Yrði „algjör niðurlæging fyrir Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. apríl 2024 06:29 Vilhjálmur hefur verið mjög gagnrýninn á stjórnvöld vegna hvalveiðanna. Vísir/Einar Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir það myndu verða algjör niðurlæging fyrir Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn ef það kæmi í ljós að þeir hefðu ekki tryggt það í viðræðum síðustu daga að hvalveiðar verði leyfðar að nýju. Þetta segir Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið, þar sem haft er eftir honum að hann hafi þungar áhyggjur af því að nýr matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, muni hafa sömu afstöðu og forveri hennar, Svandís Svavarsdóttir, til veiðanna og hafna umleitan Hvals um heimild til veiða. „Það liggur fyrir samkvæmt mínum upplýsingum að Hvalur hf. skilaði inn erindi til matvælaráðuneytisins í janúar. Það tók ráðuneytið einn og hálfan mánuð að svara því og þar var óskað eftir útskýringum og öðru slíku. Hvalur svaraði því fyrir páska og hefur ekkert svar fengið um það hvort veiðar verði heimilaðar í sumar eða ekki,“ segir Vilhjálmur. Hann segist ekki trúa öðru en að Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn, sem hafi haft „mjög hátt“ þegar Svandís frestaði veiðum og lýst stuðningi sínum við hvalveiðar, hafi tryggt í nýjum málefnasamningi að veiðarnar yrðu heimilaðar. „Ef ekki þá yrði það algjör niðurlæging fyrir Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn. Algjör,“ segir Vilhjálmur. Haft er eftir Jóni Gunnarssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, að hann trúi ekki öðru en að nýr matvælaráðherra heimili veiðarnar en Bjarkey vildi ekki tjá sig um málið í gær að öðru leyti en að hún ætti eftir að taka formlega við matvælaráðuneytinu og funda með starfsfólki þess. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira
Þetta segir Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið, þar sem haft er eftir honum að hann hafi þungar áhyggjur af því að nýr matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, muni hafa sömu afstöðu og forveri hennar, Svandís Svavarsdóttir, til veiðanna og hafna umleitan Hvals um heimild til veiða. „Það liggur fyrir samkvæmt mínum upplýsingum að Hvalur hf. skilaði inn erindi til matvælaráðuneytisins í janúar. Það tók ráðuneytið einn og hálfan mánuð að svara því og þar var óskað eftir útskýringum og öðru slíku. Hvalur svaraði því fyrir páska og hefur ekkert svar fengið um það hvort veiðar verði heimilaðar í sumar eða ekki,“ segir Vilhjálmur. Hann segist ekki trúa öðru en að Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn, sem hafi haft „mjög hátt“ þegar Svandís frestaði veiðum og lýst stuðningi sínum við hvalveiðar, hafi tryggt í nýjum málefnasamningi að veiðarnar yrðu heimilaðar. „Ef ekki þá yrði það algjör niðurlæging fyrir Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn. Algjör,“ segir Vilhjálmur. Haft er eftir Jóni Gunnarssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, að hann trúi ekki öðru en að nýr matvælaráðherra heimili veiðarnar en Bjarkey vildi ekki tjá sig um málið í gær að öðru leyti en að hún ætti eftir að taka formlega við matvælaráðuneytinu og funda með starfsfólki þess.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira