Handtekin í gær og les Bjarna pistilinn í dag Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. apríl 2024 22:10 Margrét Rut Eddudóttir var ein þeirra sem var handtekin á mótmælum við Bessastaði í gær. Hún segir ofbeldismenningu þrífast innan ríkisstjórnarinnar. Listakonan Margrét Rut Eddudóttir var ein þeirra sem var handtekin á mótmælum við Bessastaði í gær. Hún vill meina að það sé ofbeldi að Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, fái að valsa um valdastöður í íslensku samfélagi. Margrét skrifar um handtökuna, nýjan forsætisráðherra og það sem hún lýsir sem meðvirkni með ofbeldi í skoðanagreininni „Ofbeldismenning í ríkisstjórninni“ sem birtist á Vísi í kvöld. Þar segist hún hafa verið handtekin af því hún sé ekki lengur meðvirk með „gerendum þessarar þjóðar“. Margrét segist hafa upplifað ofbeldi þegar hún sá fréttir af því að Bjarni Benediktsson væri orðin forsætisráðherra. Ofbeldi sem birtist í því að Bjarni fái „að halda ótrautt áfram að valsa um valdastöður þessarar þjóðar óáreittur.“ „Það sem mér þykir þó átakanlegast er ekki ofbeldismaðurinn sjálfur heldur allt góða fólkið sem er meðvirkt með honum. Fólkið sem átti að vinna heiðarlegt og gott starf fyrir þjóðina og þá er ég að tala um Katrínu Jakobsdóttir, núverandi forsetaframbjóðenda og alla sem vinna bæði á þingi og í ríkisstjórn sem virðast blindaðir af ótta, meðvirkni og normelíseringu á þessu tiltekna ofbeldi,“ skrifar hún. Margrét segir að til að vinna úr ofbeldismenningu þurfi fólk að geta treyst hvort öðru. Traust sé undirstaða alls og án trausts sé ekkert samtal. „Fyrir okkur sem horfum utan frá er þetta ekki flókið mál. Bjarni Benediktsson er rúin öllu trausti og við erum ekki lengur meðvirk,“ skrifar Margrét. Mótmælendur standi í lappirnar gegn siðrofi Margrét segir að á mótmælunum við Bessastaði í gær hafi verið fjölbreyttur hópur af fólki. Hún hafi eins og aðrir mótmælendur verið þar á eigin vegum „til þess að standa í lappirnar gegn því siðrofi sem hefur kraumað í íslenskum stjórnmálum svo árum skiptir.“ Mótmælin hafi verið friðsamleg að öllu leyti en nokkrir mótmælendanna hafi sest á götuna í mótmælaskyni af því þeim hafi verið ofboðið hvað Bjarni Benediktsson fái að valsa undir sig hvert ráðherrasætið eftir öðru í óþökk þjóðarinnar. Margrét vísar sérstaklega í skoðanagreinina „Spilltasti og óvinsælasti stjórnmálamaður sögunnar“ sem Gunnar Smári Egilsson skrifaði á Vísi í apríl 2022. Þar rekur Gunnar stjórnmálasögu Bjarna. Í lok greinarinnar segir Margrét að það versta sem Bjarni hafi gert þjóðinni væri „að taka virkan þátt í þjóðarmorðinu í Palestínu með því að frysta fjárframlög til UNRWA“ og að hafa ekki stutt málsókn Suður-Afríku gegn Ísrael fyrir alþjóðadómstólnum vegna þjóðarmorðsins í Gaza. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Margrét skrifar um handtökuna, nýjan forsætisráðherra og það sem hún lýsir sem meðvirkni með ofbeldi í skoðanagreininni „Ofbeldismenning í ríkisstjórninni“ sem birtist á Vísi í kvöld. Þar segist hún hafa verið handtekin af því hún sé ekki lengur meðvirk með „gerendum þessarar þjóðar“. Margrét segist hafa upplifað ofbeldi þegar hún sá fréttir af því að Bjarni Benediktsson væri orðin forsætisráðherra. Ofbeldi sem birtist í því að Bjarni fái „að halda ótrautt áfram að valsa um valdastöður þessarar þjóðar óáreittur.“ „Það sem mér þykir þó átakanlegast er ekki ofbeldismaðurinn sjálfur heldur allt góða fólkið sem er meðvirkt með honum. Fólkið sem átti að vinna heiðarlegt og gott starf fyrir þjóðina og þá er ég að tala um Katrínu Jakobsdóttir, núverandi forsetaframbjóðenda og alla sem vinna bæði á þingi og í ríkisstjórn sem virðast blindaðir af ótta, meðvirkni og normelíseringu á þessu tiltekna ofbeldi,“ skrifar hún. Margrét segir að til að vinna úr ofbeldismenningu þurfi fólk að geta treyst hvort öðru. Traust sé undirstaða alls og án trausts sé ekkert samtal. „Fyrir okkur sem horfum utan frá er þetta ekki flókið mál. Bjarni Benediktsson er rúin öllu trausti og við erum ekki lengur meðvirk,“ skrifar Margrét. Mótmælendur standi í lappirnar gegn siðrofi Margrét segir að á mótmælunum við Bessastaði í gær hafi verið fjölbreyttur hópur af fólki. Hún hafi eins og aðrir mótmælendur verið þar á eigin vegum „til þess að standa í lappirnar gegn því siðrofi sem hefur kraumað í íslenskum stjórnmálum svo árum skiptir.“ Mótmælin hafi verið friðsamleg að öllu leyti en nokkrir mótmælendanna hafi sest á götuna í mótmælaskyni af því þeim hafi verið ofboðið hvað Bjarni Benediktsson fái að valsa undir sig hvert ráðherrasætið eftir öðru í óþökk þjóðarinnar. Margrét vísar sérstaklega í skoðanagreinina „Spilltasti og óvinsælasti stjórnmálamaður sögunnar“ sem Gunnar Smári Egilsson skrifaði á Vísi í apríl 2022. Þar rekur Gunnar stjórnmálasögu Bjarna. Í lok greinarinnar segir Margrét að það versta sem Bjarni hafi gert þjóðinni væri „að taka virkan þátt í þjóðarmorðinu í Palestínu með því að frysta fjárframlög til UNRWA“ og að hafa ekki stutt málsókn Suður-Afríku gegn Ísrael fyrir alþjóðadómstólnum vegna þjóðarmorðsins í Gaza.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira