Örvæntingaróp frá sautján ára dreng í felum Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2024 10:23 Fadi er í felum og því hefur lögreglan lýst eftir honum. Vísi barst hjartnæmt bréf frá honum þar sem hann lýsir fullkominni örvæntingu. lögreglan Lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir sautján ára dreng í gær en það fylgdi ekki sögunni að líklega stendur til að vísa honum af landi brott. Hann er í felum. Vísi hefur borist bréf frá honum en drengurinn heitir Fadi S.M. Bahar og er á flótta frá Palestínu. Og það er hér í endursögn. „Lögreglan á Suðurnesjum leitar að mér og deildi mynd af mér um allt internetið. Það kann að vera að fólk sem séð hefur þá tilkynningu í fjölmiðlum þekki ekki sögu mína og aðstæður sem liggja að baki. Það þykir mér óþægilegt og vil því deila með ykkur smá af sögu minni.“ Segist í hættu í Svíþjóð Svo hefst bréfið en þar lýsir Fadi því að hann hafi nýlega verið orðinn 12 ára þegar hann flúði frá Palestínu ásamt föður sínum og bróður. „Við vorum í Svíþjóð í fjögur ár án réttinda og kennitölu.“ Fadi segist svo hafa þurft að fara til Íslands án föður síns og bróður en hann hafi átt í miklum vanda í Svíþjóð. Fadi segist þar hafa þurft að fela sig fyrir glæpagengi sem vildi þvinga hann til að vinna fyrir sig. „Ég gat ekki hugsað mér að fara í þá skelfilegu vegferð. Ég þráði að lifa góðu, öruggu og heiðarlegu lífi. Sænska lögreglan vissi af þeirri ógn sem mér stafaði af glæpagenginu en glæpagengið dró þá ályktun að ég væri að starfa fyrir lögregluna. Þetta varð til þess að glæpagengið leitar að mér (ennþá) og er staðráðið í að myrða mig.“ Þetta segir Fadi geta sýnt fram á með gögnum, bæði vídeó sem og skilaboð sem honum hafa borist. Þá heldur Fadi því fram að þetta viti íslenska lögreglan auk barnaverndar og Útlendingastofnunar. „Samt finnst þeim í lagi að senda mig aftur þangað.“ Lætur vel af dvöl sinni á Suðurnesjum Bréfið frá Fadi er langt. Hann segir að sænsk yfirvöld hafi verið með það á prjónum að senda föður hans og bróður aftur til Palestínu. Honum hafi þó ekki tekist að ná sambandi við þá og viti ekki hvar þeir séu niðurkomnir. „Ég hef ekki talað við föður minn síðan 4. desember 2022.“ Fadi segir þetta ástæðuna fyrir því að hann hafi komið til Íslands. Hann hafi lofað föður sínum að vera hugrakkur, sterkur, sýna dugnað í skóla og vera heiðarlegur. Hann sé nú 17 ára og viti ekki hvort faðir hans og bróðir séu lífs eða liðnir. Mikið hefur gengið á í málefnum hælisleitenda að undanförnu en ný ríkisstjórn ætlar að herða tökin. Hér má sjá mótmæli við dómsmálaráðuneytið í risjóttu veðri.vísir/vilhelm „Það eru nokkrar manneskjur innan barnaverndar sem hafa reynst mér afskaplega vel og kann ég þeim miklar þakkir fyrir. Eftir að ég kom til Íslands þurfti ég að flakka milli búsetuúrræða á vegum félagsþjónustunnar sem ætluð eru fylgdarlausum börnum á flótta á milli þess sem ég fékk synjanir um vernd.“ Fadi segist svo hafa fengið tækifæri til að hefja nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem hann hafi eignast bæði frábæra kennara og vini. Og svo hafi hann fengið „stórkostlega vinnu hjá besta yfirmanni í heimi. Loksins leið mér eins og líf mitt væri komið í betri farveg. Hér yrði baba stoltur af mér.“ Milli vonar og ótta í algerri örvæntingu En nú lítur út fyrir að Fadi verði að segja skilið við líf sitt á Íslandi. Í bréfinu segir að lögreglan ætli að senda hann til Svíþjóðar. Það geri þau á þeim forsendum að þau vilji að Fadi sameinist föður sínum og bróður. Þetta er þrátt fyrir að Fadi sé með skjöl frá sænskum félagsmálayfirvöldum þess efnis að ekki sé vitað um afdrif þeirra. „Raunin er sú að mér verður komið fyrir í búsetuúrræði fyrir fylgdarlaus börn á flótta án verndar. Þar mun ég verða geymdur þar til ég verð 18 ára. Því næst verð ég sendur aftur til Palestínu án nokkurrar vonar um líf eða framtíð.“ Í bréfinu segist Fadi nú lifa milli vonar og ótta í algerri örvæntingu. Fyrstu synjunina fékk hann sex mánuðum eftir komuna til Íslands, aðra synjunina fékk hann um miðjan október og þá þriðju 15. desember síðastliðinn. „Ég á engan að nema mig sjálfan. Ef ég berst ekki fyrir lífi mínu gerir það enginn. Ég er að reyna að gefast ekki upp og vera sterkur en það er oft svo erfitt að halda höfðinu uppi þegar allt blæs á móti mér.“ Biðst afsökunar á að vera í felum Að sögn Fadi er mál hans nú á borði umboðsmanns Alþingis því það fékk ekki rétta málsmeðferð í upphafi. Hann segir að líf hans sé í höndum umboðsmanns og nefndar hans. Undanfarið ár hefur einkennst af mótmælum hælisleitenda.vísir/vilhelm „Ég þarf að vera í felum þar til nefndin kemst að niðurstöðu. Ég vona að ég nái því og hún komist fljótt að því að í Svíþjóð bíður mín annað hvort vonleysi eða dauði.“ Fadi segir að sér líði vel á Íslandi og hér upplifi hann öryggi fyrsta sinni þrátt fyrir allt. Íslendingar hafi verið sér góðir og viljað sér vel. „Hér er ég í skóla, á vini og annað gott fólk að sem er mér fjölskylda. Ég finn að hér get ég átt fallega framtíð. Hjarta mitt getur ekki afborðið þá tilhugsun að skilja við allt þetta.“ Fadi segist ekki hafa getað sofið rólegur í rúmt eitt og hálft ár. Hann vaknar ítrekað á nóttu vegna kvíða og óttast stöðugt um framtíð sína. „Ég er ítrekað að sjá fyrir mér verstu mögulegu útkomuna fyrir mig. En þrátt fyrir það er lítill vonarneisti í brjósti mér. Það er hann sem heldur mér gangandi, heldur mér á lífi. Já, litli neistinn vonar að ég fái að búa á Íslandi og að hitta baba minn og bróður aftur í þessu lífi.“ Fadi óskar að endingu þess að þeir sem sjái þetta bréf hans og hlusti á sögu hans fyrirgefi sér feluleikinn. „Kannski getið þið hjálpað mér, líf mitt og framtíð er í húfi. Kær kveðja, Fadi.“ Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Svíþjóð Alþingi Lögreglumál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Vísi hefur borist bréf frá honum en drengurinn heitir Fadi S.M. Bahar og er á flótta frá Palestínu. Og það er hér í endursögn. „Lögreglan á Suðurnesjum leitar að mér og deildi mynd af mér um allt internetið. Það kann að vera að fólk sem séð hefur þá tilkynningu í fjölmiðlum þekki ekki sögu mína og aðstæður sem liggja að baki. Það þykir mér óþægilegt og vil því deila með ykkur smá af sögu minni.“ Segist í hættu í Svíþjóð Svo hefst bréfið en þar lýsir Fadi því að hann hafi nýlega verið orðinn 12 ára þegar hann flúði frá Palestínu ásamt föður sínum og bróður. „Við vorum í Svíþjóð í fjögur ár án réttinda og kennitölu.“ Fadi segist svo hafa þurft að fara til Íslands án föður síns og bróður en hann hafi átt í miklum vanda í Svíþjóð. Fadi segist þar hafa þurft að fela sig fyrir glæpagengi sem vildi þvinga hann til að vinna fyrir sig. „Ég gat ekki hugsað mér að fara í þá skelfilegu vegferð. Ég þráði að lifa góðu, öruggu og heiðarlegu lífi. Sænska lögreglan vissi af þeirri ógn sem mér stafaði af glæpagenginu en glæpagengið dró þá ályktun að ég væri að starfa fyrir lögregluna. Þetta varð til þess að glæpagengið leitar að mér (ennþá) og er staðráðið í að myrða mig.“ Þetta segir Fadi geta sýnt fram á með gögnum, bæði vídeó sem og skilaboð sem honum hafa borist. Þá heldur Fadi því fram að þetta viti íslenska lögreglan auk barnaverndar og Útlendingastofnunar. „Samt finnst þeim í lagi að senda mig aftur þangað.“ Lætur vel af dvöl sinni á Suðurnesjum Bréfið frá Fadi er langt. Hann segir að sænsk yfirvöld hafi verið með það á prjónum að senda föður hans og bróður aftur til Palestínu. Honum hafi þó ekki tekist að ná sambandi við þá og viti ekki hvar þeir séu niðurkomnir. „Ég hef ekki talað við föður minn síðan 4. desember 2022.“ Fadi segir þetta ástæðuna fyrir því að hann hafi komið til Íslands. Hann hafi lofað föður sínum að vera hugrakkur, sterkur, sýna dugnað í skóla og vera heiðarlegur. Hann sé nú 17 ára og viti ekki hvort faðir hans og bróðir séu lífs eða liðnir. Mikið hefur gengið á í málefnum hælisleitenda að undanförnu en ný ríkisstjórn ætlar að herða tökin. Hér má sjá mótmæli við dómsmálaráðuneytið í risjóttu veðri.vísir/vilhelm „Það eru nokkrar manneskjur innan barnaverndar sem hafa reynst mér afskaplega vel og kann ég þeim miklar þakkir fyrir. Eftir að ég kom til Íslands þurfti ég að flakka milli búsetuúrræða á vegum félagsþjónustunnar sem ætluð eru fylgdarlausum börnum á flótta á milli þess sem ég fékk synjanir um vernd.“ Fadi segist svo hafa fengið tækifæri til að hefja nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem hann hafi eignast bæði frábæra kennara og vini. Og svo hafi hann fengið „stórkostlega vinnu hjá besta yfirmanni í heimi. Loksins leið mér eins og líf mitt væri komið í betri farveg. Hér yrði baba stoltur af mér.“ Milli vonar og ótta í algerri örvæntingu En nú lítur út fyrir að Fadi verði að segja skilið við líf sitt á Íslandi. Í bréfinu segir að lögreglan ætli að senda hann til Svíþjóðar. Það geri þau á þeim forsendum að þau vilji að Fadi sameinist föður sínum og bróður. Þetta er þrátt fyrir að Fadi sé með skjöl frá sænskum félagsmálayfirvöldum þess efnis að ekki sé vitað um afdrif þeirra. „Raunin er sú að mér verður komið fyrir í búsetuúrræði fyrir fylgdarlaus börn á flótta án verndar. Þar mun ég verða geymdur þar til ég verð 18 ára. Því næst verð ég sendur aftur til Palestínu án nokkurrar vonar um líf eða framtíð.“ Í bréfinu segist Fadi nú lifa milli vonar og ótta í algerri örvæntingu. Fyrstu synjunina fékk hann sex mánuðum eftir komuna til Íslands, aðra synjunina fékk hann um miðjan október og þá þriðju 15. desember síðastliðinn. „Ég á engan að nema mig sjálfan. Ef ég berst ekki fyrir lífi mínu gerir það enginn. Ég er að reyna að gefast ekki upp og vera sterkur en það er oft svo erfitt að halda höfðinu uppi þegar allt blæs á móti mér.“ Biðst afsökunar á að vera í felum Að sögn Fadi er mál hans nú á borði umboðsmanns Alþingis því það fékk ekki rétta málsmeðferð í upphafi. Hann segir að líf hans sé í höndum umboðsmanns og nefndar hans. Undanfarið ár hefur einkennst af mótmælum hælisleitenda.vísir/vilhelm „Ég þarf að vera í felum þar til nefndin kemst að niðurstöðu. Ég vona að ég nái því og hún komist fljótt að því að í Svíþjóð bíður mín annað hvort vonleysi eða dauði.“ Fadi segir að sér líði vel á Íslandi og hér upplifi hann öryggi fyrsta sinni þrátt fyrir allt. Íslendingar hafi verið sér góðir og viljað sér vel. „Hér er ég í skóla, á vini og annað gott fólk að sem er mér fjölskylda. Ég finn að hér get ég átt fallega framtíð. Hjarta mitt getur ekki afborðið þá tilhugsun að skilja við allt þetta.“ Fadi segist ekki hafa getað sofið rólegur í rúmt eitt og hálft ár. Hann vaknar ítrekað á nóttu vegna kvíða og óttast stöðugt um framtíð sína. „Ég er ítrekað að sjá fyrir mér verstu mögulegu útkomuna fyrir mig. En þrátt fyrir það er lítill vonarneisti í brjósti mér. Það er hann sem heldur mér gangandi, heldur mér á lífi. Já, litli neistinn vonar að ég fái að búa á Íslandi og að hitta baba minn og bróður aftur í þessu lífi.“ Fadi óskar að endingu þess að þeir sem sjái þetta bréf hans og hlusti á sögu hans fyrirgefi sér feluleikinn. „Kannski getið þið hjálpað mér, líf mitt og framtíð er í húfi. Kær kveðja, Fadi.“
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Svíþjóð Alþingi Lögreglumál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira