Upplifir stjórnleysi í málefnum Grindvíkinga Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2024 13:00 Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri í Vogum segir nýja ríkisstjórn verða að taka sig taki og horfast í augu við verkefni tengd Grindavík. Vísir/Egill Um tvö hundruð manns með lögheimili í Grindavík búa nú í Vogum án lögbundinna réttinda og þjónustu. Bæjarstjóri Voga segir innviði bæjarins að þolmörkum komna og stutt í að neyðst verði til að grípa til aðgerða sem enginn vilji grípa til. Þegar Grindavíkurbær var rýmdur vegna jarðhræringa þann 10. Nóvember neyddist fjöldi fólks til að yfirgefa heimili sín. Um tvö hundruð Grindvíkingar eru nú með skráð aðsetur í nágrannasveitarfélaginu Vogum. Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri í Vogum segir ánægjulegt hversu margir hafi kosið að flytjast þangað og að vel sé tekið á móti fólkinu, en nú sé komið að þolmörkum hvað varðar þjónustu og innviði sveitafélagsins. „Það hefur einfaldlega gengið mjög illa að fá einhver svör frá ríkinu um hvernig það ætlar að styðja við þennan hóp þannig hann njóti í raun þeirrar sjálfsögðu grunnþjónustu sem landsmenn almennt njóta.“ Um 200 Grindvíkingar hafast nú við í VogumVísir/Egill Upplifir algjört stjórnleysi Mikil uppbygging hefur verið í Vogum síðustu ár og að sögn Gunnars hafði verið gert ráð fyrir talsverði fólksfjölgun á næstu misserum og árum. „En við gerðum ekki alveg ráð fyrir því að bærinn myndi fyllast á nokkrum vikum. Ríkið hefur keypt hér upp á áttunda tug íbúða til útleigu til Grindvíkinga. Auðvitað er mjög fínt að hafi verið hægt, en þessi hópur er með lögheimili utan sveitafélagsins sem hefur talsvert mikil áhrif á áætlanagerð og fjárhag sveitafélagsins. Við þurfum auðvitað að tryggja þessum hóp viðunandi þjónustu og gerum það, við höfum tekið mjög vel á móti Grindvíkingum og ekki síst börnunum sem hafa komið í skólana okkar. En það gerði enginn ráð fyrir því að börnum í skólanum myndi fjölga um fjörutíu prósent á nokkrum vikum. Gunnar segir ljóst að innviðir bæjarins þoli ekki svona mikla fjölgun og nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða. Ítrekað hafi verið kallað eftir svörum af hálfu ríkisins en viðbrögð hafi látið á sér standa. „Ég veit ekki alveg hvað skýrir það, hvort það er ákvarðanafælni eða hvað, en við upplifum algjört stjórnleysi í málefnum þessa hóps, sem eins og ég segi, nýtur í raun engra lögbundinna réttinda eða þjónustu.“ Stutt í að gripið verði til aðgerða Þá segir Gunnar að ný ríkisstjórn verði að horfast í augu við þá staðreynd að það hafi ekki verið nóg að kaupa upp eignir fólks í Grindavík. Það sé líka nauðsynlegt að styðja sveitafélög sem hafi sinnt þessu verkefni. „Eðlilegast væri í mínum huga að samfélagið í heild tæki þetta verkefni að sér, og þá þarf auðvitað ríkið að leiða það. það þýðir ekki að horfa bara í hina áttina eins og ég upplifi að ríkið sé að gera þessa dagana í málefnum Grindavíkur og ætlast til þess að málin leysist af sjálfu sér.“ Aðeins sé tímaspursmál hvenær neyðst verður til að setja hömlur á veitingu þjónustu til Grindvíkinga. „Ef við horfum bara stutt fram í tímann þá er það óhjákvæmilegt. Við munum neyðast til að grípa til aðgerða sem ekkert okkar vill þurfa að grípa til,“ segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri í Vogum. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Tengdar fréttir Grindvíkingar í hjólhýsum og pínulitlum íbúðum Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. 12. mars 2024 12:02 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Þegar Grindavíkurbær var rýmdur vegna jarðhræringa þann 10. Nóvember neyddist fjöldi fólks til að yfirgefa heimili sín. Um tvö hundruð Grindvíkingar eru nú með skráð aðsetur í nágrannasveitarfélaginu Vogum. Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri í Vogum segir ánægjulegt hversu margir hafi kosið að flytjast þangað og að vel sé tekið á móti fólkinu, en nú sé komið að þolmörkum hvað varðar þjónustu og innviði sveitafélagsins. „Það hefur einfaldlega gengið mjög illa að fá einhver svör frá ríkinu um hvernig það ætlar að styðja við þennan hóp þannig hann njóti í raun þeirrar sjálfsögðu grunnþjónustu sem landsmenn almennt njóta.“ Um 200 Grindvíkingar hafast nú við í VogumVísir/Egill Upplifir algjört stjórnleysi Mikil uppbygging hefur verið í Vogum síðustu ár og að sögn Gunnars hafði verið gert ráð fyrir talsverði fólksfjölgun á næstu misserum og árum. „En við gerðum ekki alveg ráð fyrir því að bærinn myndi fyllast á nokkrum vikum. Ríkið hefur keypt hér upp á áttunda tug íbúða til útleigu til Grindvíkinga. Auðvitað er mjög fínt að hafi verið hægt, en þessi hópur er með lögheimili utan sveitafélagsins sem hefur talsvert mikil áhrif á áætlanagerð og fjárhag sveitafélagsins. Við þurfum auðvitað að tryggja þessum hóp viðunandi þjónustu og gerum það, við höfum tekið mjög vel á móti Grindvíkingum og ekki síst börnunum sem hafa komið í skólana okkar. En það gerði enginn ráð fyrir því að börnum í skólanum myndi fjölga um fjörutíu prósent á nokkrum vikum. Gunnar segir ljóst að innviðir bæjarins þoli ekki svona mikla fjölgun og nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða. Ítrekað hafi verið kallað eftir svörum af hálfu ríkisins en viðbrögð hafi látið á sér standa. „Ég veit ekki alveg hvað skýrir það, hvort það er ákvarðanafælni eða hvað, en við upplifum algjört stjórnleysi í málefnum þessa hóps, sem eins og ég segi, nýtur í raun engra lögbundinna réttinda eða þjónustu.“ Stutt í að gripið verði til aðgerða Þá segir Gunnar að ný ríkisstjórn verði að horfast í augu við þá staðreynd að það hafi ekki verið nóg að kaupa upp eignir fólks í Grindavík. Það sé líka nauðsynlegt að styðja sveitafélög sem hafi sinnt þessu verkefni. „Eðlilegast væri í mínum huga að samfélagið í heild tæki þetta verkefni að sér, og þá þarf auðvitað ríkið að leiða það. það þýðir ekki að horfa bara í hina áttina eins og ég upplifi að ríkið sé að gera þessa dagana í málefnum Grindavíkur og ætlast til þess að málin leysist af sjálfu sér.“ Aðeins sé tímaspursmál hvenær neyðst verður til að setja hömlur á veitingu þjónustu til Grindvíkinga. „Ef við horfum bara stutt fram í tímann þá er það óhjákvæmilegt. Við munum neyðast til að grípa til aðgerða sem ekkert okkar vill þurfa að grípa til,“ segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri í Vogum.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Tengdar fréttir Grindvíkingar í hjólhýsum og pínulitlum íbúðum Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. 12. mars 2024 12:02 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Grindvíkingar í hjólhýsum og pínulitlum íbúðum Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. 12. mars 2024 12:02