Varaþingmaður segir sig úr Samfylkingunni eftir flokksstjórnarfund Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. apríl 2024 13:48 Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir hefur gegnt störfum fyrir flokkinn í áratug. Vísir/Arnar Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir aðjúnkt og varaþingmaður Samfylkingarinnar hefur ákveðið að segja sig úr flokknum og í leiðinni segja af sér varaþingmennsku og öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Ástæðuna segir hún vera sífellt minnkandi áherslu flokksins á mannréttindamál. Inga greinir frá þessu í Facebook færslu. Þar segir hún mannréttindi grunngildi jafnaðarstefnunnar og forsendu lýðræðis og frelsi einstaklingsins. „Á undanförnu ári hefur mér þótt Samfylkingin sofna á verðinum í veigamiklum mannréttindamálum. Ég hef aldrei ætlast til þess að þau séu stærsta og eina málið, heldur einfaldlega að þau séu með. Í bylgju hinsegin hatursorðræðu og ofbeldis voru engin viðbrögð frá flokknum,“ segir í færslu Ingu. Hún segir frá fundi þegar Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra Útvarps Sögu var boðið að tala á fundi hjá flokknum og viðkvæðið hefði verið „Við erum á leið út úr bergmálshellinum“. Inga segir útvarpsstöðina básúna hatursorðræðu gegn hinsegin fólki og innflytjendum og að hún og fleira hinsegin fólk innan flokksins hafi þurft að útskýra að líf þeirra og réttindi gætu aldrei verið til umræðu. „Að lokum var hætt við fundinn, en kveðjurnar í kjölfarið voru ekki hlýjar,“ segir í færslu Ingu. „Vinnubrögð sem ég man ekki eftir“ Þá segist hún hafi komið að því að skrifa ályktun fyrir flokksstjórnarfund Samfylkingarinnar sem fjallar um stöðu innflytjenda og umsækjanda um alþjóðlega vernd og mikilvægi þeirra fyrir íslenskt samfélag. „Rót tillögunnar er aukin útlendingaandúð í íslensku samfélagi, í kjölfar mikillar hörku ríkisstjórnarinnar. Það er nauðsynlegt er að bregðast við og ávarpa þessa ógnvekjandi þróun. Enginn þáttur þessarar hóflegu ályktunar er í ósamræmi við stefnu flokksins og ummæli forystufólks,“ segir Inga og að það sé hlutverk flokksstjórnar að álykta um málefni líðandi stundar. Eins og fram hefur komið var ákveðið að samþykkja ekki tillöguna heldur að vísa henni til lokaðs málefnahóps til umfjöllunar, en Inga segir að í hann hafi aðeins ákveðnir flokksmenn fengið boð um þátttöku. Uppfært: Í samtali við Vísi segir Ólafur Kjaran, aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur formanns flokksins, að málefnahópurinn sé opinn öllum flokksmönnum. „Þetta eru vinnubrögð sem ég man ekki eftir á þeim áratug sem ég hef verið virk innan flokksins. Það sama er uppi á teningnum í öðrum málaflokkum þar sem stefnubreytingar sem unnar eru í lokuðum hópum sérfræðinga eru kynntar en eru ekki til umræðu,“ segir Inga. Þá segir hún að fyrir fundinn hafi tæplega þrjátíu manns skrifað undir bréf til þingflokksins sem hvatti til þess að leggjast gegn hinum svokölluðu „lokuðu búsetuúrræðum“ og þrengja að rétti til fjölskyldusameininga, sem ríkisstjórnin boðar. „Frumvarpið hefur verið gagnrýnt af 20 mannréttindasamtökum á Íslandi, en þingmenn flokksins hafa sagt opinberlega að þeir styðji meginmarkmið frumvarpsins. Það er mikið áhyggjuefni,“ segir í færslu Ingu. Tveir fyrrverandi formenn sagt henni að halda sig til hlés Inga segir að hún og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi og fyrrverandi formaður Samtakanna 78, hafi sent opið bréf til að minna hjarta jafnaðarstefnunnar, mannréttindi. „Í kjölfarið fengum við tvo fyrrum formenn flokksins upp á afturfæturna og vorum beðnar um að halda okkur til hlés,“ segir Inga. „Ég hef verið með með hnút í maganum síðast liðið ár. Mannréttindi eru reiptog og Samfylkingin hefur látið sinn enda á jörðina. Afleiðingarnar verða miklar fyrir fólk sem tilheyrir jaðarsettum hópum. Þetta er einn þáttur af mörgum sem valda því að ég þarf, eftir langan aðdraganda innan flokksins, að segja mig frá starfi Samfylkingarinnar. Þetta er erfið ákvörðun eftir að hafa lagt nótt við dag fyrir jafnaðarstefnuna, en hún er rétt. Ég mun því segja af mér varaþingmennsku og öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn,“ segir loks í færslunni. Fleiri óánægðir Sabine Leskopf borgarfulltrúi Samfylkingarinnar greindi frá því í Faceook færslu í gærkvöldi að hún væri sorgmædd að ályktunin, sem hún lagði fram, hafi verið vísað til nefndar í stað þess að greitt hafi verið um hana atkvæði. Sabine sagðist vera sorgmædd en stolt af sínu framlagi og að hún harmi það að flokkurinn skuli ekki hafa treyst sér að greiða atkvæði með ályktuninni. Gunnar Hörður Garðarsson félagi í Samfylkingunni til tólf ára tjáði sig um ályktunina á Facebook í gær. Hann sagði fullkomlega bugandi að sjá forystu sterkrar Samfylkingar koma sér hjá því að eiga efnislegt samtal um tillöguna á vettvangi flokksstjórnar og vísa henni í málefnastarf til frekari umræðu. „Ég er satt að segja niðurbrotinn yfir þessari niðurstöðu, að jafnaðarmenn hafi ekki dug til að standa í lappirnar og styðja minnihlutahópa sem eiga undir höggi að sækja þegar þörf er á,“ segir í færslu Gunnars, en hana má sjá í heild sinni hér að neðan. Samfylkingin Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Kristrún varar við kæruleysi Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvatti félagsmenn til að ganga sameinuð til verka. Hún hvatti þau til að vera þolinmóð, skipulögð og öguð og til þess að sýna almenningi að Samfylkingin geti unnið samkvæmt áætlun. Á sama tíma megi þau ekki verða kærulaus. 20. apríl 2024 16:51 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Inga greinir frá þessu í Facebook færslu. Þar segir hún mannréttindi grunngildi jafnaðarstefnunnar og forsendu lýðræðis og frelsi einstaklingsins. „Á undanförnu ári hefur mér þótt Samfylkingin sofna á verðinum í veigamiklum mannréttindamálum. Ég hef aldrei ætlast til þess að þau séu stærsta og eina málið, heldur einfaldlega að þau séu með. Í bylgju hinsegin hatursorðræðu og ofbeldis voru engin viðbrögð frá flokknum,“ segir í færslu Ingu. Hún segir frá fundi þegar Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra Útvarps Sögu var boðið að tala á fundi hjá flokknum og viðkvæðið hefði verið „Við erum á leið út úr bergmálshellinum“. Inga segir útvarpsstöðina básúna hatursorðræðu gegn hinsegin fólki og innflytjendum og að hún og fleira hinsegin fólk innan flokksins hafi þurft að útskýra að líf þeirra og réttindi gætu aldrei verið til umræðu. „Að lokum var hætt við fundinn, en kveðjurnar í kjölfarið voru ekki hlýjar,“ segir í færslu Ingu. „Vinnubrögð sem ég man ekki eftir“ Þá segist hún hafi komið að því að skrifa ályktun fyrir flokksstjórnarfund Samfylkingarinnar sem fjallar um stöðu innflytjenda og umsækjanda um alþjóðlega vernd og mikilvægi þeirra fyrir íslenskt samfélag. „Rót tillögunnar er aukin útlendingaandúð í íslensku samfélagi, í kjölfar mikillar hörku ríkisstjórnarinnar. Það er nauðsynlegt er að bregðast við og ávarpa þessa ógnvekjandi þróun. Enginn þáttur þessarar hóflegu ályktunar er í ósamræmi við stefnu flokksins og ummæli forystufólks,“ segir Inga og að það sé hlutverk flokksstjórnar að álykta um málefni líðandi stundar. Eins og fram hefur komið var ákveðið að samþykkja ekki tillöguna heldur að vísa henni til lokaðs málefnahóps til umfjöllunar, en Inga segir að í hann hafi aðeins ákveðnir flokksmenn fengið boð um þátttöku. Uppfært: Í samtali við Vísi segir Ólafur Kjaran, aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur formanns flokksins, að málefnahópurinn sé opinn öllum flokksmönnum. „Þetta eru vinnubrögð sem ég man ekki eftir á þeim áratug sem ég hef verið virk innan flokksins. Það sama er uppi á teningnum í öðrum málaflokkum þar sem stefnubreytingar sem unnar eru í lokuðum hópum sérfræðinga eru kynntar en eru ekki til umræðu,“ segir Inga. Þá segir hún að fyrir fundinn hafi tæplega þrjátíu manns skrifað undir bréf til þingflokksins sem hvatti til þess að leggjast gegn hinum svokölluðu „lokuðu búsetuúrræðum“ og þrengja að rétti til fjölskyldusameininga, sem ríkisstjórnin boðar. „Frumvarpið hefur verið gagnrýnt af 20 mannréttindasamtökum á Íslandi, en þingmenn flokksins hafa sagt opinberlega að þeir styðji meginmarkmið frumvarpsins. Það er mikið áhyggjuefni,“ segir í færslu Ingu. Tveir fyrrverandi formenn sagt henni að halda sig til hlés Inga segir að hún og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi og fyrrverandi formaður Samtakanna 78, hafi sent opið bréf til að minna hjarta jafnaðarstefnunnar, mannréttindi. „Í kjölfarið fengum við tvo fyrrum formenn flokksins upp á afturfæturna og vorum beðnar um að halda okkur til hlés,“ segir Inga. „Ég hef verið með með hnút í maganum síðast liðið ár. Mannréttindi eru reiptog og Samfylkingin hefur látið sinn enda á jörðina. Afleiðingarnar verða miklar fyrir fólk sem tilheyrir jaðarsettum hópum. Þetta er einn þáttur af mörgum sem valda því að ég þarf, eftir langan aðdraganda innan flokksins, að segja mig frá starfi Samfylkingarinnar. Þetta er erfið ákvörðun eftir að hafa lagt nótt við dag fyrir jafnaðarstefnuna, en hún er rétt. Ég mun því segja af mér varaþingmennsku og öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn,“ segir loks í færslunni. Fleiri óánægðir Sabine Leskopf borgarfulltrúi Samfylkingarinnar greindi frá því í Faceook færslu í gærkvöldi að hún væri sorgmædd að ályktunin, sem hún lagði fram, hafi verið vísað til nefndar í stað þess að greitt hafi verið um hana atkvæði. Sabine sagðist vera sorgmædd en stolt af sínu framlagi og að hún harmi það að flokkurinn skuli ekki hafa treyst sér að greiða atkvæði með ályktuninni. Gunnar Hörður Garðarsson félagi í Samfylkingunni til tólf ára tjáði sig um ályktunina á Facebook í gær. Hann sagði fullkomlega bugandi að sjá forystu sterkrar Samfylkingar koma sér hjá því að eiga efnislegt samtal um tillöguna á vettvangi flokksstjórnar og vísa henni í málefnastarf til frekari umræðu. „Ég er satt að segja niðurbrotinn yfir þessari niðurstöðu, að jafnaðarmenn hafi ekki dug til að standa í lappirnar og styðja minnihlutahópa sem eiga undir höggi að sækja þegar þörf er á,“ segir í færslu Gunnars, en hana má sjá í heild sinni hér að neðan.
Samfylkingin Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Kristrún varar við kæruleysi Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvatti félagsmenn til að ganga sameinuð til verka. Hún hvatti þau til að vera þolinmóð, skipulögð og öguð og til þess að sýna almenningi að Samfylkingin geti unnið samkvæmt áætlun. Á sama tíma megi þau ekki verða kærulaus. 20. apríl 2024 16:51 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Kristrún varar við kæruleysi Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvatti félagsmenn til að ganga sameinuð til verka. Hún hvatti þau til að vera þolinmóð, skipulögð og öguð og til þess að sýna almenningi að Samfylkingin geti unnið samkvæmt áætlun. Á sama tíma megi þau ekki verða kærulaus. 20. apríl 2024 16:51