Taska stútfull af milljónum króna enn ófundin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. apríl 2024 11:45 Þjófarnir búnir að brjótast inn í lítinn sendiferðabíl Öryggismiðstöðvarinnar og að flytja peningatöskurnar inn í Toyota Yaris bílinn. Tvær fullar af peningum og fimm tómar. Ein af töskunum sjö sem þjófarnir í Hamraborg höfðu á brott með sér úr sendiferðabíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir tæpum fjórum vikum er ófundin. Sú var stúfull af peningum. Talið er að þjófarnir hafi haft upp úr krafsinu á milli tuttugu til þrjátíu milljónir króna þegar þeir brutust inn í bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborginni í Kópavogi. Lögregla segist vita upp á krónu hve miklum fjármunum var stolið en að svo stöddu verði upphæðin ekki gefin út með nákvæmari hætti. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru nýbúnir að tæma spilakassana hjá Videomarkaðnum í Hamraborg. Starfsmennirnir keyrðu yfir götuna, lögðu bílnum beint fyrir framan innganginn á veitingastaðnum Catalinu og skildu bílinn eftir mannlausan. Myndband af þjófnaðinum var sýnt í fréttum Stöðvar 2 í gær. Á rúmum þrjátíu sekúndum brutust þjófarnir inn í bílinn, tóku sjö töskur og brunuðu í burtu. Tvær taskanna voru stútfullar af peningum en fimm þeirra tómar. Fyrstu fregnir af málinu hermdu að allar töskurnar sjö hefðu fundist en svo er ekki. „Þjófarnir höfðu með sér sjö töskur, þar af eru sex fundnar. Það þýðir að ein er ófundin.“ Þetta segir Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson rannsóknarlögreglumaður. Töskurnar sex fundust á nokkrum stöðum í Mosfellsbæ. Búið var opna þær með slípirokk og skilja þær eftir tómar. Aðalsteinn Örn segir vísbendingar um að litasprengjur í töskunum hafi sprungið og biður fólk um að hafa auga með peningaseðlum með bláum merkjum. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson segir rannsókn lögreglu í fullum gangi. Hann hvetur fólk til að hafa augun hjá sér varðandi blámerkta peningaseðla og sömuleiðis gráan Toyota Yaris.Vísir/EinarÁrna Samkvæmt heimildum fréttastofu er taskan sem er ófundin önnur af peningatöskunum tveimur sem má áætla að hafi innihaldið á bilinu 10-15 milljónir króna úr spilakössunum í Videomarkaðnum. Rannsókn er í fullum gangi að sögn Aðalsteins sem fylgir eftir vísbendingum og ætlar sér að leysa málið. „Að eðlisfari er ég bjartsýnn maður. Við getum státað af því hér á Íslandi að við erum með hátt skor í að upplýsa mál, við viljum hafa það þannig og við gerum okkar besta.“ Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Myndband sýnir þjófana í Hamraborg hafa lítið fyrir hlutunum Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn. 18. apríl 2024 19:15 Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. 8. apríl 2024 12:11 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Talið er að þjófarnir hafi haft upp úr krafsinu á milli tuttugu til þrjátíu milljónir króna þegar þeir brutust inn í bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborginni í Kópavogi. Lögregla segist vita upp á krónu hve miklum fjármunum var stolið en að svo stöddu verði upphæðin ekki gefin út með nákvæmari hætti. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru nýbúnir að tæma spilakassana hjá Videomarkaðnum í Hamraborg. Starfsmennirnir keyrðu yfir götuna, lögðu bílnum beint fyrir framan innganginn á veitingastaðnum Catalinu og skildu bílinn eftir mannlausan. Myndband af þjófnaðinum var sýnt í fréttum Stöðvar 2 í gær. Á rúmum þrjátíu sekúndum brutust þjófarnir inn í bílinn, tóku sjö töskur og brunuðu í burtu. Tvær taskanna voru stútfullar af peningum en fimm þeirra tómar. Fyrstu fregnir af málinu hermdu að allar töskurnar sjö hefðu fundist en svo er ekki. „Þjófarnir höfðu með sér sjö töskur, þar af eru sex fundnar. Það þýðir að ein er ófundin.“ Þetta segir Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson rannsóknarlögreglumaður. Töskurnar sex fundust á nokkrum stöðum í Mosfellsbæ. Búið var opna þær með slípirokk og skilja þær eftir tómar. Aðalsteinn Örn segir vísbendingar um að litasprengjur í töskunum hafi sprungið og biður fólk um að hafa auga með peningaseðlum með bláum merkjum. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson segir rannsókn lögreglu í fullum gangi. Hann hvetur fólk til að hafa augun hjá sér varðandi blámerkta peningaseðla og sömuleiðis gráan Toyota Yaris.Vísir/EinarÁrna Samkvæmt heimildum fréttastofu er taskan sem er ófundin önnur af peningatöskunum tveimur sem má áætla að hafi innihaldið á bilinu 10-15 milljónir króna úr spilakössunum í Videomarkaðnum. Rannsókn er í fullum gangi að sögn Aðalsteins sem fylgir eftir vísbendingum og ætlar sér að leysa málið. „Að eðlisfari er ég bjartsýnn maður. Við getum státað af því hér á Íslandi að við erum með hátt skor í að upplýsa mál, við viljum hafa það þannig og við gerum okkar besta.“
Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Myndband sýnir þjófana í Hamraborg hafa lítið fyrir hlutunum Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn. 18. apríl 2024 19:15 Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. 8. apríl 2024 12:11 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Myndband sýnir þjófana í Hamraborg hafa lítið fyrir hlutunum Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn. 18. apríl 2024 19:15
Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. 8. apríl 2024 12:11