Herskátt myndband Ástþórs vekur athygli Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2024 09:00 Slagurinn er að harðna. Ástþór beinir spjótum sínum að „hermangsþríeykið“ Katrínu, Baldri og Jóni í nýju myndbandi og undir ómar lag Hatara sem Ástþór tók til notkunar að hljómsveitinni forspurðri. Ástþór telur greinilega að ekki verði barist fyrir friði friðsamlega. Nú er tekið að hitna í baráttunni um Bessastaði og ljóst að Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi ætlar ekki að hverfa úr þeirri baráttu hægt og hljótt. Óhætt er að segja að nýtt myndband Ástþórs hafi vakið athygli þar sem tónlist Hatara hljómar undir í ósátt hljómsveitarinnar. Ástþór hefur sett í loftið afar herskátt Youtube-myndband þar sem hann talar fyrir friði. Við lok ávarps Ástþórs tekur við kafli þar undir hljómar tónlist frá Hatara og þau þrjú sem efst eru í skoðanakönnun, þau Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr eru í skotlínunni. Þau kallar Ástþór hermangsþríeykið. Þar eru þau sýnd saman og sitt í hvoru lagi sem stríðsæsingamenn og svo lýkur myndbandinu með kjarnorkusprengju. Ástþór segir í ávarpi sínu, áður heimagerða myndbandið hefst, að við verðum að takafrumkvæði í að leiða heiminn til friðar. Hann hafi varað við því að stríð myndi hefjast gegn Rússlands og íslands. „Það stríð er nú hafið, sendiráði lokað, ekki eitt einasta orð, ekki einn einasti fundur, ekki eitt símtal til friðar. stríðsæsingurinn er slíkur að aðeins er tímaspursmál hvenær verður ráðist á okkur. Framtíð okkar veltur á þér. Það eru aðeins tveir möguleikar: Stríð eða friður. Guð blessi Ísland.“ Og þá tekur við dúndrandi heimsósóminn, vídeóið þar sem í aðalhlutverki eru mótframbjóðendur Ástþórs, þau Katrín, Baldur og Jón og undir er viðeigandi brot úr lagi með Hatara: „Dansið eða deyið“.Herskátt myndband Ástþórs vekur athygli Samkvæmt heimildum Vísis voru þeir Hatara-menn ekki hafðir með í ráðum, lagið var notað að þeim forspurðum og eru þeir, eftir því sem næst verður komist, að leita upplýsinga um hvernig best er að bregðast við öðru eins og þessu. Forsetakosningar 2024 Höfundarréttur Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Ástþór hefur sett í loftið afar herskátt Youtube-myndband þar sem hann talar fyrir friði. Við lok ávarps Ástþórs tekur við kafli þar undir hljómar tónlist frá Hatara og þau þrjú sem efst eru í skoðanakönnun, þau Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr eru í skotlínunni. Þau kallar Ástþór hermangsþríeykið. Þar eru þau sýnd saman og sitt í hvoru lagi sem stríðsæsingamenn og svo lýkur myndbandinu með kjarnorkusprengju. Ástþór segir í ávarpi sínu, áður heimagerða myndbandið hefst, að við verðum að takafrumkvæði í að leiða heiminn til friðar. Hann hafi varað við því að stríð myndi hefjast gegn Rússlands og íslands. „Það stríð er nú hafið, sendiráði lokað, ekki eitt einasta orð, ekki einn einasti fundur, ekki eitt símtal til friðar. stríðsæsingurinn er slíkur að aðeins er tímaspursmál hvenær verður ráðist á okkur. Framtíð okkar veltur á þér. Það eru aðeins tveir möguleikar: Stríð eða friður. Guð blessi Ísland.“ Og þá tekur við dúndrandi heimsósóminn, vídeóið þar sem í aðalhlutverki eru mótframbjóðendur Ástþórs, þau Katrín, Baldur og Jón og undir er viðeigandi brot úr lagi með Hatara: „Dansið eða deyið“.Herskátt myndband Ástþórs vekur athygli Samkvæmt heimildum Vísis voru þeir Hatara-menn ekki hafðir með í ráðum, lagið var notað að þeim forspurðum og eru þeir, eftir því sem næst verður komist, að leita upplýsinga um hvernig best er að bregðast við öðru eins og þessu.
Forsetakosningar 2024 Höfundarréttur Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00