Virtur læknir sakaður um að hafa útilokað sjúklinga frá líffæragjöf Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. apríl 2024 08:53 Ekkert hefur komið fram um það hvað lækninum gekk til. AP/Houston Chronicle/Kirk Sides Virtur skurðlæknir í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa breytt umsóknum sumra sjúklinga sinna um líffæragjöf til að útiloka þá frá því að fá nokkurn tímann líffæri. Dr. J. Steve Bynon Jr. starfaði sem yfirmaður skurðdeildar Memorial Hermann-Texas Medical Center í Houston þar sem nýrna- og lifrarígræðslur voru framkvæmdar. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín en rannsókn hefur nú verið hrundið af stað eftir undarlega mörg dauðsföll við stofnunina. Yfirmenn hennar tilkynntu í síðustu viku að engar nýrna- eða lifrarígræðslur yrðu framkvæmdar á meðan rannsókn málsins stendur yfir en læknir við stofnunina hefði játað að hafa breytt sjúkraskrám sjúklinga á þann veg að ómögulegt væri að þeir fengju nokkurn tímann gjafalíffæri. New York Times segir Bynon umræddan lækni. Þegar sótt er um líffæri fyrir sjúklinga þarf meðal annars að skrá hvers konar gjafar koma til greina, til að mynda með tillit til aldurs og þyngdar. Við athugun kom í ljós að skilyrðin höfðu í sumum tilvikum verið þannig að ómögulegt yrði að finna ásættanlegan gjafa. Aðrir skurðlæknar sem sérhæfa sig í líffæraígræðslum segja enga leið fyrir umrædda sjúklinga að hafa vitað að umsóknum þeirra og gögnum hafi verið breytt. Ekkert hefur verið gefið upp um það hvað Bynon kann að hafa gengið til né liggur fyrir eins og stendur hvaða áhrif inngrip hans hafa haft. Það liggur hins vegar fyrir að óvenju hátt hlutfall sjúklinga á Memorial Hermann hefur látist á meðan þeir hafa beðið eftir líffærum. Á deild Bynon voru 29 lifrarígræðslur framkvæmdar árið 2023 en sama ár voru fjórtán teknir af biðlistum stofnunarinnar vegna þess að þeir voru annað hvort látnir eða orðnir of veikir til að fá líffæri. Umfjöllun New York Times. Bandaríkin Heilbrigðismál Líffæragjöf Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Dr. J. Steve Bynon Jr. starfaði sem yfirmaður skurðdeildar Memorial Hermann-Texas Medical Center í Houston þar sem nýrna- og lifrarígræðslur voru framkvæmdar. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín en rannsókn hefur nú verið hrundið af stað eftir undarlega mörg dauðsföll við stofnunina. Yfirmenn hennar tilkynntu í síðustu viku að engar nýrna- eða lifrarígræðslur yrðu framkvæmdar á meðan rannsókn málsins stendur yfir en læknir við stofnunina hefði játað að hafa breytt sjúkraskrám sjúklinga á þann veg að ómögulegt væri að þeir fengju nokkurn tímann gjafalíffæri. New York Times segir Bynon umræddan lækni. Þegar sótt er um líffæri fyrir sjúklinga þarf meðal annars að skrá hvers konar gjafar koma til greina, til að mynda með tillit til aldurs og þyngdar. Við athugun kom í ljós að skilyrðin höfðu í sumum tilvikum verið þannig að ómögulegt yrði að finna ásættanlegan gjafa. Aðrir skurðlæknar sem sérhæfa sig í líffæraígræðslum segja enga leið fyrir umrædda sjúklinga að hafa vitað að umsóknum þeirra og gögnum hafi verið breytt. Ekkert hefur verið gefið upp um það hvað Bynon kann að hafa gengið til né liggur fyrir eins og stendur hvaða áhrif inngrip hans hafa haft. Það liggur hins vegar fyrir að óvenju hátt hlutfall sjúklinga á Memorial Hermann hefur látist á meðan þeir hafa beðið eftir líffærum. Á deild Bynon voru 29 lifrarígræðslur framkvæmdar árið 2023 en sama ár voru fjórtán teknir af biðlistum stofnunarinnar vegna þess að þeir voru annað hvort látnir eða orðnir of veikir til að fá líffæri. Umfjöllun New York Times.
Bandaríkin Heilbrigðismál Líffæragjöf Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira