Ný staða uppi á Reykjanesskaga Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. apríl 2024 15:33 Eldgosið við Sundhnúksgígaröðina er mánaðargamalt í dag. Vísir/Vilhelm Eldgosið við Sundhnúksgígaröðina nú hefur staðið yfir í mánuð. Í byrjun apríl fór landris að aukast og nú er um það bil jafn stór hluti kvikunnar að flæða upp á yfirborð og safnast fyrir í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Ný staða er komin upp að sögn náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofunni. Gosið sem hófst að kvöldi 16. mars er nú næst lengsta gosið á Reykjanesskaga síðan árið 2021. Einungis fyrsta eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í mars 2021 er lengra en það stóð yfir í um sex mánuði. Í upphafi gossins gaus úr nokkrum gígum en nú stendur aðeins einn eftir. Í nýrri færslu á vef Veðurstofunnar kemur fram að ekki sé hægt að draga ályktanir um framhald jarðhræringanna út frá lengd þessa eldgoss. Engar vísbendingar séu um að það sé að draga úr kvikuflæði frá dýpi sem keyrir áfram þá atburðarás sem hefur verið í gangi síðustu mánuði. Áfram er hætta á gasmengun frá eldgosinu sem getur valdið mengun í byggð á Reykjanesskaganum.Vísir/Vilhelm Á vef veðurstofunnar segir jafnframt að landris haldi áfram en það hefur verið stöðugt síðan í byrjun apríl. „Líkanreikningar af GPS færslum benda til að flæði kviku inn í kvikuhólfið sé um það bil helmingur af því sem var áður en gos hófst 16. mars síðastliðinn. Þetta bendir til að u.þ.b. helmingur af kvikunni sem er að koma af dýpi sé að safnast fyrir í kvikuhólfinu en hinn helmingur er að flæða upp á yfirborð.“ Ný staða komin upp Smáskjálftahrina hófst eftir hádegi síðastliðinn sunnudag við Lágafell. Sú hrina stóð yfir í rúma fjóra tíma og hefur verið tengd spennubreytingum í skorpunni vegna landriss í Svartsengi. Sjá einnig: Smáskjálftahrina á Reykjanesi Þá er tekið fram að sú staða sem uppi er núna sé ný, þar sem eldgos er í gangi á Sundhnúksgígaröðinni og land rís í Svartsengi á sama tíma. „Það mikilvægasta í stöðunni nú er hið sama og áður, að vakta svæðið og bregðast rétt við þeim breytingum sem verða í virkninni hverju sinni til að koma í veg fyrir frekara tjón og að fólk sé í hættu vegna umbrotanna,“ segir á vef Veðurstofunnar. Uppfært hættumatskort Veðurstofunnar.Veðurstofan Hætta vegna sprungna áfram mikil í Grindavík Veðurstofan hefur verið uppfært hættumat sitt og gildir uppfærslan frá kl: 15:00 í dag, þriðjudag þar til 23. apríl, að öllu óbreyttu. Helstu breytingarnar eru að hætta vegna hraunflæðis hefur verið lækkuð á öllum svæðum nema svæði 3 (Sundhnúksgígaröðin) og svæði 6. Hætta á svæði 4 (Grindavík) og svæði 6 eru áfram metin mikil vegna jarðfalls ofan í sprungu og sprunguhreyfinga. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Ekki merki um að kvika sé á ferðinni Skjálftavirkni sem mælst hefur í dag norðvestur af Grindavík er sambærileg virkni sem mældist á svæðinu um miðjan mars. Skjálftavirknin er því ekki merki um einhverjar breytingar í virkni í eldgosinu á Reykjanesi, né að kvika sé á ferðinni á svæðinu. 14. apríl 2024 18:38 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Sjá meira
Gosið sem hófst að kvöldi 16. mars er nú næst lengsta gosið á Reykjanesskaga síðan árið 2021. Einungis fyrsta eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í mars 2021 er lengra en það stóð yfir í um sex mánuði. Í upphafi gossins gaus úr nokkrum gígum en nú stendur aðeins einn eftir. Í nýrri færslu á vef Veðurstofunnar kemur fram að ekki sé hægt að draga ályktanir um framhald jarðhræringanna út frá lengd þessa eldgoss. Engar vísbendingar séu um að það sé að draga úr kvikuflæði frá dýpi sem keyrir áfram þá atburðarás sem hefur verið í gangi síðustu mánuði. Áfram er hætta á gasmengun frá eldgosinu sem getur valdið mengun í byggð á Reykjanesskaganum.Vísir/Vilhelm Á vef veðurstofunnar segir jafnframt að landris haldi áfram en það hefur verið stöðugt síðan í byrjun apríl. „Líkanreikningar af GPS færslum benda til að flæði kviku inn í kvikuhólfið sé um það bil helmingur af því sem var áður en gos hófst 16. mars síðastliðinn. Þetta bendir til að u.þ.b. helmingur af kvikunni sem er að koma af dýpi sé að safnast fyrir í kvikuhólfinu en hinn helmingur er að flæða upp á yfirborð.“ Ný staða komin upp Smáskjálftahrina hófst eftir hádegi síðastliðinn sunnudag við Lágafell. Sú hrina stóð yfir í rúma fjóra tíma og hefur verið tengd spennubreytingum í skorpunni vegna landriss í Svartsengi. Sjá einnig: Smáskjálftahrina á Reykjanesi Þá er tekið fram að sú staða sem uppi er núna sé ný, þar sem eldgos er í gangi á Sundhnúksgígaröðinni og land rís í Svartsengi á sama tíma. „Það mikilvægasta í stöðunni nú er hið sama og áður, að vakta svæðið og bregðast rétt við þeim breytingum sem verða í virkninni hverju sinni til að koma í veg fyrir frekara tjón og að fólk sé í hættu vegna umbrotanna,“ segir á vef Veðurstofunnar. Uppfært hættumatskort Veðurstofunnar.Veðurstofan Hætta vegna sprungna áfram mikil í Grindavík Veðurstofan hefur verið uppfært hættumat sitt og gildir uppfærslan frá kl: 15:00 í dag, þriðjudag þar til 23. apríl, að öllu óbreyttu. Helstu breytingarnar eru að hætta vegna hraunflæðis hefur verið lækkuð á öllum svæðum nema svæði 3 (Sundhnúksgígaröðin) og svæði 6. Hætta á svæði 4 (Grindavík) og svæði 6 eru áfram metin mikil vegna jarðfalls ofan í sprungu og sprunguhreyfinga.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Ekki merki um að kvika sé á ferðinni Skjálftavirkni sem mælst hefur í dag norðvestur af Grindavík er sambærileg virkni sem mældist á svæðinu um miðjan mars. Skjálftavirknin er því ekki merki um einhverjar breytingar í virkni í eldgosinu á Reykjanesi, né að kvika sé á ferðinni á svæðinu. 14. apríl 2024 18:38 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Sjá meira
Ekki merki um að kvika sé á ferðinni Skjálftavirkni sem mælst hefur í dag norðvestur af Grindavík er sambærileg virkni sem mældist á svæðinu um miðjan mars. Skjálftavirknin er því ekki merki um einhverjar breytingar í virkni í eldgosinu á Reykjanesi, né að kvika sé á ferðinni á svæðinu. 14. apríl 2024 18:38