„Það má ekki missa kjarkinn“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. apríl 2024 20:01 Aðalgeir Jóhannsson eða Alli á Eyri er meðal þeirra átta sem bæjarstjórn Grindavíkur heiðraði á afmælishátíð bæjarins í dag fyrir menningarstörf í bæjarfélaginu. Vísir/Arnar Átta manns fengu heiðursviðurkenningu frá bæjarstjórn Grindavíkur í dag í tilefni þess að fimmtíu ár er frá því bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Þeirra á meðal er Alli á Eyri sem hvetur Grindvíkinga til að missa ekki kjarkinn. Aðalgeir Jóhannsson eða Alli á Eyri er meðal þeirra átta sem bæjarstjórn Grindavíkur heiðraði á afmælishátíð bæjarins í dag fyrir menningarstörf í bæjarfélaginu. Hann hefur um árabil rekið netaverkstæði í bænum og er einn eiganda veitingahússins Bryggjunnar. Þá gaf hann út bókina Grindavíkurblús á síðasta ári. Hann segir að síðustu mánuðir hafi verið erfiðir en ætlar aftur heim. „Staðan er auðvitað grafalvarleg hér í Grindavík. En það má ekki missa kjarkinn. Við erum um það bil að snúa dæminu við. Við ætlum að snúa aftur heim. Það er ekkert að húsinu mínu. Ég bý hérna í vesturbæ Grindavíkur. Það eru öll hús vestan Víkurbrautar í fínu lagi og skólinn þar með. Mér skilst að leikskólinn sé það líka. Þannig að það á alveg að vera hægt með ákveðinni varkárni að koma sér heim sem fyrst. Ég hef til dæmis verið í bænum undanfarið en konan hefur svolítið hrædd við það en hún er að koma til. Hún mætir mjög fljótlega örugglega nú í apríl,“ segir Aðalgeir. Leysa heimsmálin á korteri Hann er ánægður með viðbrögð landsmanna undanfarið. „Ég svakalega stoltur yfir íslenskri þjóð. Hvað hún hefur tekið á móti okkur Grindvíkingum í þessum vandræðum. Bæði ríkisstjórn og almenningur. Ég á því láni að fagna að fá að drekka kaffi á Kaffivagninum Það er yndislegt að hitta karlana þar og leysa heimsmálin eins og við gerðum hérna í Grindavík. Þar er engin vandi að leysa heimsmálin á korteri eða svo,“ segir Aðalgeir. Aðalgeir er sannfærður að líf verði komið í Grindavík á næstu mánuðum. Það er engan bilbug á mér að finna. Við komum hérna mjög fljótlega. Ég held að það verði hópur manna kominn þegar fer að sumra betur og lauf farin að sjást á trjánum. Golfvöllurinn er í fínu lagi. Menn fara að spila þar mjög fljótlega,“ segir Aðalgeir að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira
Aðalgeir Jóhannsson eða Alli á Eyri er meðal þeirra átta sem bæjarstjórn Grindavíkur heiðraði á afmælishátíð bæjarins í dag fyrir menningarstörf í bæjarfélaginu. Hann hefur um árabil rekið netaverkstæði í bænum og er einn eiganda veitingahússins Bryggjunnar. Þá gaf hann út bókina Grindavíkurblús á síðasta ári. Hann segir að síðustu mánuðir hafi verið erfiðir en ætlar aftur heim. „Staðan er auðvitað grafalvarleg hér í Grindavík. En það má ekki missa kjarkinn. Við erum um það bil að snúa dæminu við. Við ætlum að snúa aftur heim. Það er ekkert að húsinu mínu. Ég bý hérna í vesturbæ Grindavíkur. Það eru öll hús vestan Víkurbrautar í fínu lagi og skólinn þar með. Mér skilst að leikskólinn sé það líka. Þannig að það á alveg að vera hægt með ákveðinni varkárni að koma sér heim sem fyrst. Ég hef til dæmis verið í bænum undanfarið en konan hefur svolítið hrædd við það en hún er að koma til. Hún mætir mjög fljótlega örugglega nú í apríl,“ segir Aðalgeir. Leysa heimsmálin á korteri Hann er ánægður með viðbrögð landsmanna undanfarið. „Ég svakalega stoltur yfir íslenskri þjóð. Hvað hún hefur tekið á móti okkur Grindvíkingum í þessum vandræðum. Bæði ríkisstjórn og almenningur. Ég á því láni að fagna að fá að drekka kaffi á Kaffivagninum Það er yndislegt að hitta karlana þar og leysa heimsmálin eins og við gerðum hérna í Grindavík. Þar er engin vandi að leysa heimsmálin á korteri eða svo,“ segir Aðalgeir. Aðalgeir er sannfærður að líf verði komið í Grindavík á næstu mánuðum. Það er engan bilbug á mér að finna. Við komum hérna mjög fljótlega. Ég held að það verði hópur manna kominn þegar fer að sumra betur og lauf farin að sjást á trjánum. Golfvöllurinn er í fínu lagi. Menn fara að spila þar mjög fljótlega,“ segir Aðalgeir að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira