Segir peningaverðlaun á ÓL vera andstæð Ólympíuandanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2024 16:01 Jamaísku spretthlauparnir Elaine Thompson-Herah og Shelly-Ann Fraser-Pryce fagna gulli sem þær unnu á síðustu Ólympíuleikum. Getty/Tim Clayton Alþjóða frjálsíþróttasambandið ætlar að borga gullverðlaunahöfum á Ólympíuleikunum í París í sumar í peningum og þeim þykir heiðurinn eða gullverðlaunin ekki vera nóg. Hæstráðandi í hjólreiðaheiminum er ekki ánægður með þessa þróun og hefur gagnrýnt hana opinberlega. Frjálsíþróttir eru fyrsta íþróttagreinin sem býður keppendum verðlaunafé fyrir að vera Ólympíumeistari. Hver gullverðlaunhafi mun fá fimmtíu þúsund dollara í vasann fyrir hvert gull eða rúmar sjö milljónir króna. „Ólympíuandinn snýst um að deila gróðanum milli allra og hjálpa fleiri íþróttamönnum að keppa á heimsvísu,“ sagði David Lappartient, forseti Alþjóða hjólreiðasambandsins. Prize money at Paris 2024 against 'Olympic spirit', says cycling boss https://t.co/TI5Jh3BIGE— BBC News (World) (@BBCWorld) April 16, 2024 „Ekki það að setja allan peninginn í besta íþróttafólkið heldur útdeila peningunum. Ef við setjum meiri pening í toppfólkið okkar þá munu mörg tækifæri hverfa fyrir íþróttafólk heimsins,“ sagði Lappartient. Ólympíuleikarnir voru lengi aðeins fyrir áhugafólk og þegar íþróttafólkið gerðist atvinnumenn í sinni íþrótt þá missti það keppnisréttinn. Það hefur breyst en þetta er risastórt skref í allt aðra átt. Alþjóða Ólympíunefndin gefur ekki verðlaunafé en heimssamböndin fá styrki. Alþjóða frjálsíþróttasambandið ætlar að nota hluta af þeim styrk í verðlaunaféð og hefur sett sér það takmark að greiða líka verðlaunafé til silfur- og bronsverðlaunahafa á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. Hjólreiðarnar ætla ekki að fara sömu leið. „Við trúum við staðfastlega að þetta sé ekki í takt við Ólympíuandann. Við ræddum þetta aldrei,“ sagði Lappartient. Athletics became the first sport to offer prize money to Olympic champions when WA President Sebastian Coe announced last week that gold medallists in Paris will each earn $50,000.https://t.co/NXOM5GapjE— Dawn.com (@dawn_com) April 17, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Hjólreiðar Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Hæstráðandi í hjólreiðaheiminum er ekki ánægður með þessa þróun og hefur gagnrýnt hana opinberlega. Frjálsíþróttir eru fyrsta íþróttagreinin sem býður keppendum verðlaunafé fyrir að vera Ólympíumeistari. Hver gullverðlaunhafi mun fá fimmtíu þúsund dollara í vasann fyrir hvert gull eða rúmar sjö milljónir króna. „Ólympíuandinn snýst um að deila gróðanum milli allra og hjálpa fleiri íþróttamönnum að keppa á heimsvísu,“ sagði David Lappartient, forseti Alþjóða hjólreiðasambandsins. Prize money at Paris 2024 against 'Olympic spirit', says cycling boss https://t.co/TI5Jh3BIGE— BBC News (World) (@BBCWorld) April 16, 2024 „Ekki það að setja allan peninginn í besta íþróttafólkið heldur útdeila peningunum. Ef við setjum meiri pening í toppfólkið okkar þá munu mörg tækifæri hverfa fyrir íþróttafólk heimsins,“ sagði Lappartient. Ólympíuleikarnir voru lengi aðeins fyrir áhugafólk og þegar íþróttafólkið gerðist atvinnumenn í sinni íþrótt þá missti það keppnisréttinn. Það hefur breyst en þetta er risastórt skref í allt aðra átt. Alþjóða Ólympíunefndin gefur ekki verðlaunafé en heimssamböndin fá styrki. Alþjóða frjálsíþróttasambandið ætlar að nota hluta af þeim styrk í verðlaunaféð og hefur sett sér það takmark að greiða líka verðlaunafé til silfur- og bronsverðlaunahafa á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. Hjólreiðarnar ætla ekki að fara sömu leið. „Við trúum við staðfastlega að þetta sé ekki í takt við Ólympíuandann. Við ræddum þetta aldrei,“ sagði Lappartient. Athletics became the first sport to offer prize money to Olympic champions when WA President Sebastian Coe announced last week that gold medallists in Paris will each earn $50,000.https://t.co/NXOM5GapjE— Dawn.com (@dawn_com) April 17, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Hjólreiðar Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast