Miklu fleiri horfðu á konurnar en karlana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2024 10:01 Caitlin Clark fór fyrir Iowa Hawkeyes liðinu og hefur eignast milljónir aðdáenda á undanförnum árum. Getty/Thien-An Truong Áhuginn á háskólakörfubolta kvenna í Bandaríkjunum er í sögulegu hámarki og sjónvarpsáhorfið á úrslitaleik karla og kvenna sýndi það líka svart á hvítu. Um síðustu helgi fóru fram úrslitaleikir háskólaboltans. Konurnar spiluðu á sunnudagskvöld en karlarnir á mánudagskvöldi. UConn vann Purdue í úrslitaleik hjá körlunum og var að vinna titilinn annað árið í röð. Hjá konunum vann síðan South Carolina skólinn sigur á Iowa. South Carolina vann þar með alla leiki sína á tímabilinu. Með Iowa spilar hin ótrúlega vinsæla og frábæra körfuboltakona Caitlin Clark sem hefur öðrum fremur keyrt upp áhugann á kvennakörfunni. Hún þurfti þó að sætta sig við að tapa úrslitaleiknum annað árið í röð. Hingað til hefur athyglin alltaf verið mun meiri á karlaleiknum en ekki í vetur. Að þessu sinni féllu strákarnir algjörlega í skuggann á stelpunum. Það var barist um miðana á úrslitin hjá konunum og miðaverðið rauk upp og var hærra en á karlakeppnina. Síðasti vitnisburðurinn um meiri áhuga á konunum en körlunum voru síðan áhorfendatölur á leikina í sjónvarpi. Niðurstöðurnar voru gefnar út í gær og þær eru sláandi. Miklu fleiri horfu á konurnar en karlana og munað milljónum í áhorfi. Alls horfðu 18,9 milljónir á úrslitaleikinn hjá konunum en 14,8 milljónir horfðu á úrslitaleikinn hjá körlunum. Áhorfið á karlaleikinn var 14,7 milljónir í fyrra og hækkaði því örlítið. Það var þó ekkert miðað við það sem gerðist hjá konunum. Áhorfið nánast tvöfaldist á milli ára en það var líka met þegar 9,9 milljónir horfðu á konurnar í fyrra. Þetta er líka mesta áhorf á körfuboltaleik í Bandaríkjunum í fimm ár og þar erum við að taka með alla leikina í NBA-deildinni. Ótrúlegar tölur og magnaðar vinsældir hjá stórskyttunni Caitlin Clark sem er nú á leiðinni í WNBA-deildina í sumar. Það má búast við því að áhorfendametin fari að falla þar líka. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Sjá meira
Um síðustu helgi fóru fram úrslitaleikir háskólaboltans. Konurnar spiluðu á sunnudagskvöld en karlarnir á mánudagskvöldi. UConn vann Purdue í úrslitaleik hjá körlunum og var að vinna titilinn annað árið í röð. Hjá konunum vann síðan South Carolina skólinn sigur á Iowa. South Carolina vann þar með alla leiki sína á tímabilinu. Með Iowa spilar hin ótrúlega vinsæla og frábæra körfuboltakona Caitlin Clark sem hefur öðrum fremur keyrt upp áhugann á kvennakörfunni. Hún þurfti þó að sætta sig við að tapa úrslitaleiknum annað árið í röð. Hingað til hefur athyglin alltaf verið mun meiri á karlaleiknum en ekki í vetur. Að þessu sinni féllu strákarnir algjörlega í skuggann á stelpunum. Það var barist um miðana á úrslitin hjá konunum og miðaverðið rauk upp og var hærra en á karlakeppnina. Síðasti vitnisburðurinn um meiri áhuga á konunum en körlunum voru síðan áhorfendatölur á leikina í sjónvarpi. Niðurstöðurnar voru gefnar út í gær og þær eru sláandi. Miklu fleiri horfu á konurnar en karlana og munað milljónum í áhorfi. Alls horfðu 18,9 milljónir á úrslitaleikinn hjá konunum en 14,8 milljónir horfðu á úrslitaleikinn hjá körlunum. Áhorfið á karlaleikinn var 14,7 milljónir í fyrra og hækkaði því örlítið. Það var þó ekkert miðað við það sem gerðist hjá konunum. Áhorfið nánast tvöfaldist á milli ára en það var líka met þegar 9,9 milljónir horfðu á konurnar í fyrra. Þetta er líka mesta áhorf á körfuboltaleik í Bandaríkjunum í fimm ár og þar erum við að taka með alla leikina í NBA-deildinni. Ótrúlegar tölur og magnaðar vinsældir hjá stórskyttunni Caitlin Clark sem er nú á leiðinni í WNBA-deildina í sumar. Það má búast við því að áhorfendametin fari að falla þar líka. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports)
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Sjá meira