Sigurður Ingi tekinn við af Þórdísi Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2024 09:54 Sigurður Ingi sæll með nýja starfsmannakortið að fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, lyklana að fjármálaráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi kemur úr innviðaráðuneytinu og Þórdís fer nú aftur í utanríkisráðuneytið. Þórdís hefur verið fjármálaráðherra frá því í október þegar Bjarni Benediktsson sagði af sér því embætti. Bjarni tók í morgun við lyklum að forsætisráðuneytinu af Katrínu Jakobsdóttur. Þórdís afhenti Sigurði starfsmannakort að ráðuneytinu. Hún sagði ekki tilefni til að hafa þessa athöfn langa. Þau væru buin að vinna lengi saman og Sigurður Ingi þekkti vel þær áskoranir sem eru í fjármálaráðuneytinu. Þangað komi nærri öll mál og hlaupabrettið sé hátt stillt. Hún sagði framúrskarandi fólk starfa í ráðuneytinu sem þekki það vel að hlaupa hratt. Þau viti bæði hver verkefnin séu. Það sé til dæmis fjármálaáætlunin. Þórdís segir það alltaf blendnar tilfinningar að skipta um ráðuneyti. Hún hafi verið rétt að byrja í fjármálaráðuneytinu og hafi aðeins verið þar í hálft ár. Hún hafi verið að vinna að fjármálaáætlun og svo hafi verið gerðir kjarasamningar og þeir samþykktir. Svo hafi málefni Grindvíkinga verið áberandi. Hún hafi ætlað sér að vera lengur í ráðuneytinu og hafi viljað það. „En þetta er pólitíkin og þetta er niðurstaðan“ sagði Þórdís. Hún sagði einnig áríðandi verkefni í utanríkisráðuneytinu og að hún takist á við þau af mikilli ábyrgð. Sigurður Ingi þakkaði Þórdísi fyrir lyklana. Hann sagðist vita að það væri framúrskarandi starfsfólk í ráðuneytinu og að hann hlakkaði til að kljást við verkefnin sem eru í ráðuneytinu. Þetta sé spennandi starf og hann hlakki til áframhaldandi samstarfs. Það sé ekki mikið eftir af kjörtímabilinu en að þau ætli að klára verkefnin á þeim tíma. Sigurður Ingi segir það góða tilfinningu að taka við nýju embætti og nýjum verkefnum. Það þurfi að sýna því auðmýkt þó hann komi ekki alveg nýr að verkefninu. Hann hafi verið í ráðherranefnd um ríkisfjármál frá árinu 2016. Það séu mikilvæg verkefni í ráðuneytinu og hann hlakki til. Sigurður Ingi segir líklegt að fjármálaáætlun verði lögð fram í næstu viku og svo verði umræður um hana. Hann segir áform ríkisstjórnarinnar metnaðarfull, sama á hvaða sviði það er. Það hafi verið lögð áhersla á húsnæðismál en líka fjárfestingar. Það verði áfram áskorun því hagvöxtur hafi farið minnkandi. Þetta jafnvægi þurfi þau í fjármálaráðuneytinu að gæta það og að það verði áfram gert. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59 Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. 10. apríl 2024 08:03 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Þórdís hefur verið fjármálaráðherra frá því í október þegar Bjarni Benediktsson sagði af sér því embætti. Bjarni tók í morgun við lyklum að forsætisráðuneytinu af Katrínu Jakobsdóttur. Þórdís afhenti Sigurði starfsmannakort að ráðuneytinu. Hún sagði ekki tilefni til að hafa þessa athöfn langa. Þau væru buin að vinna lengi saman og Sigurður Ingi þekkti vel þær áskoranir sem eru í fjármálaráðuneytinu. Þangað komi nærri öll mál og hlaupabrettið sé hátt stillt. Hún sagði framúrskarandi fólk starfa í ráðuneytinu sem þekki það vel að hlaupa hratt. Þau viti bæði hver verkefnin séu. Það sé til dæmis fjármálaáætlunin. Þórdís segir það alltaf blendnar tilfinningar að skipta um ráðuneyti. Hún hafi verið rétt að byrja í fjármálaráðuneytinu og hafi aðeins verið þar í hálft ár. Hún hafi verið að vinna að fjármálaáætlun og svo hafi verið gerðir kjarasamningar og þeir samþykktir. Svo hafi málefni Grindvíkinga verið áberandi. Hún hafi ætlað sér að vera lengur í ráðuneytinu og hafi viljað það. „En þetta er pólitíkin og þetta er niðurstaðan“ sagði Þórdís. Hún sagði einnig áríðandi verkefni í utanríkisráðuneytinu og að hún takist á við þau af mikilli ábyrgð. Sigurður Ingi þakkaði Þórdísi fyrir lyklana. Hann sagðist vita að það væri framúrskarandi starfsfólk í ráðuneytinu og að hann hlakkaði til að kljást við verkefnin sem eru í ráðuneytinu. Þetta sé spennandi starf og hann hlakki til áframhaldandi samstarfs. Það sé ekki mikið eftir af kjörtímabilinu en að þau ætli að klára verkefnin á þeim tíma. Sigurður Ingi segir það góða tilfinningu að taka við nýju embætti og nýjum verkefnum. Það þurfi að sýna því auðmýkt þó hann komi ekki alveg nýr að verkefninu. Hann hafi verið í ráðherranefnd um ríkisfjármál frá árinu 2016. Það séu mikilvæg verkefni í ráðuneytinu og hann hlakki til. Sigurður Ingi segir líklegt að fjármálaáætlun verði lögð fram í næstu viku og svo verði umræður um hana. Hann segir áform ríkisstjórnarinnar metnaðarfull, sama á hvaða sviði það er. Það hafi verið lögð áhersla á húsnæðismál en líka fjárfestingar. Það verði áfram áskorun því hagvöxtur hafi farið minnkandi. Þetta jafnvægi þurfi þau í fjármálaráðuneytinu að gæta það og að það verði áfram gert.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59 Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. 10. apríl 2024 08:03 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59
Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. 10. apríl 2024 08:03