Málið sé afgreitt og þar við sitji Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. apríl 2024 11:54 Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar Bjarna Ben, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra Vísir/vilhelm Nýr matvælaráðherra ætlar ekki að aðhafast neitt vegna þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram vegna málsmeðferðar á nýsamþykktum búvörulögum, og meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Hún segir að málið hafi verið afgreitt í þinginu og þar við sitji. Samkeppniseftirlitið, Alþýðusamband Íslands, neytendasamtökin og félag atvinnurekenda, eru allt félagasamtök og stofnanir sem hafa stigið fram og gagnrýnt þá málsmeðferð sem viðhöfð var þegar umdeildar breytingar voru gerðar á búvörulögum og afurðastöðvum - ekki aðeins í eigu bænda - var veitt undanþága frá samkeppnislögum. Á dögunum sendu sérfræðingar matvælaráðuneytisins atvinnuveganefnd bréf þar sem alvarlegar athugasemdir voru gerðar við málsmeðferð og það gagnrýnt að þeir hafi ekki verið kallaðir til fundar. Þá hafi breytingar í meðförum nefndarinnar gengið mun lengra en upphaflega hafi verið lagt upp með í upprunalegu frumvarpi. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nýr matvælaráðherra sat í nefndinni og kom að umræddum breytingum en fréttastofa náði tali af henni þegar hún hafði nýlokið sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi. Er þetta ekki óheppileg staða fyrir þig? „Nei nei, ég tel svo ekki vera og ég meina það er ekkert óeðlilegt að ráðuneytið gefi til kynna ef það hefur efasemdir eða áhyggjur af einhverju og nú er málið bara afgreitt af hálfu þingsins og þetta bréf er þá bara statt þar, og það er svo sem ekkert meira um það að segja,“ segir Bjarkey. Hún var spurð hvort það væri ekki eitthvað í lögunum sem þyrfti að endurskoða í ljósi þeirrar hörðu gagnrýni sem hafi komið fram. „Ja, það var leitað álits Alþingis og starfsfólks þess á því hvort þetta væri hæf málsmeðferð og niðurstaðan var sú að svo væri. Ég er ekki lögfræðingur, ég get ekki sagt neitt meira um málið að svo stöddu.“ Svo ég skilji þig alveg rétt, það verður ekkert gert, lögin eru komin og þar við situr? „Ráðuneytið allavega hyggst ekki grípa inn í að svo stöddu.“ Láta vinna fyrir sig greinargerð um næstu skref Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda ásamt fleiri samtökum íhuga nú að höfða mál vegna málsmeðferðar atvinnuveganefndar og segja að málið hafi ekki hlotið þrjár umræður fyrir Alþingi líkt og stjórnarskrá kveður á um því breytingarnar sem nefndin hafi gert séu hafi verið svo róttækar. Undir það tekur stjórnsýslufræðingur sem fréttastofa hefur rætt við. Bjarkey var spurð hvernig henni litist á mögulega málshöfðun. „Ja, það verður bara allt að hafa sinn gang og ekkert nýtt undir sólinni að slíkt sé gert.“ Landbúnaður Neytendur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir „Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10 „Sláturhúsin standa tóm svo mánuðum skiptir“ Nýr forsætisráðherra svaraði því ekki beint hvort hann hygðist bregðast við harðri gagnrýni, meðal annars frá matvælaráðuneytinu, á vinnubrögð í tengslum við breytingar á búvörulögum en bætti við að spyrja mætti hvort eðlilegar framfarir hefðu átt sér stað hjá afurðarstöðvunum með gamla fyrirkomulaginu. 11. apríl 2024 12:11 Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. 11. apríl 2024 10:52 „Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22. mars 2024 12:17 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Samkeppniseftirlitið, Alþýðusamband Íslands, neytendasamtökin og félag atvinnurekenda, eru allt félagasamtök og stofnanir sem hafa stigið fram og gagnrýnt þá málsmeðferð sem viðhöfð var þegar umdeildar breytingar voru gerðar á búvörulögum og afurðastöðvum - ekki aðeins í eigu bænda - var veitt undanþága frá samkeppnislögum. Á dögunum sendu sérfræðingar matvælaráðuneytisins atvinnuveganefnd bréf þar sem alvarlegar athugasemdir voru gerðar við málsmeðferð og það gagnrýnt að þeir hafi ekki verið kallaðir til fundar. Þá hafi breytingar í meðförum nefndarinnar gengið mun lengra en upphaflega hafi verið lagt upp með í upprunalegu frumvarpi. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nýr matvælaráðherra sat í nefndinni og kom að umræddum breytingum en fréttastofa náði tali af henni þegar hún hafði nýlokið sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi. Er þetta ekki óheppileg staða fyrir þig? „Nei nei, ég tel svo ekki vera og ég meina það er ekkert óeðlilegt að ráðuneytið gefi til kynna ef það hefur efasemdir eða áhyggjur af einhverju og nú er málið bara afgreitt af hálfu þingsins og þetta bréf er þá bara statt þar, og það er svo sem ekkert meira um það að segja,“ segir Bjarkey. Hún var spurð hvort það væri ekki eitthvað í lögunum sem þyrfti að endurskoða í ljósi þeirrar hörðu gagnrýni sem hafi komið fram. „Ja, það var leitað álits Alþingis og starfsfólks þess á því hvort þetta væri hæf málsmeðferð og niðurstaðan var sú að svo væri. Ég er ekki lögfræðingur, ég get ekki sagt neitt meira um málið að svo stöddu.“ Svo ég skilji þig alveg rétt, það verður ekkert gert, lögin eru komin og þar við situr? „Ráðuneytið allavega hyggst ekki grípa inn í að svo stöddu.“ Láta vinna fyrir sig greinargerð um næstu skref Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda ásamt fleiri samtökum íhuga nú að höfða mál vegna málsmeðferðar atvinnuveganefndar og segja að málið hafi ekki hlotið þrjár umræður fyrir Alþingi líkt og stjórnarskrá kveður á um því breytingarnar sem nefndin hafi gert séu hafi verið svo róttækar. Undir það tekur stjórnsýslufræðingur sem fréttastofa hefur rætt við. Bjarkey var spurð hvernig henni litist á mögulega málshöfðun. „Ja, það verður bara allt að hafa sinn gang og ekkert nýtt undir sólinni að slíkt sé gert.“
Landbúnaður Neytendur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir „Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10 „Sláturhúsin standa tóm svo mánuðum skiptir“ Nýr forsætisráðherra svaraði því ekki beint hvort hann hygðist bregðast við harðri gagnrýni, meðal annars frá matvælaráðuneytinu, á vinnubrögð í tengslum við breytingar á búvörulögum en bætti við að spyrja mætti hvort eðlilegar framfarir hefðu átt sér stað hjá afurðarstöðvunum með gamla fyrirkomulaginu. 11. apríl 2024 12:11 Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. 11. apríl 2024 10:52 „Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22. mars 2024 12:17 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
„Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10
„Sláturhúsin standa tóm svo mánuðum skiptir“ Nýr forsætisráðherra svaraði því ekki beint hvort hann hygðist bregðast við harðri gagnrýni, meðal annars frá matvælaráðuneytinu, á vinnubrögð í tengslum við breytingar á búvörulögum en bætti við að spyrja mætti hvort eðlilegar framfarir hefðu átt sér stað hjá afurðarstöðvunum með gamla fyrirkomulaginu. 11. apríl 2024 12:11
Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. 11. apríl 2024 10:52
„Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22. mars 2024 12:17