Í tilkynningu frá Senu Live kemur fram að sýningin sé einmitt það sem nafn hennar gefur til kynna, blanda af kómískum pælingum með tónlistarafbrigðum en fyrst og fremst uppistand. Sýningin fer fram laugardaginn 21. september hefst póstlistaforsala Senu Live á morgun kl. 9 en almenn sala hefst á miðvikudag kl. 9.
Fred Armisen hefur komið víða við á sínum ferli sem grínisti, rithöfundur, framleiðandi og tónlistarmaður. Fred er einn af heilunum á bakvið Portlandia, lék Uncle Fester í Netflix þáttunum Wednesday, trommari og hljómsveitarstjórnandi Late Night with Seth Meyers og einn aðalleikara Saturday Night Live í ellefu ár.
Þá hefur Fred leikið í ótal grínmyndum og þáttum sem margir muna eflaust eftir. Þar má nefna Eurotrip, The Dictator, 30 Rock, Parks and Recreation, Brooklyn Nine-Nine, New Girl, Broad City, Curb Your Enthusiasm og svo lengi mætti telja.