Víða rigning og slydda en ljúfasta veður í næstu viku Atli Ísleifsson skrifar 19. apríl 2024 07:09 Gera má ráð fyrir rigningu eða slyddu sunnan- og vestantil í dag. Vísir/Vilhelm Breytinga er að vænta í veðurlagi í dag en þegar líður á daginn mun ganga í ákveðna suðaustanátt með rigningu eða slyddu á láglendi á sunnan- og vestanverðu landinu. Það mun hlýna í veðri, en það mun þó taka tíma fyrir sunnanáttina að blása kuldanum burt af landinu. Á Hellisheiði og í Þrengslum er spáð snjókomu og 10 til 13 metrar á sekúndu frá því um klukkan 15 í dag og fram á kvöld, þegar hlánar. Sömu sögu er að segja af Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Um tíma undir kvöld einnig á Snæfellsnesi og á sunnanverðum Vestfjörðum, segir í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Á vef Veðurstofunnar segir að á morgun sé sunnanátt í kortunum, víða stinningskaldi eða allhvass vindur eftir hádegi. „Búast má við súld og rigningu og mjög þungbúnu veðri og bætir í rigninguna á vestanverðu landinu seinnipartinn. Þurrara á Norður og Austurlandi og hærra undir skýin. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast í hnjúkaþey norðan- og austanlands. Samfara svona hlýindum ryðja ár og lækir sig gjarnan en víða á norðurhelmingi landsins eru vatnsfarvegir ísi lagðir á meðan vel flestar ár eru opnar sunnan heiða. Stundum myndast klakastíflur sem geta valdið staðbundnum flóðum og jafnvel haft áhrif á vegi, ræsi og brýr. Sama á við ræsi og niðurföll í þéttbýli þar sem það á við, þar þarf að hreina frá svo vatn komist greiðlega í burtu. Á sunnudag styttir upp og snýst í suðvestanátt, sem verður allhvöss á norðanverðu landinu, en hægari sunnantil. Hitinn þokast aftur niðurávið. Ef rýnt er í spár lengra fram í tímann virðist sem í byrjun næstu viku eigi að vera hið ljúfasta veður, hægur vindur og bjart veður víða um land. Þokkarlegar hitatölur yfir daginn, eða 5 til 12 stig, hlýjast á Suðurlandi,“ segir í tilkynningunni. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Vaxandi sunnanátt, 10-18 m/s síðdegis. Súld og rigning, en hægari vindur og úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast á Norður- og Austurlandi. Á sunnudag: Suðvestan 8-13, en 13-18 á norðanverðu landinu. Víða þurrt og bjart veður. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast austanlands. Á mánudag og þriðjudag: Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt. Víða léttskýjað, en skýjað með köflum við vesturströndina. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast á Suðurlandi. Á miðvikudag: Austan og suðaustan 3-8 og bjartviðri, en 8-13 við suðurströndina og lítilsháttar væta þar. Hiti 4 til 10 stig. Á fimmtudag: Fremur hæg norðaustlæg átt og bjartviðri, en skýjað norðaustantil á landinu. Hiti frá frostmarki norðaustanlands, upp í 9 stig á Suðvesturlandi. Veður Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Sjá meira
Á Hellisheiði og í Þrengslum er spáð snjókomu og 10 til 13 metrar á sekúndu frá því um klukkan 15 í dag og fram á kvöld, þegar hlánar. Sömu sögu er að segja af Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Um tíma undir kvöld einnig á Snæfellsnesi og á sunnanverðum Vestfjörðum, segir í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Á vef Veðurstofunnar segir að á morgun sé sunnanátt í kortunum, víða stinningskaldi eða allhvass vindur eftir hádegi. „Búast má við súld og rigningu og mjög þungbúnu veðri og bætir í rigninguna á vestanverðu landinu seinnipartinn. Þurrara á Norður og Austurlandi og hærra undir skýin. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast í hnjúkaþey norðan- og austanlands. Samfara svona hlýindum ryðja ár og lækir sig gjarnan en víða á norðurhelmingi landsins eru vatnsfarvegir ísi lagðir á meðan vel flestar ár eru opnar sunnan heiða. Stundum myndast klakastíflur sem geta valdið staðbundnum flóðum og jafnvel haft áhrif á vegi, ræsi og brýr. Sama á við ræsi og niðurföll í þéttbýli þar sem það á við, þar þarf að hreina frá svo vatn komist greiðlega í burtu. Á sunnudag styttir upp og snýst í suðvestanátt, sem verður allhvöss á norðanverðu landinu, en hægari sunnantil. Hitinn þokast aftur niðurávið. Ef rýnt er í spár lengra fram í tímann virðist sem í byrjun næstu viku eigi að vera hið ljúfasta veður, hægur vindur og bjart veður víða um land. Þokkarlegar hitatölur yfir daginn, eða 5 til 12 stig, hlýjast á Suðurlandi,“ segir í tilkynningunni. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Vaxandi sunnanátt, 10-18 m/s síðdegis. Súld og rigning, en hægari vindur og úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast á Norður- og Austurlandi. Á sunnudag: Suðvestan 8-13, en 13-18 á norðanverðu landinu. Víða þurrt og bjart veður. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast austanlands. Á mánudag og þriðjudag: Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt. Víða léttskýjað, en skýjað með köflum við vesturströndina. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast á Suðurlandi. Á miðvikudag: Austan og suðaustan 3-8 og bjartviðri, en 8-13 við suðurströndina og lítilsháttar væta þar. Hiti 4 til 10 stig. Á fimmtudag: Fremur hæg norðaustlæg átt og bjartviðri, en skýjað norðaustantil á landinu. Hiti frá frostmarki norðaustanlands, upp í 9 stig á Suðvesturlandi.
Veður Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Sjá meira