsbundnar Stjörnunni. Gunnhildur, sem á að baki farsælan feril í atvinnumennsku sem og með íslenska landsliðinu, lagði landsliðsskóna á hilluna á síðasta ári. „Við vissum að við vildum verða foreldrar og fyrir svona tveimur árum byrjuðum við ferlið. Þetta var mjög erfitt ferli sem tók langan tíma,“ segir Gunnhildur Yrsa í samtali við Vísi en upplifunin var þvert á það sem Gunnhildur hafði talið að yrði raunveruleikinn. „Maður einhvern veginn hafði aldrei spáð í að það að verða ólétt myndi taka þennan tíma. Hugsaði þetta frekar á þá leið að þegar að ég vildi verða ólétt, þá yrði ég ólétt. Því miður varð það ekki raunin. Það var öðruvísi veruleiki en ég hafði áður kynnst á öðrum sviðum lífsins. Mín reynsla var sú að maður getur unnið fyrir hlutunum ef maður leggur hart að sér. Eins og á fótboltavellinum eða í skóla. Svona er hins vegar líkaminn. Maður þarf að taka því. Þessi tími tók á andlega. En það sem kannski hjálpaði okkur var hið góða stuðningsnet sem við eigum í kringum okkur.“ Raunveruleiki sem margir kannast við og alls ekki á vísan að róa þegar kemur að því að vera barnshafandi. Umræða sem er oft ekki á yfirborðinu. „Þess vegna held ég að það sér líka bara mikilvægt að ræða þetta. Ég einhvern veginn bjóst bara við að þetta myndi ganga upp í fyrstu tilraun. Að við yrðum bara alsælar strax og allt frábært. Það varð ekki raunin en á þessari vegferð hitti maður fólk sem var búið að ganga í gegnum það sama og við vorum að upplifa. View this post on Instagram A post shared by Gunny Jonsdottir (@gunnhilduryrsa) Það gaf okkur mikla von og um leið upplifðum við það að við værum ekki að standa einar í þessari baráttu. Ég held að það sé mjög mikilvægt að tala um sitt ferli. Þetta var kannski ekki auðvelt en í dag erum við hættar að hugsa um það. Loksins tókst þetta hjá okkur.“ „Hvort ég spili aftur veit ég ekki“ Og eru Gunnhildur og Erin skiljanlega spenntar fyrir framhaldinu og verðandi foreldrahlutverki. Erin spilaði um árabil með landsliði Kanada og á að baki yfir eitthundrað A-landsleiki. Vísir/Getty „Ég er komin í smá pásu frá fótbolta núna á meðan að Erin er enn að spila. Þetta verður því öðruvísi sumar fyrir mig á meðan að hún verður áfram inn á fótboltavellinum. Við verðum mikið upp í stúku.“ Gunnhildur lagði landsliðsskóna á hilluna á síðasta ári en er samningsbundin Stjörnunni. Hún er ekki reiðubúin að slá því föstu að leikmannaferillinn sé kominn á endastöð og hefur undanfarið, auk þess að vera leikmaður Stjörnunnar, starfað sem styrktar þjálfari íslenska kvennalandsliðsins auk þess sem hún sinnir fleiri verkefnum innan KSÍ.“ „Ég held ég fari út í þjálfun í framhaldinu. Bæði sem styrktar þjálfari en einnig sem þjálfari úti á vellinum. Hvort ég spili aftur veit ég ekki. Ég er náttúrulega þrjátíu og fimm ára núna og maður veit aldrei hvernig líkaminn bregst við því að vera óléttur og svo að eignast barn. Það verður bara að koma í ljós.“ Gunnhildur Yrsa og Erin eftir sigurleik með Stjörnunni.Vísir/Hulda Margrét „Persónulega held ég að ég muni aldrei gefa það út að ég ætli mér að hætta í fótbolta. Ég hef ekki löngun í að segja það að ég muni leggja skóna á hilluna. Maður veit aldrei hvort að maður taki eitt tímabil seinna á lífsleiðinni. En svo gæti alveg verið að ég spili aldrei aftur. Ég er ekki búin að taka neina ákvörðun. Þetta verður bara að koma í ljós.“ Það er kannski bara sterk vísbending um það hversu kær leikurinn er fyrir þér? „Já. Þótt að ég muni kannski aldrei spila aftur þá mun ég samt halda áfram að starfa í kringum leikinn með einhverjum hætti. Að leggja skóna á hilluna. Ég þjálfa nú alltaf í takkaskóm og held því að ég muni aldrei formlega leggja þá á hilluna. Mig langar að gefa til baka til leiksins sem að hefur gefið mér svo mikið.“ Í draumastarfinu Gunnhildur er himinlifandi í starfi sínu með íslenska landsliðinu og hjá KSÍ. „Draumastarf. Ég hef mikinn áhuga á styrktarþjálfun og fæ líka svo að vinna með grasrótinni. Það er frábært fólk hér og þar og ég er ótrúlega þakklát fyrir þetta tækifæri. Nú er bara tími fyrir mig til þess að sanna mig sem þjálfari í því starfi sem ég er í.“ En var ekkert erfitt fyrir hana að fara úr því að vera leikmaður landsliðsins yfir í að verða hluti af þjálfarateyminu? „Nei mér finnst þetta svo ótrúlega náttúrulegt. Kannski vegna þess að ég hafði svo lengi ímyndað mér að fara á endanum út í þjálfun. Kannski ekki með landsliðinu en hjá einhverju liði. Leikmennirnir og starfsmenn hafa verið svo ótrúlega frábær í því að taka á móti mér, hjálpa mér að koma mér fyrir í þessu hlutverki. Ég er full þakklætis fyrir það.“ Viðtalið við Gunnhildi Yrsu í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Gunnhildur Yrsa: Loksins tókst þetta hjá okkur KSÍ Stjarnan Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Körfubolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Fleiri fréttir Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjá meira
Gunnhildur og Erin eru báðar samningsbundnar Stjörnunni. Gunnhildur, sem á að baki farsælan feril í atvinnumennsku sem og með íslenska landsliðinu, lagði landsliðsskóna á hilluna á síðasta ári. „Við vissum að við vildum verða foreldrar og fyrir svona tveimur árum byrjuðum við ferlið. Þetta var mjög erfitt ferli sem tók langan tíma,“ segir Gunnhildur Yrsa í samtali við Vísi en upplifunin var þvert á það sem Gunnhildur hafði talið að yrði raunveruleikinn. „Maður einhvern veginn hafði aldrei spáð í að það að verða ólétt myndi taka þennan tíma. Hugsaði þetta frekar á þá leið að þegar að ég vildi verða ólétt, þá yrði ég ólétt. Því miður varð það ekki raunin. Það var öðruvísi veruleiki en ég hafði áður kynnst á öðrum sviðum lífsins. Mín reynsla var sú að maður getur unnið fyrir hlutunum ef maður leggur hart að sér. Eins og á fótboltavellinum eða í skóla. Svona er hins vegar líkaminn. Maður þarf að taka því. Þessi tími tók á andlega. En það sem kannski hjálpaði okkur var hið góða stuðningsnet sem við eigum í kringum okkur.“ Raunveruleiki sem margir kannast við og alls ekki á vísan að róa þegar kemur að því að vera barnshafandi. Umræða sem er oft ekki á yfirborðinu. „Þess vegna held ég að það sér líka bara mikilvægt að ræða þetta. Ég einhvern veginn bjóst bara við að þetta myndi ganga upp í fyrstu tilraun. Að við yrðum bara alsælar strax og allt frábært. Það varð ekki raunin en á þessari vegferð hitti maður fólk sem var búið að ganga í gegnum það sama og við vorum að upplifa. View this post on Instagram A post shared by Gunny Jonsdottir (@gunnhilduryrsa) Það gaf okkur mikla von og um leið upplifðum við það að við værum ekki að standa einar í þessari baráttu. Ég held að það sé mjög mikilvægt að tala um sitt ferli. Þetta var kannski ekki auðvelt en í dag erum við hættar að hugsa um það. Loksins tókst þetta hjá okkur.“ „Hvort ég spili aftur veit ég ekki“ Og eru Gunnhildur og Erin skiljanlega spenntar fyrir framhaldinu og verðandi foreldrahlutverki. Erin spilaði um árabil með landsliði Kanada og á að baki yfir eitthundrað A-landsleiki. Vísir/Getty „Ég er komin í smá pásu frá fótbolta núna á meðan að Erin er enn að spila. Þetta verður því öðruvísi sumar fyrir mig á meðan að hún verður áfram inn á fótboltavellinum. Við verðum mikið upp í stúku.“ Gunnhildur lagði landsliðsskóna á hilluna á síðasta ári en er samningsbundin Stjörnunni. Hún er ekki reiðubúin að slá því föstu að leikmannaferillinn sé kominn á endastöð og hefur undanfarið, auk þess að vera leikmaður Stjörnunnar, starfað sem styrktar þjálfari íslenska kvennalandsliðsins auk þess sem hún sinnir fleiri verkefnum innan KSÍ.“ „Ég held ég fari út í þjálfun í framhaldinu. Bæði sem styrktar þjálfari en einnig sem þjálfari úti á vellinum. Hvort ég spili aftur veit ég ekki. Ég er náttúrulega þrjátíu og fimm ára núna og maður veit aldrei hvernig líkaminn bregst við því að vera óléttur og svo að eignast barn. Það verður bara að koma í ljós.“ Gunnhildur Yrsa og Erin eftir sigurleik með Stjörnunni.Vísir/Hulda Margrét „Persónulega held ég að ég muni aldrei gefa það út að ég ætli mér að hætta í fótbolta. Ég hef ekki löngun í að segja það að ég muni leggja skóna á hilluna. Maður veit aldrei hvort að maður taki eitt tímabil seinna á lífsleiðinni. En svo gæti alveg verið að ég spili aldrei aftur. Ég er ekki búin að taka neina ákvörðun. Þetta verður bara að koma í ljós.“ Það er kannski bara sterk vísbending um það hversu kær leikurinn er fyrir þér? „Já. Þótt að ég muni kannski aldrei spila aftur þá mun ég samt halda áfram að starfa í kringum leikinn með einhverjum hætti. Að leggja skóna á hilluna. Ég þjálfa nú alltaf í takkaskóm og held því að ég muni aldrei formlega leggja þá á hilluna. Mig langar að gefa til baka til leiksins sem að hefur gefið mér svo mikið.“ Í draumastarfinu Gunnhildur er himinlifandi í starfi sínu með íslenska landsliðinu og hjá KSÍ. „Draumastarf. Ég hef mikinn áhuga á styrktarþjálfun og fæ líka svo að vinna með grasrótinni. Það er frábært fólk hér og þar og ég er ótrúlega þakklát fyrir þetta tækifæri. Nú er bara tími fyrir mig til þess að sanna mig sem þjálfari í því starfi sem ég er í.“ En var ekkert erfitt fyrir hana að fara úr því að vera leikmaður landsliðsins yfir í að verða hluti af þjálfarateyminu? „Nei mér finnst þetta svo ótrúlega náttúrulegt. Kannski vegna þess að ég hafði svo lengi ímyndað mér að fara á endanum út í þjálfun. Kannski ekki með landsliðinu en hjá einhverju liði. Leikmennirnir og starfsmenn hafa verið svo ótrúlega frábær í því að taka á móti mér, hjálpa mér að koma mér fyrir í þessu hlutverki. Ég er full þakklætis fyrir það.“ Viðtalið við Gunnhildi Yrsu í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Gunnhildur Yrsa: Loksins tókst þetta hjá okkur
KSÍ Stjarnan Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Körfubolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Fleiri fréttir Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjá meira