Allt breytt vegna Caitlin Clark Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2024 17:01 Caitlin Clark, númer 22, er stórskostlegur leikmaður sem næstum því allt körfuboltaáhugafólk elskar að horfa á spila. Sarah Stier/Getty Images Það er ekkert WNBA lið búið að velja körfuboltakonuna Caitlin Clark enda nýliðvalið ekki fyrr en á mánudagskvöldið. Önnur félög í deildinni og sjónvarpsrétthafar eru þó farin að hegða sér eins og hún sé orðin leikmaður í deildinni. Vinsældir Clark eru slíkar að það seldist upp á alla leiki Iowa háskólans í vetur, miðaverðið á þá rauk upp og næstum því nítján milljónir fylgdust með úrslitaleiknum í kvennaháskólakörfuboltanum sem er meira en á öllum NBA leikjum frá 2019. Clark tilkynnti á dögunum að þetta yrði hennar síðasta tímabil í háskólaboltanum því hún ætlaði að bjóða sig fram í nýliðavalið. Hún varð þá aldrei háskólameistari, tapaði í úrslitaleiknum undanfarin tvö ár, en sló öll stigametin og metin yfir þriggja stiga körfur hvort sem þú horfir á karla eða konur. on the national stage 36 times this season learn more: https://t.co/Ody0WZxz9Q pic.twitter.com/UvaNdbuwcj— Indiana Fever (@IndianaFever) April 10, 2024 Clark er frábær leikmaður og sannkölluð tilþrifa drottning. Hún skorar með þristum af löngu færi, getur búið til sitt eigið skot, farið framhjá varnarmönnum og hún spilar uppi liðsfélagana með frábærum sendingum. Indiana Fever datt í lukkupottinn því félagið á fyrsta valrétt í nýliðavalinu í ár og mun örugglega nota hann í að velja Clark. Þetta gerir það verkum að mótherjar Indiana Fever eru farnir að færa leiki sína í stærri íþróttahús vitandi að áhugi á miðum á leikinn á móti Fever muni rjúka upp þegar Clark kemur inn í deildina. Sjónvarpsmálin segja líka sína sögu. Þar munu útsendingar frá leikjum Fever margfaldast. Indiana Fever átti líka fyrsta valréttinn í fyrra og valdi þá miðherjann Aliyah Boston. Boston hafði líka átt flottan háskólaferil en vinsældir hennar voru ekki líkingu við vinsældir Clark. Fever liðið var aðeins einu sinni í beinni útsendingu hjá stóru stöðvunum á síðasta tímabili en slíkum útsendingum fjölgar nú upp í 36. The WNBA just announced that 36 of the Indiana Fever's 40 regular season games will be on national television.That includes 10 games on ABC, ESPN, ESPN2, and CBS, as well as additional games on Amazon Prime Video and NBA TV.The Caitlin Clark effect is real.— Joe Pompliano (@JoePompliano) April 10, 2024 Jú 36 af 40 leikjum Fever á fyrsta tímabili Clark verða sýndir í beinni á stóru stöðvunum sem nást út um öll Bandaríkin. Það má líka búast við því að aðdáendur Clark verði mættir fyrir framan sjónvarpstækin til að horfa á þessa leiki og WNBA-deildin mun eflaust fá meira áhorf en hún hefur nokkurn tímann fengið. Caitlin Clark áhrifin eru engu öðru lík. Menn hafa reyndar talað um að koma hennar inn í WNBA-deildin geti orðið samskonar tímamót fyrir WNBA og þegar Larry Bird og Magic Johnson komu inn í NBA-deildina 1979. Iowa city mayor Bruce Teague says the women's basketball team added $82.5M to the local economy (h/t @EliotClough) pic.twitter.com/9eTc2DXFiD— Bleacher Report (@BleacherReport) April 11, 2024 WNBA Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Vinsældir Clark eru slíkar að það seldist upp á alla leiki Iowa háskólans í vetur, miðaverðið á þá rauk upp og næstum því nítján milljónir fylgdust með úrslitaleiknum í kvennaháskólakörfuboltanum sem er meira en á öllum NBA leikjum frá 2019. Clark tilkynnti á dögunum að þetta yrði hennar síðasta tímabil í háskólaboltanum því hún ætlaði að bjóða sig fram í nýliðavalið. Hún varð þá aldrei háskólameistari, tapaði í úrslitaleiknum undanfarin tvö ár, en sló öll stigametin og metin yfir þriggja stiga körfur hvort sem þú horfir á karla eða konur. on the national stage 36 times this season learn more: https://t.co/Ody0WZxz9Q pic.twitter.com/UvaNdbuwcj— Indiana Fever (@IndianaFever) April 10, 2024 Clark er frábær leikmaður og sannkölluð tilþrifa drottning. Hún skorar með þristum af löngu færi, getur búið til sitt eigið skot, farið framhjá varnarmönnum og hún spilar uppi liðsfélagana með frábærum sendingum. Indiana Fever datt í lukkupottinn því félagið á fyrsta valrétt í nýliðavalinu í ár og mun örugglega nota hann í að velja Clark. Þetta gerir það verkum að mótherjar Indiana Fever eru farnir að færa leiki sína í stærri íþróttahús vitandi að áhugi á miðum á leikinn á móti Fever muni rjúka upp þegar Clark kemur inn í deildina. Sjónvarpsmálin segja líka sína sögu. Þar munu útsendingar frá leikjum Fever margfaldast. Indiana Fever átti líka fyrsta valréttinn í fyrra og valdi þá miðherjann Aliyah Boston. Boston hafði líka átt flottan háskólaferil en vinsældir hennar voru ekki líkingu við vinsældir Clark. Fever liðið var aðeins einu sinni í beinni útsendingu hjá stóru stöðvunum á síðasta tímabili en slíkum útsendingum fjölgar nú upp í 36. The WNBA just announced that 36 of the Indiana Fever's 40 regular season games will be on national television.That includes 10 games on ABC, ESPN, ESPN2, and CBS, as well as additional games on Amazon Prime Video and NBA TV.The Caitlin Clark effect is real.— Joe Pompliano (@JoePompliano) April 10, 2024 Jú 36 af 40 leikjum Fever á fyrsta tímabili Clark verða sýndir í beinni á stóru stöðvunum sem nást út um öll Bandaríkin. Það má líka búast við því að aðdáendur Clark verði mættir fyrir framan sjónvarpstækin til að horfa á þessa leiki og WNBA-deildin mun eflaust fá meira áhorf en hún hefur nokkurn tímann fengið. Caitlin Clark áhrifin eru engu öðru lík. Menn hafa reyndar talað um að koma hennar inn í WNBA-deildin geti orðið samskonar tímamót fyrir WNBA og þegar Larry Bird og Magic Johnson komu inn í NBA-deildina 1979. Iowa city mayor Bruce Teague says the women's basketball team added $82.5M to the local economy (h/t @EliotClough) pic.twitter.com/9eTc2DXFiD— Bleacher Report (@BleacherReport) April 11, 2024
WNBA Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira