Bað Caitlin Clark afsökunar á karlrembunni í sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2024 08:00 Caitlin Clark sendi hjarta til fjölskyldu sinnar eftir einn leikinn hjá Iowa skólanum. Getty/David K Purdy Blaðamaður í nýrri heimaborg körfuboltastjörnunnar Caitlin Clark hefur beðist afsökunar á hátterni sínu og segir hegðun sína á fyrsta blaðamannafundi körfuboltakonunnar hafa verið heimskulega. Clark var valin fyrst í nýliðavalinu af liði Indiana Fever. Hún er einn vinsælasti íþróttamaður Bandaríkjanna í dag og hefur gjörbylt áhuga á kvennakörfubolta í Bandaríkjunum. Nú er komið að því að færa sig úr háskólaboltanum yfir í WNBA atvinnumannadeildina. Á fyrsta blaðamannafundi hennar sem leikmaður Indiana Fever fékk hún mjög furðuleg skilaboð frá Gregg Doyel, blaðamanni Indianapolis Stars blaðsins. Reporter: Caitlin Clark: "You like that?"Reporter: "I like that you're here."Caitlin: "Yeah, I do that at my family after every game. Reporter: "Start doing it to me and we'll get along just fine." Caitlin: (via @IndianaFever / YT)pic.twitter.com/BBjU881K7a— ClutchPoints (@ClutchPoints) April 17, 2024 Blaðamaðurinn bjó til hjarta úr höndum sínum á fundinum en það er eitthvað sem Clark er vön að gera í átt að fjölskyldu sinni á leikjum. „Ertu hrifinn af þessu,“ spurði Clark á móti. „Ég er hrifinn af því að þú sért komin hingað,“ sagði Gregg Doyel. „Ég geri þetta fyrir fjölskyldu mína eftir hvern leik,“ sagði Clark „Byrjaðu á því að sýna mér hjarta og okkar samskipti verða ávalt góð,“ sagði Gregg Doyel. Man, Gregg Doyel is such a weirdo. He was referring to Caitlin Clark's gesture in this exchange. She's gonna have a restraining order against him by the end of the preseason. pic.twitter.com/Nx8w3x9WbD— Joshua Sánchez (@jnsanchez) April 17, 2024 Clark varð skiljanlega vandræðaleg og undrandi á þessum orðum blaðamannsins. Doyel fékk skiljanlega líka mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum og var kallaður bæði karlremba og öfuguggi meira að segja stundum bæði í einu. Kollegar hans í hinum fjölmiðlum landsins voru einnig harðorðir. Gregg Doyel baðst afsökunar á samfélagmiðlinum X. „Í dag bauð ég Caitlin Clark velkomna til Indy með mínum einstaka og heimskulega hætti eða með því að mynda hjarta með höndunum mínum. Orð mín á eftir voru klúðursleg og óviðeigandi. Ég biðst innilega afsökunar á þeim,“ skrifaði Doyel. Hann lofaði líka að bæta ráð sitt og gera betur í framtíðinni. Dave Portnoy blasts pervert Indy Star columnist Gregg Doyel for creepy Caitlin Clark exchange https://t.co/1Kh5MNG8zs pic.twitter.com/x7FDJnyZbF— New York Post (@nypost) April 19, 2024 WNBA Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Clark var valin fyrst í nýliðavalinu af liði Indiana Fever. Hún er einn vinsælasti íþróttamaður Bandaríkjanna í dag og hefur gjörbylt áhuga á kvennakörfubolta í Bandaríkjunum. Nú er komið að því að færa sig úr háskólaboltanum yfir í WNBA atvinnumannadeildina. Á fyrsta blaðamannafundi hennar sem leikmaður Indiana Fever fékk hún mjög furðuleg skilaboð frá Gregg Doyel, blaðamanni Indianapolis Stars blaðsins. Reporter: Caitlin Clark: "You like that?"Reporter: "I like that you're here."Caitlin: "Yeah, I do that at my family after every game. Reporter: "Start doing it to me and we'll get along just fine." Caitlin: (via @IndianaFever / YT)pic.twitter.com/BBjU881K7a— ClutchPoints (@ClutchPoints) April 17, 2024 Blaðamaðurinn bjó til hjarta úr höndum sínum á fundinum en það er eitthvað sem Clark er vön að gera í átt að fjölskyldu sinni á leikjum. „Ertu hrifinn af þessu,“ spurði Clark á móti. „Ég er hrifinn af því að þú sért komin hingað,“ sagði Gregg Doyel. „Ég geri þetta fyrir fjölskyldu mína eftir hvern leik,“ sagði Clark „Byrjaðu á því að sýna mér hjarta og okkar samskipti verða ávalt góð,“ sagði Gregg Doyel. Man, Gregg Doyel is such a weirdo. He was referring to Caitlin Clark's gesture in this exchange. She's gonna have a restraining order against him by the end of the preseason. pic.twitter.com/Nx8w3x9WbD— Joshua Sánchez (@jnsanchez) April 17, 2024 Clark varð skiljanlega vandræðaleg og undrandi á þessum orðum blaðamannsins. Doyel fékk skiljanlega líka mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum og var kallaður bæði karlremba og öfuguggi meira að segja stundum bæði í einu. Kollegar hans í hinum fjölmiðlum landsins voru einnig harðorðir. Gregg Doyel baðst afsökunar á samfélagmiðlinum X. „Í dag bauð ég Caitlin Clark velkomna til Indy með mínum einstaka og heimskulega hætti eða með því að mynda hjarta með höndunum mínum. Orð mín á eftir voru klúðursleg og óviðeigandi. Ég biðst innilega afsökunar á þeim,“ skrifaði Doyel. Hann lofaði líka að bæta ráð sitt og gera betur í framtíðinni. Dave Portnoy blasts pervert Indy Star columnist Gregg Doyel for creepy Caitlin Clark exchange https://t.co/1Kh5MNG8zs pic.twitter.com/x7FDJnyZbF— New York Post (@nypost) April 19, 2024
WNBA Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum