Lét leikmenn Tindastóls heyra það: Fólk hérna á þetta ekki skilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2024 08:31 Grindvíkingar hafa fengið mikið af troðslum, sniðskotum og opnum þriggja stiga skotum í einvíginu á móti Tindastól. Vísir/Vilhelm Titilvörn Tindastóls hefur verið ein sú lélegasta í sögunni og aðeins algjör hugarfarsbreyting og söguleg endurkoma getur bjargað úrslitakeppninni hjá liðinu. Kannski væri góð byrjun að hlusta aðeins á sérfræðing Körfuboltakvölds. Tindastólsliðið er 2-0 undir í einvígi sínu á móti Grindavík eftir tap á heimavelli í öðrum leiknum. Aðeins sigur í Smáranum annað kvöld kemur í veg fyrir snemmbúið sumarfrí hjá Stólunum. Stólarnir hentu leiknum frá sér í fyrri hálfleik og frábær fjórði leikhluti gerði ekkert annað en að bjarga andlitinu þegar stefndi í stórtap. Fengu á sig 64 stig í fyrri hálfleik á heimavelli Körfuboltakvöld mætti í Síkið á Sauðárkróki og fylgdist vel með öðrum leik liðanna. Í hálfleik, þegar Grindavík var búið að skora 64 stig gegn aðeins 41 stigi frá heimamönnum í Tindastóls þá fannst Herði Unnsteinssyni, sérfræðingi í Subway Körfuboltakvöldi, kominn tími á það að láta stjörnurnar í Tindastólsliðinu heyra það. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Hörður lét Stólana heyra það „Varnarframmistaða Tindastóls er hræðileg. Þeir spila letilega skiptivörn þar sem þeir skipta á fyrstu hindrun. Svo ef einhver kemst inn í miðjuna, guð hjálpi þeim. Þá er hjálparvörnin of sein og Grindvíkingar velja um það að skora annað hvort beint úr sniðskoti eða taka opið þriggja stiga skot í horninu,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, en svo var komið að Herði. Búið að vera skelfilegt „Alveg frá byrjun varnarinnar þá er þetta búið að vera skelfilegt í rauninni,“ sagði Hörður. „Þeir eru búnir að labba framhjá nánast hverjum einasta manni sem er fyrir framan þá og þá sérstaklega Dedrick Basile,“ sagði Hörður. Hörður Unnsteinsson.S2 Sport „Ómar minnist á þessa skiptivörn en skiptivörnin er herfileg. Skiptivörn er latasta form af vörn því það auðveldasta sem þú getur gert er að skipta á boltahindrunum. Það verður að vera, ekki fara svona fake orka, það verður að vera sjálfbær orka allan tímann í vörninni,“ sagði Hörður. „Það er ofboðslega erfitt að sitja hérna og gagnrýna þjálfarana Helga (Frey Margeirsson) og Svavar (Atla Birgisson) fyrir þá stöðu sem þeir eru í. Hérna verða bara leikmennirnir að taka smá ábyrgð. Vissulega er leikplanið ekki gott. Þeir eru búnir að fá á sig 64 stig og þrjátíu plús stig í tveimur leikhlutum í röð,“ sagði Hörður. Verið að borga þeim mikinn pening „Þetta eru leikmennirnir inn á vellinum, sem er verið að borga mikinn pening, reyndir leikmenn sem hafa unnið titil. Þeir verða að taka smá ábyrgð á sjálfum sér inn á vellinum. Ekki bara væla yfir því að það sé svo lélegt gameplan,“ sagði Hörður. „Þetta er bara ömurleg frammistaða sem þetta fólk hér í húsinu á ekki skilið að vera að horfa á. Ég væri brjálaður ef ég væri Skagfirðingur í húsinu,“ sagði Hörður. Þriðji leikur liðanna er annað kvöld í Smáranum. Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira
Tindastólsliðið er 2-0 undir í einvígi sínu á móti Grindavík eftir tap á heimavelli í öðrum leiknum. Aðeins sigur í Smáranum annað kvöld kemur í veg fyrir snemmbúið sumarfrí hjá Stólunum. Stólarnir hentu leiknum frá sér í fyrri hálfleik og frábær fjórði leikhluti gerði ekkert annað en að bjarga andlitinu þegar stefndi í stórtap. Fengu á sig 64 stig í fyrri hálfleik á heimavelli Körfuboltakvöld mætti í Síkið á Sauðárkróki og fylgdist vel með öðrum leik liðanna. Í hálfleik, þegar Grindavík var búið að skora 64 stig gegn aðeins 41 stigi frá heimamönnum í Tindastóls þá fannst Herði Unnsteinssyni, sérfræðingi í Subway Körfuboltakvöldi, kominn tími á það að láta stjörnurnar í Tindastólsliðinu heyra það. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Hörður lét Stólana heyra það „Varnarframmistaða Tindastóls er hræðileg. Þeir spila letilega skiptivörn þar sem þeir skipta á fyrstu hindrun. Svo ef einhver kemst inn í miðjuna, guð hjálpi þeim. Þá er hjálparvörnin of sein og Grindvíkingar velja um það að skora annað hvort beint úr sniðskoti eða taka opið þriggja stiga skot í horninu,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, en svo var komið að Herði. Búið að vera skelfilegt „Alveg frá byrjun varnarinnar þá er þetta búið að vera skelfilegt í rauninni,“ sagði Hörður. „Þeir eru búnir að labba framhjá nánast hverjum einasta manni sem er fyrir framan þá og þá sérstaklega Dedrick Basile,“ sagði Hörður. Hörður Unnsteinsson.S2 Sport „Ómar minnist á þessa skiptivörn en skiptivörnin er herfileg. Skiptivörn er latasta form af vörn því það auðveldasta sem þú getur gert er að skipta á boltahindrunum. Það verður að vera, ekki fara svona fake orka, það verður að vera sjálfbær orka allan tímann í vörninni,“ sagði Hörður. „Það er ofboðslega erfitt að sitja hérna og gagnrýna þjálfarana Helga (Frey Margeirsson) og Svavar (Atla Birgisson) fyrir þá stöðu sem þeir eru í. Hérna verða bara leikmennirnir að taka smá ábyrgð. Vissulega er leikplanið ekki gott. Þeir eru búnir að fá á sig 64 stig og þrjátíu plús stig í tveimur leikhlutum í röð,“ sagði Hörður. Verið að borga þeim mikinn pening „Þetta eru leikmennirnir inn á vellinum, sem er verið að borga mikinn pening, reyndir leikmenn sem hafa unnið titil. Þeir verða að taka smá ábyrgð á sjálfum sér inn á vellinum. Ekki bara væla yfir því að það sé svo lélegt gameplan,“ sagði Hörður. „Þetta er bara ömurleg frammistaða sem þetta fólk hér í húsinu á ekki skilið að vera að horfa á. Ég væri brjálaður ef ég væri Skagfirðingur í húsinu,“ sagði Hörður. Þriðji leikur liðanna er annað kvöld í Smáranum.
Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira