Kristrún varar við kæruleysi Lovísa Arnardóttir skrifar 20. apríl 2024 16:51 Flokksstjórn Samfylkingarinnar fundar um helgina á Laugabakka. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvatti félagsmenn til að ganga sameinuð til verka. Hún hvatti þau til að vera þolinmóð, skipulögð og öguð og til þess að sýna almenningi að Samfylkingin geti unnið samkvæmt áætlun. Á sama tíma megi þau ekki verða kærulaus. Hún sagði helsta vandamál ríkisstjórnarinnar vera óreiðu og að Samfylkingin ætti ekki að taka þátt í slíku. Þetta, og margt annað, sagði Kristrún í ræðu sinni á flokksstjórnarþingi Samfylkingarinnar sem haldið er á Laugabakka um helgina. „Við verðum ekki ein í ríkisstjórn ef við hljótum umboðið, sama hversu vel við mælumst þessa dagana. Og við vitum að til að ná árangri í næstu ríkisstjórn, þurfum við að vera skýr á því hvar við drögum línu í sandinn og hvar við getum gefið eftir. Við þurfum að vinna saman og vinna með öðrum flokkum – vera öguð og kunna að ganga í takt,“ sagði Kristrún í ræðu sinni. Þau komi saman á þingi til að stilla saman sína strengi svo þau geti verið samstillt á næsta kjörtímabili. „Félagar, flokksstjórn. Það er mikið í húfi. Fólkið í landinu er að horfa til okkar. Væntingarnar eru miklar, væntingar sem við viljum og verðum að standa undir, kæru félagar. Við megum ekki bregðast þessu fólki núna. Það er bara of mikið í húfi – fyrir of marga; of langur tími af of litlum árangri í íslenskum stjórnmálum.“ Kristrún snerti á bæði verkefnunum sem fram undan eru og þeim sem þau hafa verið að takast á við. Hún sagði áríðandi að minna sig á það á hverjum degi af hverju hún sé í stjórnmálum. „Byrjum á því að hugsa til fólks sem við þekkjum úr daglegu lífi – sem ber von í brjósti; um að við náum þeim árangri sem við höfum einsett okkur að ná. Þetta er alls konar fólk og það getur haft alls konar ólíkur ástæður fyrir því að vona, en á það sameiginlegt að það reiðir sig á að við stöndum okkur í stykkinu – og rísum undir ábyrgð okkar,“ sagði Kristrún. Hún sagði fjölda fólks, um allt land, sem horfi með von til Samfylkingarinnar og leyfi sér að vona að þeim takist að endurreisa velferðarkerfið, lyfta innviðum landsins og „rífa hlutina í gang og koma Íslandi aftur á rétta braut.“ Hún sagði mikilvægt að bregðast fólki ekki en ítrekaði að þátttaka þeirra í stjórnmálum snerist ekki um að vinna leik. Heldur snerist hún um samfélagið sem þau vilji búa í. Hún sagði mikilvægt að hver félagsmaður beri ábyrgð á verkefninu og sagðist í þessu samhengi mest óttast kæruleysi. „Kæra flokksstjórn, ég segi þetta núna – ekki vegna þess að okkur hafi ekki gengið vel upp á síðkastið – heldur einmitt vegna þess að okkur hefur gengið vel. Og það sem ég óttast mest á þessum tímapunkti er kæruleysi; að við förum að taka einhverju sem gefnu sem er svo órafjarri því að vera sjálfgefið – eins og við ættum að vita af fenginni reynslu. En eftir heilt ár af fylgiskönnunum þar sem Samfylkingin mælist langstærsti stjórnmálaflokkurinn þá er þetta raunveruleg ógn: að kæruleysið læðist aftan að okkur og eyðileggi allt. Það má ekki gerast. Enda er ekkert í hendi og við höfum bara enga innistæðu fyrir því að vera kærulaus, eða vanmeta valdaflokkana sem við ætlum okkur að leysa af hólmi eftir næstu kosningar,“ sagði Kristrún. Kristrún fór að því loknu yfir verkefni flokksins. Fjallað um kröfur flokksins og talaðu um samgöngumál, orkumál, uppbyggingu innviða og efnahags- og velferðarmálin. Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Hún sagði helsta vandamál ríkisstjórnarinnar vera óreiðu og að Samfylkingin ætti ekki að taka þátt í slíku. Þetta, og margt annað, sagði Kristrún í ræðu sinni á flokksstjórnarþingi Samfylkingarinnar sem haldið er á Laugabakka um helgina. „Við verðum ekki ein í ríkisstjórn ef við hljótum umboðið, sama hversu vel við mælumst þessa dagana. Og við vitum að til að ná árangri í næstu ríkisstjórn, þurfum við að vera skýr á því hvar við drögum línu í sandinn og hvar við getum gefið eftir. Við þurfum að vinna saman og vinna með öðrum flokkum – vera öguð og kunna að ganga í takt,“ sagði Kristrún í ræðu sinni. Þau komi saman á þingi til að stilla saman sína strengi svo þau geti verið samstillt á næsta kjörtímabili. „Félagar, flokksstjórn. Það er mikið í húfi. Fólkið í landinu er að horfa til okkar. Væntingarnar eru miklar, væntingar sem við viljum og verðum að standa undir, kæru félagar. Við megum ekki bregðast þessu fólki núna. Það er bara of mikið í húfi – fyrir of marga; of langur tími af of litlum árangri í íslenskum stjórnmálum.“ Kristrún snerti á bæði verkefnunum sem fram undan eru og þeim sem þau hafa verið að takast á við. Hún sagði áríðandi að minna sig á það á hverjum degi af hverju hún sé í stjórnmálum. „Byrjum á því að hugsa til fólks sem við þekkjum úr daglegu lífi – sem ber von í brjósti; um að við náum þeim árangri sem við höfum einsett okkur að ná. Þetta er alls konar fólk og það getur haft alls konar ólíkur ástæður fyrir því að vona, en á það sameiginlegt að það reiðir sig á að við stöndum okkur í stykkinu – og rísum undir ábyrgð okkar,“ sagði Kristrún. Hún sagði fjölda fólks, um allt land, sem horfi með von til Samfylkingarinnar og leyfi sér að vona að þeim takist að endurreisa velferðarkerfið, lyfta innviðum landsins og „rífa hlutina í gang og koma Íslandi aftur á rétta braut.“ Hún sagði mikilvægt að bregðast fólki ekki en ítrekaði að þátttaka þeirra í stjórnmálum snerist ekki um að vinna leik. Heldur snerist hún um samfélagið sem þau vilji búa í. Hún sagði mikilvægt að hver félagsmaður beri ábyrgð á verkefninu og sagðist í þessu samhengi mest óttast kæruleysi. „Kæra flokksstjórn, ég segi þetta núna – ekki vegna þess að okkur hafi ekki gengið vel upp á síðkastið – heldur einmitt vegna þess að okkur hefur gengið vel. Og það sem ég óttast mest á þessum tímapunkti er kæruleysi; að við förum að taka einhverju sem gefnu sem er svo órafjarri því að vera sjálfgefið – eins og við ættum að vita af fenginni reynslu. En eftir heilt ár af fylgiskönnunum þar sem Samfylkingin mælist langstærsti stjórnmálaflokkurinn þá er þetta raunveruleg ógn: að kæruleysið læðist aftan að okkur og eyðileggi allt. Það má ekki gerast. Enda er ekkert í hendi og við höfum bara enga innistæðu fyrir því að vera kærulaus, eða vanmeta valdaflokkana sem við ætlum okkur að leysa af hólmi eftir næstu kosningar,“ sagði Kristrún. Kristrún fór að því loknu yfir verkefni flokksins. Fjallað um kröfur flokksins og talaðu um samgöngumál, orkumál, uppbyggingu innviða og efnahags- og velferðarmálin.
Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira