Saksóknari í Bandaríkjunum hefur ákært túlkinn Ippei Mizuhara fyrir að stela sextán milljónum dollurum af Ohtani en það eru rúmir 2,2 milljarðar í íslenskum krónum.
Túlkurinn tók peningana út af reikningi Ohtani og notaði þá til að fjármagna veðmál sín frá árinu 2021 þar til að allt komst upp á dögunum.
Geezus.
— Andrew Brandt (@AndrewBrandt) April 11, 2024
19,000 bets with Ohtani s money.
Won $142 million.
Lost $183 million. https://t.co/BOYIEaTRV3
Saksóknari telur að Ohtani sjálfur hafi ekki vitað af þessu. Túlkurinn þóttist vera skjólstæðingur sinn til að taka peninga af reikningunum.
Hinn 29 ára gamli Ohtani er eins stærsta stjarnan í bandaríska hafnaboltanum og hefur tvisvar á síðustu árum verið kosinn besti leikmaðurinn. Hann spilar fyrir Los Angeles Dodgers.
Mizuhara veðjaði nítján þúsund sinnum á þessu tímabili. Hann vann 142 milljónir dollara í veðmálum sínum en tapaði á móti 183 milljónum dollara. Það þýðir að hann er 41 milljón dollara í mínus. Hann bjó sér til 5,8 milljarða veðmálaskuld.
Túlkurinn sótti því í peninga Ohtani til að eiga fyrir veðmálaskuldum sínum. Ohtani treysti mikið á túlkinn enda talaði hann ekki ensku þegar hann kom til Bandaríkjanna.
Einn veðmangarinn lak smáskilaboðum frá Mizuhara í fjölmiðla en þar skrifaði Mizuhara: Ég er svolítið lélegur í þessum íþróttaveðmálum, er það ekki?
Það er alveg hægt að taka undir það. Hann missti af sjálfsögðu starfið sitt sem túlkur Ohtani og er væntanlega á leiðinni í fangelsi.