Innlent

Skjálfti 3,1 að stærð út af Reykja­nes­tá

Atli Ísleifsson skrifar
Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfar skjálftans klukkan 4:54.
Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfar skjálftans klukkan 4:54. Veðurstofan

Skjálfti 3,1 að stærð varð rétt út af Reykjanestá klukkan 04:54 í morgun. Nokkrir minni skjálftar hafa svo fylgt í kjölfarið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni þar sem segir að engin merki séu um að órói fylgi þessari virkni.

„Jarðskjálftahrinur á þessu svæði eru vel þekktar. Í jarðskjálftahrinu í ágúst 2023 mældist stærsti skjálftinn 4,5 að stærð í október árið 2022 var skjálfti af stærð 4,4.

Skjálfti af stærð 4,8 varð í júlí 2015 og skjálfti af stærð 4,7 varð í nóvember 2019.

Engar tilkynningar hafa borist um að hans hafi verið vart við í byggð,“ segir á vef Veðurstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×