Blöskrar fordómafull ummæli um pabba sinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2024 19:14 Álfrún lengst til hægri ásamt fjölskyldu Baldurs og Felix. Álfrún Perla Baldursdóttir, dóttir Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda, segir að sér hafi blöskrað ummæli og almenn leiðindi byggð á fordómum í kosningabaráttunni. Þetta segir Áfrún í pistli á Facebook. Baldur er giftur Felix Bergssyni og yrði fyrsti þjóðkjörni samkynhneigði forsetinn nái hann kjöri. Álfrún vísar til þess þegar hún var á tónleikum í Háskólabíó í sjöunda bekk þegar einhver sagðist ekki nenna að hlusta á homma syngja. „Ég var að fara að snúa mér við þegar tvær vinkonur mínar voru fyrri til og sögðu pollrólegar - „Veistu hvað hommi er?“ Strákurinn var ekki með okkur í skóla og bjóst ekki við þessu. Hann fór alveg hjá sér og svaraði vandræðalega að hann vissi það sko alveg! Þær svöruðu þá um hæl, „og hvað er þá svona slæmt við það að hlusta á homma syngja?““ Álfrún segist frá því hún muni eftir sér hafa spurt þessarar spurningar á róló, á skólalóðinni og í Kringlunni. „Þegar ég byrjaði á þessu voru krakkarnir sem ég talaði við svo ungir að þeir vissu ekki einu sinni hvað hommi var og þess vegna varð þessi spurning til,“ segir Álfrún. „Þegar við vorum komnar í 7. bekk voru því sárafáir sem töluðu með þessum hætti í Vesturbæjarskóla og langt síðan ég hafði heyrt þetta síðast. Ég man svo vel eftir þessu augnabliki í Háskólabíó, ekki útaf því að mér blöskraði hvað strákurinn sagði, heldur út af því hvað ég var glöð að það voru fleiri farnir að grípa boltann.“ Í þessari kosningabáráttu hafi henni hins vegar blöskrað ansi oft yfir kommentum og almennum leiðindum byggðum á fordómum. Álfrún deilir ummælum Facebook-notenda sem birtir mynd af Baldri og Felix að kyssast, og hefur greinilega engan áhuga á því að sjá karlmenn kyssast. Fleiri grípi boltann „Við þennan mann langar mig að segja - hvað er svona slæmt við það að elska hvorn annan svona mikið? Ég vona innilega að fleiri leggi okkur lið, eins og vinkonur mínar gerðu fyrir nokkrum árum í Háskólabíói. Grípum boltann og leyfum ekki ljótum ummælum í fermingaveislum, á kassanum í Bónus eða á íþróttavellinum að lifa ósvöruðum.“ Hún segir fólk ekkert þurfa að ætla að kjóssa pabbana á Bessastaði til að taka þátt. „En við þurfum sýna þeim sem láta svona ummmæli falla að við búum í einu frjálslyndasta samfélagi heimsins. Þar sem það er í lagi að elska. Biðjum fólk að hlusta á málefnin og tala af virðingu - aðgát skal höfð í nærveru sálar. Það eru ekki bara við fjölskyldan sem sjáum þetta, heldur heilt hinsegin samfélag og ungmenni um allt land.“ Forsetakosningar 2024 Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Baldur er giftur Felix Bergssyni og yrði fyrsti þjóðkjörni samkynhneigði forsetinn nái hann kjöri. Álfrún vísar til þess þegar hún var á tónleikum í Háskólabíó í sjöunda bekk þegar einhver sagðist ekki nenna að hlusta á homma syngja. „Ég var að fara að snúa mér við þegar tvær vinkonur mínar voru fyrri til og sögðu pollrólegar - „Veistu hvað hommi er?“ Strákurinn var ekki með okkur í skóla og bjóst ekki við þessu. Hann fór alveg hjá sér og svaraði vandræðalega að hann vissi það sko alveg! Þær svöruðu þá um hæl, „og hvað er þá svona slæmt við það að hlusta á homma syngja?““ Álfrún segist frá því hún muni eftir sér hafa spurt þessarar spurningar á róló, á skólalóðinni og í Kringlunni. „Þegar ég byrjaði á þessu voru krakkarnir sem ég talaði við svo ungir að þeir vissu ekki einu sinni hvað hommi var og þess vegna varð þessi spurning til,“ segir Álfrún. „Þegar við vorum komnar í 7. bekk voru því sárafáir sem töluðu með þessum hætti í Vesturbæjarskóla og langt síðan ég hafði heyrt þetta síðast. Ég man svo vel eftir þessu augnabliki í Háskólabíó, ekki útaf því að mér blöskraði hvað strákurinn sagði, heldur út af því hvað ég var glöð að það voru fleiri farnir að grípa boltann.“ Í þessari kosningabáráttu hafi henni hins vegar blöskrað ansi oft yfir kommentum og almennum leiðindum byggðum á fordómum. Álfrún deilir ummælum Facebook-notenda sem birtir mynd af Baldri og Felix að kyssast, og hefur greinilega engan áhuga á því að sjá karlmenn kyssast. Fleiri grípi boltann „Við þennan mann langar mig að segja - hvað er svona slæmt við það að elska hvorn annan svona mikið? Ég vona innilega að fleiri leggi okkur lið, eins og vinkonur mínar gerðu fyrir nokkrum árum í Háskólabíói. Grípum boltann og leyfum ekki ljótum ummælum í fermingaveislum, á kassanum í Bónus eða á íþróttavellinum að lifa ósvöruðum.“ Hún segir fólk ekkert þurfa að ætla að kjóssa pabbana á Bessastaði til að taka þátt. „En við þurfum sýna þeim sem láta svona ummmæli falla að við búum í einu frjálslyndasta samfélagi heimsins. Þar sem það er í lagi að elska. Biðjum fólk að hlusta á málefnin og tala af virðingu - aðgát skal höfð í nærveru sálar. Það eru ekki bara við fjölskyldan sem sjáum þetta, heldur heilt hinsegin samfélag og ungmenni um allt land.“
Forsetakosningar 2024 Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent