„Það má ekki missa kjarkinn“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. apríl 2024 20:01 Aðalgeir Jóhannsson eða Alli á Eyri er meðal þeirra átta sem bæjarstjórn Grindavíkur heiðraði á afmælishátíð bæjarins í dag fyrir menningarstörf í bæjarfélaginu. Vísir/Arnar Átta manns fengu heiðursviðurkenningu frá bæjarstjórn Grindavíkur í dag í tilefni þess að fimmtíu ár er frá því bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Þeirra á meðal er Alli á Eyri sem hvetur Grindvíkinga til að missa ekki kjarkinn. Aðalgeir Jóhannsson eða Alli á Eyri er meðal þeirra átta sem bæjarstjórn Grindavíkur heiðraði á afmælishátíð bæjarins í dag fyrir menningarstörf í bæjarfélaginu. Hann hefur um árabil rekið netaverkstæði í bænum og er einn eiganda veitingahússins Bryggjunnar. Þá gaf hann út bókina Grindavíkurblús á síðasta ári. Hann segir að síðustu mánuðir hafi verið erfiðir en ætlar aftur heim. „Staðan er auðvitað grafalvarleg hér í Grindavík. En það má ekki missa kjarkinn. Við erum um það bil að snúa dæminu við. Við ætlum að snúa aftur heim. Það er ekkert að húsinu mínu. Ég bý hérna í vesturbæ Grindavíkur. Það eru öll hús vestan Víkurbrautar í fínu lagi og skólinn þar með. Mér skilst að leikskólinn sé það líka. Þannig að það á alveg að vera hægt með ákveðinni varkárni að koma sér heim sem fyrst. Ég hef til dæmis verið í bænum undanfarið en konan hefur svolítið hrædd við það en hún er að koma til. Hún mætir mjög fljótlega örugglega nú í apríl,“ segir Aðalgeir. Leysa heimsmálin á korteri Hann er ánægður með viðbrögð landsmanna undanfarið. „Ég svakalega stoltur yfir íslenskri þjóð. Hvað hún hefur tekið á móti okkur Grindvíkingum í þessum vandræðum. Bæði ríkisstjórn og almenningur. Ég á því láni að fagna að fá að drekka kaffi á Kaffivagninum Það er yndislegt að hitta karlana þar og leysa heimsmálin eins og við gerðum hérna í Grindavík. Þar er engin vandi að leysa heimsmálin á korteri eða svo,“ segir Aðalgeir. Aðalgeir er sannfærður að líf verði komið í Grindavík á næstu mánuðum. Það er engan bilbug á mér að finna. Við komum hérna mjög fljótlega. Ég held að það verði hópur manna kominn þegar fer að sumra betur og lauf farin að sjást á trjánum. Golfvöllurinn er í fínu lagi. Menn fara að spila þar mjög fljótlega,“ segir Aðalgeir að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Aðalgeir Jóhannsson eða Alli á Eyri er meðal þeirra átta sem bæjarstjórn Grindavíkur heiðraði á afmælishátíð bæjarins í dag fyrir menningarstörf í bæjarfélaginu. Hann hefur um árabil rekið netaverkstæði í bænum og er einn eiganda veitingahússins Bryggjunnar. Þá gaf hann út bókina Grindavíkurblús á síðasta ári. Hann segir að síðustu mánuðir hafi verið erfiðir en ætlar aftur heim. „Staðan er auðvitað grafalvarleg hér í Grindavík. En það má ekki missa kjarkinn. Við erum um það bil að snúa dæminu við. Við ætlum að snúa aftur heim. Það er ekkert að húsinu mínu. Ég bý hérna í vesturbæ Grindavíkur. Það eru öll hús vestan Víkurbrautar í fínu lagi og skólinn þar með. Mér skilst að leikskólinn sé það líka. Þannig að það á alveg að vera hægt með ákveðinni varkárni að koma sér heim sem fyrst. Ég hef til dæmis verið í bænum undanfarið en konan hefur svolítið hrædd við það en hún er að koma til. Hún mætir mjög fljótlega örugglega nú í apríl,“ segir Aðalgeir. Leysa heimsmálin á korteri Hann er ánægður með viðbrögð landsmanna undanfarið. „Ég svakalega stoltur yfir íslenskri þjóð. Hvað hún hefur tekið á móti okkur Grindvíkingum í þessum vandræðum. Bæði ríkisstjórn og almenningur. Ég á því láni að fagna að fá að drekka kaffi á Kaffivagninum Það er yndislegt að hitta karlana þar og leysa heimsmálin eins og við gerðum hérna í Grindavík. Þar er engin vandi að leysa heimsmálin á korteri eða svo,“ segir Aðalgeir. Aðalgeir er sannfærður að líf verði komið í Grindavík á næstu mánuðum. Það er engan bilbug á mér að finna. Við komum hérna mjög fljótlega. Ég held að það verði hópur manna kominn þegar fer að sumra betur og lauf farin að sjást á trjánum. Golfvöllurinn er í fínu lagi. Menn fara að spila þar mjög fljótlega,“ segir Aðalgeir að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira