„Þetta er sama fólkið með sömu stefnu í nýjum stólum“ Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2024 15:40 Kristrún Frostadóttir er formaður Samfylkingarinnar og hún lét ríkisstjórnina heyra það í ræðustól þingsins þá er Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra hélt stefnuræðu sína. Vísir/Arnar Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar var fyrst upp í ræðupúlt eftir að Bjarni Benediktsson nýr forsætisráðherra flutti ávarp sitt á þingi og hún gaf ekki mikið fyrir afrekaskrá ríkisstjórnarinnar. „Förum aðeins yfir þá stöðu sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig,“ sagði Kristrún meðal annars og rakti þá: Vextir háir — verðbólga mikil — og hömlulaus húsnæðismarkaður. Ófjármögnuð útgjöld upp á 80 milljarða næstu árin. Ófjármögnuð útgjöld vegna Grindavíkur. Og hún hélt áfram að renna yfir „afrekin“ sem væru engin fjármálaáætlun, samgönguáætlun sem situr föst, framkvæmdastopp í orku- og samgöngumálum… „Já, algjört framkvæmdastopp! Frá ríkisstjórn sem ætlaði að kenna sig við innviði.“ Stóra núllið Kristrún kynnti það sem hún kallaði Stóra núllið frá 2017 eða þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við: „Framkvæmdir við 0 ný jarðgöng á Íslandi — 0 nýjar virkjanir yfir 10 MW — og 0 ný virkjanaleyfi í gildi. Hvort sem litið er til virkjana sem nýta vatnsafl, jarðvarma, vind eða aðra orkugjafa. Þetta er sú staða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig — og sem þessi svokallaða nýja ríkisstjórn fær í arf. Kristrún sagði ekkert standa eftir þegar verk þessarar ríkisstjórnar væru skoðuð annað en að þeir væru að veita hver öðrum stöðuhækkun. Sama fólkið, með sömu stefnu í nýjum stólum.Vísir/Vilhelm Og nú er talað og talað og talað um einhverja stórsókn í orkumálum. En tekið skýrt fram að það sé engin stefnubreyting samt hjá þessari ríkisstjórn — og engar nýjar aðgerðir kynntar.“ Kristrún spurði hvað væri eiginlega hægt að segja? Sama væri með útlendingamálin þar sem ríkisstjórnin hafi séð um það alveg sjálf að skapa stærstu vandamálin með undanþágum, hringlandahætti og illa unnum lagafrumvörpum. Og nú er sagt að sé allt að fara að smella — án stefnubreytingar. „Hvað er þá verið að gefa í skyn? Að fráfarandi forsætisráðherra hafi verið vandamálið? Eða er þetta kannski bara tómt tal hjá ríkisstjórninni — enn einu sinni — til að réttlæta þrásetu sína án árangurs?“ Að veita hver öðrum stöðuhækkun koll af kolli Kristrún sagði þjóðina gera kröfu um árangur og það kalli á stefnubreytingu. En það sé ekki nóg að höfuð ríkisstjórnarinnar fari í forsetaframboð. „Og að veita svo öðrum ráðherrum stöðuhækkun, koll af kolli — að því er virðist allra helst þeim sem hafa gert alvarlegustu afglöpin í sínum fyrri embættum. Þetta er sama fólkið, með sömu stefnu í nýjum stólum.“ Ekkert hafi hins vegar breyst sem skipti fólkið í landinu nokkru máli. Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Magga Stína hrópaði að Bjarna af þingpöllunum Margréti Kristínu Blöndal, Möggu Stínu, var vísað af pöllum Alþingis eftir að hún hrópaði að forsætisráðherra Bjarna Benediktssyni á meðan hann flutti yfirlýsingu sína á þingi í dag. 10. apríl 2024 15:18 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira
„Förum aðeins yfir þá stöðu sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig,“ sagði Kristrún meðal annars og rakti þá: Vextir háir — verðbólga mikil — og hömlulaus húsnæðismarkaður. Ófjármögnuð útgjöld upp á 80 milljarða næstu árin. Ófjármögnuð útgjöld vegna Grindavíkur. Og hún hélt áfram að renna yfir „afrekin“ sem væru engin fjármálaáætlun, samgönguáætlun sem situr föst, framkvæmdastopp í orku- og samgöngumálum… „Já, algjört framkvæmdastopp! Frá ríkisstjórn sem ætlaði að kenna sig við innviði.“ Stóra núllið Kristrún kynnti það sem hún kallaði Stóra núllið frá 2017 eða þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við: „Framkvæmdir við 0 ný jarðgöng á Íslandi — 0 nýjar virkjanir yfir 10 MW — og 0 ný virkjanaleyfi í gildi. Hvort sem litið er til virkjana sem nýta vatnsafl, jarðvarma, vind eða aðra orkugjafa. Þetta er sú staða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig — og sem þessi svokallaða nýja ríkisstjórn fær í arf. Kristrún sagði ekkert standa eftir þegar verk þessarar ríkisstjórnar væru skoðuð annað en að þeir væru að veita hver öðrum stöðuhækkun. Sama fólkið, með sömu stefnu í nýjum stólum.Vísir/Vilhelm Og nú er talað og talað og talað um einhverja stórsókn í orkumálum. En tekið skýrt fram að það sé engin stefnubreyting samt hjá þessari ríkisstjórn — og engar nýjar aðgerðir kynntar.“ Kristrún spurði hvað væri eiginlega hægt að segja? Sama væri með útlendingamálin þar sem ríkisstjórnin hafi séð um það alveg sjálf að skapa stærstu vandamálin með undanþágum, hringlandahætti og illa unnum lagafrumvörpum. Og nú er sagt að sé allt að fara að smella — án stefnubreytingar. „Hvað er þá verið að gefa í skyn? Að fráfarandi forsætisráðherra hafi verið vandamálið? Eða er þetta kannski bara tómt tal hjá ríkisstjórninni — enn einu sinni — til að réttlæta þrásetu sína án árangurs?“ Að veita hver öðrum stöðuhækkun koll af kolli Kristrún sagði þjóðina gera kröfu um árangur og það kalli á stefnubreytingu. En það sé ekki nóg að höfuð ríkisstjórnarinnar fari í forsetaframboð. „Og að veita svo öðrum ráðherrum stöðuhækkun, koll af kolli — að því er virðist allra helst þeim sem hafa gert alvarlegustu afglöpin í sínum fyrri embættum. Þetta er sama fólkið, með sömu stefnu í nýjum stólum.“ Ekkert hafi hins vegar breyst sem skipti fólkið í landinu nokkru máli.
Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Magga Stína hrópaði að Bjarna af þingpöllunum Margréti Kristínu Blöndal, Möggu Stínu, var vísað af pöllum Alþingis eftir að hún hrópaði að forsætisráðherra Bjarna Benediktssyni á meðan hann flutti yfirlýsingu sína á þingi í dag. 10. apríl 2024 15:18 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira
Magga Stína hrópaði að Bjarna af þingpöllunum Margréti Kristínu Blöndal, Möggu Stínu, var vísað af pöllum Alþingis eftir að hún hrópaði að forsætisráðherra Bjarna Benediktssyni á meðan hann flutti yfirlýsingu sína á þingi í dag. 10. apríl 2024 15:18