Líst ekkert á blikuna Bjarki Sigurðsson skrifar 9. apríl 2024 15:17 Kristrún Frostadóttir er formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Arnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir fráfarandi ríkisstjórn skilja eftir sig erfiða stöðu og að ekkert bendi til þess að ný ríkisstjórn geti leyst þau verkefni betur. Hún hefði viljað að frekar yrði boðað til kosninga í haust. Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag voru kynntar áherslubreytingar og stólaskipti ráðherra eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr embætti forsætisráðherra en hún er á leið í forsetaframboð. Fullt af málum sitja á hakanum Í kjölfar fundarins ræddi Elísabet Inga Sigurðardóttir við Kristrúnu niðri á Alþingi en sú síðarnefnda segir stöðuna erfiða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig. „Við erum með háa verðbólgu, háa vexti, dýran húsnæðismarkað. Ófjármagnaða kjarasamninga og Grindavíkuraðgerðir. Við erum með enga fjármálaáætlun, samgönguáætlun sem er föst í nefnd og algjört framkvæmdastopp í orku- og samgöngumálum. Þetta er þessi erfiða staða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig og það er ekkert sem bendir til þess að ný ríkisstjórn sé að fara að leysa þessi verkefni betur,“ segir Kristrún. Klippa: Kristrún Frostadóttir um nýja ríkisstjórn Þjóðin vill árangur Hún segir hlutverk Samfylkingarinnar vera óbreytt, það er að veita fólki von um að flokkurinn geti gert hlutina betur þegar kosið verður á næsta ári. „Þjóðinni er umhugað um verkefni og að þau séu leyst. Þjóðin gerir kröfu um árangur. Samfylkingunni er fyrst og fremst umhugað um einmitt þetta, árangur og að verkefnin séu aðalmálið, en ekki valdabröltið,“ segir Kristrún. Aðalatriðið að leysa verkefnin Henni finnst ráðherrakapallinn ekki vera aðalmálið í samfélaginu í dag. „Þau hafa ákveðið að leysa þetta með þessari leið. Aðalatriðið núna er að leysa þessi stóru verkefni. Það gat fráfarandi ríkisstjórn ekki gert. Það eru mjög litlar líkur á að ný ríkisstjórn geti gert það því það hefur ekkert breyst. Við verðum að fara að sjá árangur núna framundan,“ segir Kristrún. Hefði viljað kosningar Hún kann ekki við að spá í það hvort ríkisstjórnin þrauka fram að kosningum á næsta ári. Hún hefði þó viljað að boðað yrði til kosninga núna í haust. „Ég sýni því skilning að fólk hafi ekki áhuga, eða tíma, eða tök á kosningum núna ofan í forsetakjör. En það hefði verið eðlilegra undir svona kringumstæðum að boða til kosninga í haust,“ segir Kristrún. Nýta tímann vel Hún segir stöðuna á þinginu vera ansi sérstaka. „Og af sumu leyti alvarleg einmitt út af öllum þessum verkefnum sem standa óleyst. Engin fjármálaáætlun, samgönguáætlun er stopp, stór verkefni sem standa enn á hakanum og verkefni sem verið er að bíða eftir eru enn óleyst. Á meðan þessar hrókeringar standa yfir. Við í Samfylkingunni erum að nýta tímann til að undirbúa okkur,“ segir Kristrún. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Alþingi Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag voru kynntar áherslubreytingar og stólaskipti ráðherra eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr embætti forsætisráðherra en hún er á leið í forsetaframboð. Fullt af málum sitja á hakanum Í kjölfar fundarins ræddi Elísabet Inga Sigurðardóttir við Kristrúnu niðri á Alþingi en sú síðarnefnda segir stöðuna erfiða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig. „Við erum með háa verðbólgu, háa vexti, dýran húsnæðismarkað. Ófjármagnaða kjarasamninga og Grindavíkuraðgerðir. Við erum með enga fjármálaáætlun, samgönguáætlun sem er föst í nefnd og algjört framkvæmdastopp í orku- og samgöngumálum. Þetta er þessi erfiða staða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig og það er ekkert sem bendir til þess að ný ríkisstjórn sé að fara að leysa þessi verkefni betur,“ segir Kristrún. Klippa: Kristrún Frostadóttir um nýja ríkisstjórn Þjóðin vill árangur Hún segir hlutverk Samfylkingarinnar vera óbreytt, það er að veita fólki von um að flokkurinn geti gert hlutina betur þegar kosið verður á næsta ári. „Þjóðinni er umhugað um verkefni og að þau séu leyst. Þjóðin gerir kröfu um árangur. Samfylkingunni er fyrst og fremst umhugað um einmitt þetta, árangur og að verkefnin séu aðalmálið, en ekki valdabröltið,“ segir Kristrún. Aðalatriðið að leysa verkefnin Henni finnst ráðherrakapallinn ekki vera aðalmálið í samfélaginu í dag. „Þau hafa ákveðið að leysa þetta með þessari leið. Aðalatriðið núna er að leysa þessi stóru verkefni. Það gat fráfarandi ríkisstjórn ekki gert. Það eru mjög litlar líkur á að ný ríkisstjórn geti gert það því það hefur ekkert breyst. Við verðum að fara að sjá árangur núna framundan,“ segir Kristrún. Hefði viljað kosningar Hún kann ekki við að spá í það hvort ríkisstjórnin þrauka fram að kosningum á næsta ári. Hún hefði þó viljað að boðað yrði til kosninga núna í haust. „Ég sýni því skilning að fólk hafi ekki áhuga, eða tíma, eða tök á kosningum núna ofan í forsetakjör. En það hefði verið eðlilegra undir svona kringumstæðum að boða til kosninga í haust,“ segir Kristrún. Nýta tímann vel Hún segir stöðuna á þinginu vera ansi sérstaka. „Og af sumu leyti alvarleg einmitt út af öllum þessum verkefnum sem standa óleyst. Engin fjármálaáætlun, samgönguáætlun er stopp, stór verkefni sem standa enn á hakanum og verkefni sem verið er að bíða eftir eru enn óleyst. Á meðan þessar hrókeringar standa yfir. Við í Samfylkingunni erum að nýta tímann til að undirbúa okkur,“ segir Kristrún.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Alþingi Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent