„Ólýsanleg stund“ fyrir Elínu Láru sem hljóp við hlið Ólympíueldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2024 09:00 Elín Lára Reynisdóttir í hópnum sem hljóp saman með Ólympíueldinn. Elín Lára Ísland átti fulltrúa þegar hlaupið var af stað með Ólympíueldinn í Ólympíu í Grikklandi í vikunni. Elín Lára Reynisdóttir segir þessa stund hafa gefið sér mikið. Það styttist óðum í Ólympíuleikana í París sem fara fram í júlí og ágúst í sumar og eins og vanalega er byrjað að hlaupa með Ólympíueldinn um það bil hundrað dögum fyrir setningarhátíðina. Elín Lára Reynisdóttir, lengst til hægri, með nokkrum samnemendum sínum sem koma víðs vegar að úr heiminum.Elín Lára Fyrstu Ólympíuleikarnir fóru fram í Aþenu í Grikklandi 1896 og í minningu uppruna nútíma Ólympíuleika er eldurinn er tendraður í bænum Ólympíu í Grikklandi. Einungis má tendra eldinn með geislum sólar. Ný útgáfa af kyndli er gerð fyrir hverja Ólympíuleika og hver kyndilberi heldur á sínum kyndli, sem hann notar til að tendra kyndilinn hjá þeim hlaupara er tekur við, loginn má aldrei slökkna. Það er síðan hlaupið með eldinn út um allan heim og alla leið til gestgjafaborgar Ólympíuleikanna sem að þessu sinni er París. Ísland átti eins og áður sagði fulltrúa þegar byrjað var að hlaupa með Ólympíueldinn í Grikklandi. Hún heitir Elín Lára Reynisdóttir og er meistaranámi hjá Ólympíuakademíunni á fullum styrk frá Ólympíusambandinu. Elín var reyndar ekki opinber kyndilberi heldur hljóp hún með skólastjóra sínum sem er Kostas Georgiadis. Hefur tekið þátt mörgum sinnum „Skólastjórinn okkar, Kostas Georgiadis, var valinn til þess að hlaupa en hann hefur tekið þátt í hlaupinu mörgum sinnum. Kostas bauð okkur meistaranemunum og kennaranum, sem hefur verið með okkur þessa vikuna, að hlaupa með honum,“ sagði Elín Lára. Elín Lára er í meistaranámi hjá Ólympíuakademíunni í Grikklandi.Elín Lára „Við hlupum því alls fimmtán manns saman í Zacharo og skiptumst við á að hlaupa samhliða Ólympíueldinum. Við hlupum ekki langt, kannski tvö hundruð metra, en á þessum tímapunkti í hlaupinu er skipt um hlaupara með mjög stuttu millibili,“ sagði Elín. Í náminu með henni eru fólk frá ellefu löndum eða Barein, Grikklandi, Hvíta-Rússlandi, Indlandi, Íran, Jórdaníu, Kína, Lúxemborg , Mexíkó, Portúgal og Tælandi. „Við vissum frá upphafi námsins að við yrðum hér í Ólympíu þegar að eldurinn yrði kveiktur en vissum ekki að við fengjum að hlaupa með nema með nokkurra daga fyrirvara,“ sagði Elín. Hún segir að upplifun hafi verið mikil fyrir sig enda á kafi í námi tengdu Ólympíuleikunum. Fögnuðu eins og við hefðum verið að sigra heiminn „Ég held að ekkert okkar hafi gert sér grein fyrir því hvað þetta yrði mögnuð tilfinning og svo helltust tilfinningarnar yfir okkur eftir að við afhentum eldinn til næsta hlaupara. Á síðustu metrunum hljóp stór hópur af unglingum út á götuna með okkur og fögnuðu þessu eins og við hefðum verið að sigra heiminn,“ sagði Elín. „Þetta hljómar kannski ómerkilegt fyrir sumum en fyrir okkur sem lifum og hrærumst í þessum Ólympíuheimi var þetta ólýsanleg stund þar sem við fengum bókstaflega að vera hluti af sögunni sem við lærum um á hverjum degi. Að fá að deila þessu með bekkjarfélögunum og hundruðum Grikkja sem flykkjast út á göturnar til þess að heiðra eigin sögu er minning sem ég mun aldrei gleyma,“ sagði Elín. Ólympíuleikar 2024 í París Grikkland Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjá meira
Það styttist óðum í Ólympíuleikana í París sem fara fram í júlí og ágúst í sumar og eins og vanalega er byrjað að hlaupa með Ólympíueldinn um það bil hundrað dögum fyrir setningarhátíðina. Elín Lára Reynisdóttir, lengst til hægri, með nokkrum samnemendum sínum sem koma víðs vegar að úr heiminum.Elín Lára Fyrstu Ólympíuleikarnir fóru fram í Aþenu í Grikklandi 1896 og í minningu uppruna nútíma Ólympíuleika er eldurinn er tendraður í bænum Ólympíu í Grikklandi. Einungis má tendra eldinn með geislum sólar. Ný útgáfa af kyndli er gerð fyrir hverja Ólympíuleika og hver kyndilberi heldur á sínum kyndli, sem hann notar til að tendra kyndilinn hjá þeim hlaupara er tekur við, loginn má aldrei slökkna. Það er síðan hlaupið með eldinn út um allan heim og alla leið til gestgjafaborgar Ólympíuleikanna sem að þessu sinni er París. Ísland átti eins og áður sagði fulltrúa þegar byrjað var að hlaupa með Ólympíueldinn í Grikklandi. Hún heitir Elín Lára Reynisdóttir og er meistaranámi hjá Ólympíuakademíunni á fullum styrk frá Ólympíusambandinu. Elín var reyndar ekki opinber kyndilberi heldur hljóp hún með skólastjóra sínum sem er Kostas Georgiadis. Hefur tekið þátt mörgum sinnum „Skólastjórinn okkar, Kostas Georgiadis, var valinn til þess að hlaupa en hann hefur tekið þátt í hlaupinu mörgum sinnum. Kostas bauð okkur meistaranemunum og kennaranum, sem hefur verið með okkur þessa vikuna, að hlaupa með honum,“ sagði Elín Lára. Elín Lára er í meistaranámi hjá Ólympíuakademíunni í Grikklandi.Elín Lára „Við hlupum því alls fimmtán manns saman í Zacharo og skiptumst við á að hlaupa samhliða Ólympíueldinum. Við hlupum ekki langt, kannski tvö hundruð metra, en á þessum tímapunkti í hlaupinu er skipt um hlaupara með mjög stuttu millibili,“ sagði Elín. Í náminu með henni eru fólk frá ellefu löndum eða Barein, Grikklandi, Hvíta-Rússlandi, Indlandi, Íran, Jórdaníu, Kína, Lúxemborg , Mexíkó, Portúgal og Tælandi. „Við vissum frá upphafi námsins að við yrðum hér í Ólympíu þegar að eldurinn yrði kveiktur en vissum ekki að við fengjum að hlaupa með nema með nokkurra daga fyrirvara,“ sagði Elín. Hún segir að upplifun hafi verið mikil fyrir sig enda á kafi í námi tengdu Ólympíuleikunum. Fögnuðu eins og við hefðum verið að sigra heiminn „Ég held að ekkert okkar hafi gert sér grein fyrir því hvað þetta yrði mögnuð tilfinning og svo helltust tilfinningarnar yfir okkur eftir að við afhentum eldinn til næsta hlaupara. Á síðustu metrunum hljóp stór hópur af unglingum út á götuna með okkur og fögnuðu þessu eins og við hefðum verið að sigra heiminn,“ sagði Elín. „Þetta hljómar kannski ómerkilegt fyrir sumum en fyrir okkur sem lifum og hrærumst í þessum Ólympíuheimi var þetta ólýsanleg stund þar sem við fengum bókstaflega að vera hluti af sögunni sem við lærum um á hverjum degi. Að fá að deila þessu með bekkjarfélögunum og hundruðum Grikkja sem flykkjast út á göturnar til þess að heiðra eigin sögu er minning sem ég mun aldrei gleyma,“ sagði Elín.
Ólympíuleikar 2024 í París Grikkland Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjá meira