Handtekin í gær og les Bjarna pistilinn í dag Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. apríl 2024 22:10 Margrét Rut Eddudóttir var ein þeirra sem var handtekin á mótmælum við Bessastaði í gær. Hún segir ofbeldismenningu þrífast innan ríkisstjórnarinnar. Listakonan Margrét Rut Eddudóttir var ein þeirra sem var handtekin á mótmælum við Bessastaði í gær. Hún vill meina að það sé ofbeldi að Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, fái að valsa um valdastöður í íslensku samfélagi. Margrét skrifar um handtökuna, nýjan forsætisráðherra og það sem hún lýsir sem meðvirkni með ofbeldi í skoðanagreininni „Ofbeldismenning í ríkisstjórninni“ sem birtist á Vísi í kvöld. Þar segist hún hafa verið handtekin af því hún sé ekki lengur meðvirk með „gerendum þessarar þjóðar“. Margrét segist hafa upplifað ofbeldi þegar hún sá fréttir af því að Bjarni Benediktsson væri orðin forsætisráðherra. Ofbeldi sem birtist í því að Bjarni fái „að halda ótrautt áfram að valsa um valdastöður þessarar þjóðar óáreittur.“ „Það sem mér þykir þó átakanlegast er ekki ofbeldismaðurinn sjálfur heldur allt góða fólkið sem er meðvirkt með honum. Fólkið sem átti að vinna heiðarlegt og gott starf fyrir þjóðina og þá er ég að tala um Katrínu Jakobsdóttir, núverandi forsetaframbjóðenda og alla sem vinna bæði á þingi og í ríkisstjórn sem virðast blindaðir af ótta, meðvirkni og normelíseringu á þessu tiltekna ofbeldi,“ skrifar hún. Margrét segir að til að vinna úr ofbeldismenningu þurfi fólk að geta treyst hvort öðru. Traust sé undirstaða alls og án trausts sé ekkert samtal. „Fyrir okkur sem horfum utan frá er þetta ekki flókið mál. Bjarni Benediktsson er rúin öllu trausti og við erum ekki lengur meðvirk,“ skrifar Margrét. Mótmælendur standi í lappirnar gegn siðrofi Margrét segir að á mótmælunum við Bessastaði í gær hafi verið fjölbreyttur hópur af fólki. Hún hafi eins og aðrir mótmælendur verið þar á eigin vegum „til þess að standa í lappirnar gegn því siðrofi sem hefur kraumað í íslenskum stjórnmálum svo árum skiptir.“ Mótmælin hafi verið friðsamleg að öllu leyti en nokkrir mótmælendanna hafi sest á götuna í mótmælaskyni af því þeim hafi verið ofboðið hvað Bjarni Benediktsson fái að valsa undir sig hvert ráðherrasætið eftir öðru í óþökk þjóðarinnar. Margrét vísar sérstaklega í skoðanagreinina „Spilltasti og óvinsælasti stjórnmálamaður sögunnar“ sem Gunnar Smári Egilsson skrifaði á Vísi í apríl 2022. Þar rekur Gunnar stjórnmálasögu Bjarna. Í lok greinarinnar segir Margrét að það versta sem Bjarni hafi gert þjóðinni væri „að taka virkan þátt í þjóðarmorðinu í Palestínu með því að frysta fjárframlög til UNRWA“ og að hafa ekki stutt málsókn Suður-Afríku gegn Ísrael fyrir alþjóðadómstólnum vegna þjóðarmorðsins í Gaza. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Margrét skrifar um handtökuna, nýjan forsætisráðherra og það sem hún lýsir sem meðvirkni með ofbeldi í skoðanagreininni „Ofbeldismenning í ríkisstjórninni“ sem birtist á Vísi í kvöld. Þar segist hún hafa verið handtekin af því hún sé ekki lengur meðvirk með „gerendum þessarar þjóðar“. Margrét segist hafa upplifað ofbeldi þegar hún sá fréttir af því að Bjarni Benediktsson væri orðin forsætisráðherra. Ofbeldi sem birtist í því að Bjarni fái „að halda ótrautt áfram að valsa um valdastöður þessarar þjóðar óáreittur.“ „Það sem mér þykir þó átakanlegast er ekki ofbeldismaðurinn sjálfur heldur allt góða fólkið sem er meðvirkt með honum. Fólkið sem átti að vinna heiðarlegt og gott starf fyrir þjóðina og þá er ég að tala um Katrínu Jakobsdóttir, núverandi forsetaframbjóðenda og alla sem vinna bæði á þingi og í ríkisstjórn sem virðast blindaðir af ótta, meðvirkni og normelíseringu á þessu tiltekna ofbeldi,“ skrifar hún. Margrét segir að til að vinna úr ofbeldismenningu þurfi fólk að geta treyst hvort öðru. Traust sé undirstaða alls og án trausts sé ekkert samtal. „Fyrir okkur sem horfum utan frá er þetta ekki flókið mál. Bjarni Benediktsson er rúin öllu trausti og við erum ekki lengur meðvirk,“ skrifar Margrét. Mótmælendur standi í lappirnar gegn siðrofi Margrét segir að á mótmælunum við Bessastaði í gær hafi verið fjölbreyttur hópur af fólki. Hún hafi eins og aðrir mótmælendur verið þar á eigin vegum „til þess að standa í lappirnar gegn því siðrofi sem hefur kraumað í íslenskum stjórnmálum svo árum skiptir.“ Mótmælin hafi verið friðsamleg að öllu leyti en nokkrir mótmælendanna hafi sest á götuna í mótmælaskyni af því þeim hafi verið ofboðið hvað Bjarni Benediktsson fái að valsa undir sig hvert ráðherrasætið eftir öðru í óþökk þjóðarinnar. Margrét vísar sérstaklega í skoðanagreinina „Spilltasti og óvinsælasti stjórnmálamaður sögunnar“ sem Gunnar Smári Egilsson skrifaði á Vísi í apríl 2022. Þar rekur Gunnar stjórnmálasögu Bjarna. Í lok greinarinnar segir Margrét að það versta sem Bjarni hafi gert þjóðinni væri „að taka virkan þátt í þjóðarmorðinu í Palestínu með því að frysta fjárframlög til UNRWA“ og að hafa ekki stutt málsókn Suður-Afríku gegn Ísrael fyrir alþjóðadómstólnum vegna þjóðarmorðsins í Gaza.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira