Réðst á mann með sveðju en fer ekki inn Árni Sæberg skrifar 16. apríl 2024 18:59 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Vísir/Vilhelm Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til tólf mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa slegið mann í höfuðið og skorið með sveðju. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa aðfaranótt laugardags í apríl árið 2021 í Reykjavík, ráðist vopnaður sveðju, hníf og úðavopni að manni, slegið og skorið hann með sveðjunni í höfuðið og á aftanverðan háls. Eftir að maðurinn náði sveðjunni af honum spreyjað úr úðavopninu á hann og ógnað honum með hnífnum, með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut sex sentimetra langan skurð ofanvert vinstra megin á höfði, sem náði niður að höfuðkúpu og fimm sentimetra skurð á aftanverðum hálsi, sem náði inn í vöðvalag. Við fyrirtöku málsins hafi ákæruvaldið hins vegar fallið frá þeim hluta ákærunnar sem sneri að beitingu úðavopns. Að þeim lið felldum brott hafi maðurinn játað þá háttsemi sem honum var gefin að sök og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa, sem yrði skilorðsbundin að öllu leyti. Langt um liðið og ungur að aldri Í dómi héraðsdóms segir með játningu mannsins hafi verið sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Þá hafi háttsemin verið rétt heimfærð til ákvæðis hegningarlaga um sérstaklega hættulega líkamsárás. Maðurinn hafi þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, árið 2022. Brot mannsins hafi verið framið fyrir uppkvaðningu þess dóms og því yrði honum dæmdur hegningarauki. Við ákvörðun refsingar yrði litið til grófleika árásarinnar og afleiðinga hennar. Árásin hafi verið fólskuleg og beinst að höfði brotaþola. Til mildunar refsingar yrði hins vegar litið til ungs aldurs mannsins og þess að þrjú ár eru liðin frá árásinni, án þess að honum yrði kennt um drátt á málinu. Refsing hans þyki hæfilega ákveðin tólf mánaða fangelsis, en með hliðsjón af aldri mannsins og drátti á málinu þyki rétt að skilorðsbinda hana til tveggja ára. Vildi tvær milljónir en fær 700 þúsund Í dóminum segir að fyrir höd brotaþola hafi verið gerð krafa um miskabætur upp á tvær milljónir króna auk ótilgreindra skaðabóta. Dómurinn taldi miskabætur hæfilega ákveðnar 700 þúsund krónur og vísaði skaðabótakröfu frá dómi þar sem hún uppfyllti ekki áskilnað laga um meðferð einkamála um tilgreiningu fjárhæðar kröfu. Loks var manninum gert að greiða málvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 260 þúsund krónur, þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, 190 þúsund krónur, og 75 þúsund krónur í annan sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa aðfaranótt laugardags í apríl árið 2021 í Reykjavík, ráðist vopnaður sveðju, hníf og úðavopni að manni, slegið og skorið hann með sveðjunni í höfuðið og á aftanverðan háls. Eftir að maðurinn náði sveðjunni af honum spreyjað úr úðavopninu á hann og ógnað honum með hnífnum, með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut sex sentimetra langan skurð ofanvert vinstra megin á höfði, sem náði niður að höfuðkúpu og fimm sentimetra skurð á aftanverðum hálsi, sem náði inn í vöðvalag. Við fyrirtöku málsins hafi ákæruvaldið hins vegar fallið frá þeim hluta ákærunnar sem sneri að beitingu úðavopns. Að þeim lið felldum brott hafi maðurinn játað þá háttsemi sem honum var gefin að sök og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa, sem yrði skilorðsbundin að öllu leyti. Langt um liðið og ungur að aldri Í dómi héraðsdóms segir með játningu mannsins hafi verið sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Þá hafi háttsemin verið rétt heimfærð til ákvæðis hegningarlaga um sérstaklega hættulega líkamsárás. Maðurinn hafi þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, árið 2022. Brot mannsins hafi verið framið fyrir uppkvaðningu þess dóms og því yrði honum dæmdur hegningarauki. Við ákvörðun refsingar yrði litið til grófleika árásarinnar og afleiðinga hennar. Árásin hafi verið fólskuleg og beinst að höfði brotaþola. Til mildunar refsingar yrði hins vegar litið til ungs aldurs mannsins og þess að þrjú ár eru liðin frá árásinni, án þess að honum yrði kennt um drátt á málinu. Refsing hans þyki hæfilega ákveðin tólf mánaða fangelsis, en með hliðsjón af aldri mannsins og drátti á málinu þyki rétt að skilorðsbinda hana til tveggja ára. Vildi tvær milljónir en fær 700 þúsund Í dóminum segir að fyrir höd brotaþola hafi verið gerð krafa um miskabætur upp á tvær milljónir króna auk ótilgreindra skaðabóta. Dómurinn taldi miskabætur hæfilega ákveðnar 700 þúsund krónur og vísaði skaðabótakröfu frá dómi þar sem hún uppfyllti ekki áskilnað laga um meðferð einkamála um tilgreiningu fjárhæðar kröfu. Loks var manninum gert að greiða málvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 260 þúsund krónur, þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, 190 þúsund krónur, og 75 þúsund krónur í annan sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði