Forstjóri Persónuverndar brýtur persónuverndarákvæði Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2024 16:03 Helga Þórisdóttir þegar hún tilkynnti um forsetaframboð sitt, miðvikudeginum fyrir Páska. Vísir/Einar Forstjóri Persónuverndar er með Facebook-auglýsingu þar sem flest persónuverndarákvæði sem hugsast getur eru brotin. „Hananú. Er hún gripin glóðvolg, frúin?“ spurði Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar og forsetaframbjóðandi. Vísi barst ábending um að með auglýsingum sínum á Facebook væri Helga að brjóta ýmis ákvæði persónuverndar. Auglýsingin er í gangi án þess að fyrirvari um hver kosti hana, það er ekkert „cookie-samþykki“ á vefnum hennar, engin persónuverndarstefna eða upplýsingar um hvert eigi að snúa sér með persónuverndarmál. Verður að heyra í samfélagsmiðlamanneskju sinni Þá eru engar upplýsingar á síðu Helgu um hvernig eigi að takmarka auglýsingar frá henni eða tilkynning um að mögulega muni þeir sem fylgja síðunni hennar fá auglýsingar frá henni. „Eða nein fræðsla um persónuvernd yfir höfuð,“ segir glöggur lesandi. Hann segir þetta reyndar eiga við um alla frambjóðendurna en þetta sé ef til vill neyðarlegast í tilviki Helgu. Og Helga er þeim lesanda hjartanlega sammála. Hún sé með fólk í þessu og nú verði hún að heyra í konunni sem sér um samfélagsmiðlaauglýsingarnar. „Það var sagt að ef eitthvað framboð ætti að vera löglegt þá er það þetta framboð.“ Helga segir að sér hafi verið greint frá því að Facebook hafi tilkynnt að þetta væri stjórnmálaauglýsing og það væri einhver farvegur fyrir það. „En þetta þarf að kanna. Ég heyri bara í minni samfélagsmiðlamanneskju, og bið hana um að fara yfir þetta. Þetta þarf auðvitað að vera í lagi.“ Ekki verið á Facebook í níu ár Helga segist ekki hafa verið á Facebook nú í níu ár, hún hafi týnt aðgangsorðinu og ekki endurnýjað það. Og þegar hún varð forstjóri Persónuverndar hafi hún ekki viljað snerta þetta, því hún vantreystir fyrirbærinu. „Nei, það hvarflaði ekki að mér að fara inn á þennan miðil. Og nú er ég að þakka frænda mínum fyrir níu ára gamlar kveðjur,“ segir Helga og er létt í bragði. Hún segist vera illa tengd eftir að hafa verið svona lengi frá samfélagsmiðlum og ekki hafi hún tekið þátt í neinu stjórnmálastarfi þannig að engar eru vélarnar til að ræsa með úthringingar og annað. Það gangi þó vel með undirskriftirnar og svo ráðgerir hún að fara um landið og miðin. „Með fagnaðarerindið. Það tekur tíma að ná þessu. En ég fæ svo mikinn stuðning og hlýju og það hlýtur að vera tilgangur með þessu. Ég trúi ekki öðru en ég fái brautargengi,“ segir Helga sem hefur í mörg horn að líta nú þegar forsetakosningarnar eru við að hefjast. Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
„Hananú. Er hún gripin glóðvolg, frúin?“ spurði Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar og forsetaframbjóðandi. Vísi barst ábending um að með auglýsingum sínum á Facebook væri Helga að brjóta ýmis ákvæði persónuverndar. Auglýsingin er í gangi án þess að fyrirvari um hver kosti hana, það er ekkert „cookie-samþykki“ á vefnum hennar, engin persónuverndarstefna eða upplýsingar um hvert eigi að snúa sér með persónuverndarmál. Verður að heyra í samfélagsmiðlamanneskju sinni Þá eru engar upplýsingar á síðu Helgu um hvernig eigi að takmarka auglýsingar frá henni eða tilkynning um að mögulega muni þeir sem fylgja síðunni hennar fá auglýsingar frá henni. „Eða nein fræðsla um persónuvernd yfir höfuð,“ segir glöggur lesandi. Hann segir þetta reyndar eiga við um alla frambjóðendurna en þetta sé ef til vill neyðarlegast í tilviki Helgu. Og Helga er þeim lesanda hjartanlega sammála. Hún sé með fólk í þessu og nú verði hún að heyra í konunni sem sér um samfélagsmiðlaauglýsingarnar. „Það var sagt að ef eitthvað framboð ætti að vera löglegt þá er það þetta framboð.“ Helga segir að sér hafi verið greint frá því að Facebook hafi tilkynnt að þetta væri stjórnmálaauglýsing og það væri einhver farvegur fyrir það. „En þetta þarf að kanna. Ég heyri bara í minni samfélagsmiðlamanneskju, og bið hana um að fara yfir þetta. Þetta þarf auðvitað að vera í lagi.“ Ekki verið á Facebook í níu ár Helga segist ekki hafa verið á Facebook nú í níu ár, hún hafi týnt aðgangsorðinu og ekki endurnýjað það. Og þegar hún varð forstjóri Persónuverndar hafi hún ekki viljað snerta þetta, því hún vantreystir fyrirbærinu. „Nei, það hvarflaði ekki að mér að fara inn á þennan miðil. Og nú er ég að þakka frænda mínum fyrir níu ára gamlar kveðjur,“ segir Helga og er létt í bragði. Hún segist vera illa tengd eftir að hafa verið svona lengi frá samfélagsmiðlum og ekki hafi hún tekið þátt í neinu stjórnmálastarfi þannig að engar eru vélarnar til að ræsa með úthringingar og annað. Það gangi þó vel með undirskriftirnar og svo ráðgerir hún að fara um landið og miðin. „Með fagnaðarerindið. Það tekur tíma að ná þessu. En ég fæ svo mikinn stuðning og hlýju og það hlýtur að vera tilgangur með þessu. Ég trúi ekki öðru en ég fái brautargengi,“ segir Helga sem hefur í mörg horn að líta nú þegar forsetakosningarnar eru við að hefjast.
Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent