Hinn 27 ára gamli Hergeir skrifar undir tveggja ára samning við Hauka. Hann kemur frá Stjörnunni en er uppalinn á Selfossi og varð Íslandsmeistari með liðinu vorið 2019 eftir spennandi rimmu við Hauka.
Hergeir lék með yngri landsliðum Íslands og hefur verið í lykilhlutverki hjá Stjörnunni undanfarin ár.
Haukar féllu úr leik í úrslitakeppni Olís-deildarinnar eftir að tapa báðum leikjum sínum gegn ÍBV í 8-liða úrslitum.