„Björninn er ekki unninn þó við séum komnir með sex stig“ Hinrik Wöhler skrifar 20. apríl 2024 19:19 Rúnar Kristinsson (til hægri) á hliðarlínunni í leik dagsins. vísir / anton brink Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, sigraði sína gömlu lærisveina í KR á AVIS-vellinum í dag. Leikurinn var hluti af þriðju umferð Bestu deildar karla og þrátt fyrir afar haustlegar aðstæður í Laugardal þá var létt yfir Rúnari eftir leik. „Tilfinningin er stórkostleg, það er ekkert skemmtilegra en að vinna fótboltaleiki og það breytir engu við hverja maður er að spila,“ sagði Rúnar skömmu eftir leik. Rúnar lék og þjálfaði KR um árabil og var þetta í fyrsta skiptið sem hann stýrir liði á móti KR á Íslandsmóti. Er tilfinningin öðruvísi að sigra sitt gamla félag? „Jú, kannski einhvers staðar innst inni en ég er náttúrulega bara í vinnu hjá Fram. Mitt líf snýst um að halda starfinu og gera vel, vinna fótboltaleiki og styðja við allt starfið hjá Fram. Við höfum stórkostlega áhorfendur sem koma í dag og studdu okkur. Hverfið er búið að flykkjast á bak við okkur og við erum bara reyna að svara kallinu og standa okkur. Strákarnir eru búnir að leggja inn ofboðslega vinnu og það sást í síðasta leik á móti Víkingum sem við fengum ekkert út úr. Aftur í dag á móti KR erum við mjög öflugir þegar við nennum því og menn nenna að hlaupa,“ sagði Rúnar en hann tók við þjálfun Fram fyrir þetta tímabil. „Hvorki KR né Víkingar hafa náð opna okkur“ Rúnar kemur með nýjar áherslur í Úlfarsárdalinn og virðist hafa náð að skapa sterka liðsheild meðal leikmanna sinna en liðið hefur sigrað tvo leiki í fyrstu þremur umferðunum. „Við erum að reyna skapa trú á verkefnið og menn trúa því að þetta sé hægt í þessu leikkerfi. Þetta getur verið sókndjarft kerfi þegar við vinnum boltann en líka varnarsinnað þegar við erum ekki með hann. Hvorki KR né Víkingar hafa náð opna okkur að einhverju ráði í síðustu tveimur leikjum og við vonandi getum haldið því áfram.“ „Við viljum passa boltann aðeins betur þegar við getum, það sást í fyrstu sóknunum og fyrsta hálftímann þá vorum við frábærir. Héldum boltanum vel og létum KR-inga hlaupa. Þegar þeir fengu hann þá féllum við vel niður og vörðumst þar. Síðasta korterið í fyrri hálfleik og stóran hluta í seinni þá eru veðuraðstæður þannig að það er erfitt að setja boltann niður og við erum undir mikilli pressu að halda markinu hreinu og knýja fram sigur sem tókst. Við áttum ágætis upphlaup og mögulega að bæta í,“ sagði Rúnar. Hafa aðeins fengið eitt mark á sig Ólíkt síðasta tímabili þá er varnarleikur Fram afar skipulagður og gefur fá færi á sér en liðið er aðeins búið að fá á sig eitt mark á tímabilinu. „Við erum búnir að fá okkur eitt mark í fyrstu þremur leikjum og halda tvisvar sinnum hreinu sem Fram tókst aðeins einu sinni allt síðasta keppnistímabil. Þannig við erum að vinna í þessum hlutum og erum að reyna laga það og vonandi getum haldið áfram að gera það. Björninn er ekki unninn þó við séum komnir með sex stig og halda tvisvar hreinu, við þurfum að halda áfram og mótið er mjög langt og strangt.“ Fram hefur verið að spila á ungum leikmönnum og var markaskorari leiksins í dag, Freyr Sigurðsson, aðeins átján ára gamall. „Við eigum eftir að fá leikmenn inn, Hlyn Magnússon og Brynjar Gauta. Ungu strákarnir eru að standa sig, setja pressu á mig og eldri strákana sem eru inn á. Eins og í dag, þá var aldrei spurning að leyfa Frey að spila sem er búinn að vera frábær í vetur og hæfileikaríkur strákur, það er bara glæsilegt afrek að skora sigurmarkið,“ sagði Rúnar að lokum. Besta deild karla Fram Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
„Tilfinningin er stórkostleg, það er ekkert skemmtilegra en að vinna fótboltaleiki og það breytir engu við hverja maður er að spila,“ sagði Rúnar skömmu eftir leik. Rúnar lék og þjálfaði KR um árabil og var þetta í fyrsta skiptið sem hann stýrir liði á móti KR á Íslandsmóti. Er tilfinningin öðruvísi að sigra sitt gamla félag? „Jú, kannski einhvers staðar innst inni en ég er náttúrulega bara í vinnu hjá Fram. Mitt líf snýst um að halda starfinu og gera vel, vinna fótboltaleiki og styðja við allt starfið hjá Fram. Við höfum stórkostlega áhorfendur sem koma í dag og studdu okkur. Hverfið er búið að flykkjast á bak við okkur og við erum bara reyna að svara kallinu og standa okkur. Strákarnir eru búnir að leggja inn ofboðslega vinnu og það sást í síðasta leik á móti Víkingum sem við fengum ekkert út úr. Aftur í dag á móti KR erum við mjög öflugir þegar við nennum því og menn nenna að hlaupa,“ sagði Rúnar en hann tók við þjálfun Fram fyrir þetta tímabil. „Hvorki KR né Víkingar hafa náð opna okkur“ Rúnar kemur með nýjar áherslur í Úlfarsárdalinn og virðist hafa náð að skapa sterka liðsheild meðal leikmanna sinna en liðið hefur sigrað tvo leiki í fyrstu þremur umferðunum. „Við erum að reyna skapa trú á verkefnið og menn trúa því að þetta sé hægt í þessu leikkerfi. Þetta getur verið sókndjarft kerfi þegar við vinnum boltann en líka varnarsinnað þegar við erum ekki með hann. Hvorki KR né Víkingar hafa náð opna okkur að einhverju ráði í síðustu tveimur leikjum og við vonandi getum haldið því áfram.“ „Við viljum passa boltann aðeins betur þegar við getum, það sást í fyrstu sóknunum og fyrsta hálftímann þá vorum við frábærir. Héldum boltanum vel og létum KR-inga hlaupa. Þegar þeir fengu hann þá féllum við vel niður og vörðumst þar. Síðasta korterið í fyrri hálfleik og stóran hluta í seinni þá eru veðuraðstæður þannig að það er erfitt að setja boltann niður og við erum undir mikilli pressu að halda markinu hreinu og knýja fram sigur sem tókst. Við áttum ágætis upphlaup og mögulega að bæta í,“ sagði Rúnar. Hafa aðeins fengið eitt mark á sig Ólíkt síðasta tímabili þá er varnarleikur Fram afar skipulagður og gefur fá færi á sér en liðið er aðeins búið að fá á sig eitt mark á tímabilinu. „Við erum búnir að fá okkur eitt mark í fyrstu þremur leikjum og halda tvisvar sinnum hreinu sem Fram tókst aðeins einu sinni allt síðasta keppnistímabil. Þannig við erum að vinna í þessum hlutum og erum að reyna laga það og vonandi getum haldið áfram að gera það. Björninn er ekki unninn þó við séum komnir með sex stig og halda tvisvar hreinu, við þurfum að halda áfram og mótið er mjög langt og strangt.“ Fram hefur verið að spila á ungum leikmönnum og var markaskorari leiksins í dag, Freyr Sigurðsson, aðeins átján ára gamall. „Við eigum eftir að fá leikmenn inn, Hlyn Magnússon og Brynjar Gauta. Ungu strákarnir eru að standa sig, setja pressu á mig og eldri strákana sem eru inn á. Eins og í dag, þá var aldrei spurning að leyfa Frey að spila sem er búinn að vera frábær í vetur og hæfileikaríkur strákur, það er bara glæsilegt afrek að skora sigurmarkið,“ sagði Rúnar að lokum.
Besta deild karla Fram Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira