Miklu fleiri horfðu á konurnar en karlana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2024 10:01 Caitlin Clark fór fyrir Iowa Hawkeyes liðinu og hefur eignast milljónir aðdáenda á undanförnum árum. Getty/Thien-An Truong Áhuginn á háskólakörfubolta kvenna í Bandaríkjunum er í sögulegu hámarki og sjónvarpsáhorfið á úrslitaleik karla og kvenna sýndi það líka svart á hvítu. Um síðustu helgi fóru fram úrslitaleikir háskólaboltans. Konurnar spiluðu á sunnudagskvöld en karlarnir á mánudagskvöldi. UConn vann Purdue í úrslitaleik hjá körlunum og var að vinna titilinn annað árið í röð. Hjá konunum vann síðan South Carolina skólinn sigur á Iowa. South Carolina vann þar með alla leiki sína á tímabilinu. Með Iowa spilar hin ótrúlega vinsæla og frábæra körfuboltakona Caitlin Clark sem hefur öðrum fremur keyrt upp áhugann á kvennakörfunni. Hún þurfti þó að sætta sig við að tapa úrslitaleiknum annað árið í röð. Hingað til hefur athyglin alltaf verið mun meiri á karlaleiknum en ekki í vetur. Að þessu sinni féllu strákarnir algjörlega í skuggann á stelpunum. Það var barist um miðana á úrslitin hjá konunum og miðaverðið rauk upp og var hærra en á karlakeppnina. Síðasti vitnisburðurinn um meiri áhuga á konunum en körlunum voru síðan áhorfendatölur á leikina í sjónvarpi. Niðurstöðurnar voru gefnar út í gær og þær eru sláandi. Miklu fleiri horfu á konurnar en karlana og munað milljónum í áhorfi. Alls horfðu 18,9 milljónir á úrslitaleikinn hjá konunum en 14,8 milljónir horfðu á úrslitaleikinn hjá körlunum. Áhorfið á karlaleikinn var 14,7 milljónir í fyrra og hækkaði því örlítið. Það var þó ekkert miðað við það sem gerðist hjá konunum. Áhorfið nánast tvöfaldist á milli ára en það var líka met þegar 9,9 milljónir horfðu á konurnar í fyrra. Þetta er líka mesta áhorf á körfuboltaleik í Bandaríkjunum í fimm ár og þar erum við að taka með alla leikina í NBA-deildinni. Ótrúlegar tölur og magnaðar vinsældir hjá stórskyttunni Caitlin Clark sem er nú á leiðinni í WNBA-deildina í sumar. Það má búast við því að áhorfendametin fari að falla þar líka. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
Um síðustu helgi fóru fram úrslitaleikir háskólaboltans. Konurnar spiluðu á sunnudagskvöld en karlarnir á mánudagskvöldi. UConn vann Purdue í úrslitaleik hjá körlunum og var að vinna titilinn annað árið í röð. Hjá konunum vann síðan South Carolina skólinn sigur á Iowa. South Carolina vann þar með alla leiki sína á tímabilinu. Með Iowa spilar hin ótrúlega vinsæla og frábæra körfuboltakona Caitlin Clark sem hefur öðrum fremur keyrt upp áhugann á kvennakörfunni. Hún þurfti þó að sætta sig við að tapa úrslitaleiknum annað árið í röð. Hingað til hefur athyglin alltaf verið mun meiri á karlaleiknum en ekki í vetur. Að þessu sinni féllu strákarnir algjörlega í skuggann á stelpunum. Það var barist um miðana á úrslitin hjá konunum og miðaverðið rauk upp og var hærra en á karlakeppnina. Síðasti vitnisburðurinn um meiri áhuga á konunum en körlunum voru síðan áhorfendatölur á leikina í sjónvarpi. Niðurstöðurnar voru gefnar út í gær og þær eru sláandi. Miklu fleiri horfu á konurnar en karlana og munað milljónum í áhorfi. Alls horfðu 18,9 milljónir á úrslitaleikinn hjá konunum en 14,8 milljónir horfðu á úrslitaleikinn hjá körlunum. Áhorfið á karlaleikinn var 14,7 milljónir í fyrra og hækkaði því örlítið. Það var þó ekkert miðað við það sem gerðist hjá konunum. Áhorfið nánast tvöfaldist á milli ára en það var líka met þegar 9,9 milljónir horfðu á konurnar í fyrra. Þetta er líka mesta áhorf á körfuboltaleik í Bandaríkjunum í fimm ár og þar erum við að taka með alla leikina í NBA-deildinni. Ótrúlegar tölur og magnaðar vinsældir hjá stórskyttunni Caitlin Clark sem er nú á leiðinni í WNBA-deildina í sumar. Það má búast við því að áhorfendametin fari að falla þar líka. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports)
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira