Leitinni að arftaka Gísla Marteins miðar vel Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. apríl 2024 11:12 Gísli Marteinn hefur lýst Eurovision keppninni undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Leitinni að arftaka Gísla Marteins Baldurssonar sem kynnis í Eurovision miðar vel. Verður fljótlega tilkynnt um arftakann. Þetta segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. Gísli Marteinn hefur lýst keppninni undanfarin ár en hyggst ekki gera það nú. Ástæðan er ástandið á Gasa og viðbrögð stjórnenda keppninnar við henni, eða skortur þar á. „Fyrir mér snýst Eurovision um stemningu og gleði og ég finn fyrir hvorugu í keppninni í ár,“ skrifaði Gísli í tilkynningu í gær. Vísir reyndi í mars að ná tali af Gísla vegna málsins án árangurs. Á þeim tíma var ljóst að Felix Bergsson yrði ekki fararstjóri enda kominn í forsetaframboð ásamt eiginmanni sínum Baldri Þórhallssyni. „Við erum að vinna í því að finna annan þul í stað Gísla Marteins og það liggur fyrir fljótlega enda miðar leitinni vel,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins í skriflegu svari til Vísis. Mikinn styr hefur staðið um þátttöku Íslands í Eurovision að þessu sinni vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs og þátttöku Ísrael í keppninni. Áður hefur Ásdís María Viðarsdóttir lagahöfundur lagsins Scared of Heights tilkynnt að hún muni ekki fylgja hópnum út, samvisku sinnar vegna. Hera Björk hefur sjálf ítrekað gefið það út að hún hyggist keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd bæði áður og eftir að hún bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni. Hún hefur verið opinská með sigurinn, sagt tilfinningar sínar hafa verið blendnar en hefur sagt að hún telji mikilvægt að breiða út boðskap friðar með tónlist sinni og þátttöku í keppninni. Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Felix Bergsson hefur sagt sig frá öllum verkefnum á vegum Ríkisútvarpsins, bæði þeim sem hann hefur sinnt í útvarpi og sömuleiðis í sjónvarpi. Hann verður því ekki fararstjóri íslenska Eurovision hópsins í ár eins og undanfarin ár. Óvíst er hvort Gísli Marteinn Baldursson lýsi keppninni eins og síðustu ár. 22. mars 2024 10:56 Hera Björk segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir í tengslum við viðtali sem hún átti við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix. 4. apríl 2024 16:01 Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. 11. mars 2024 15:13 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sjá meira
Gísli Marteinn hefur lýst keppninni undanfarin ár en hyggst ekki gera það nú. Ástæðan er ástandið á Gasa og viðbrögð stjórnenda keppninnar við henni, eða skortur þar á. „Fyrir mér snýst Eurovision um stemningu og gleði og ég finn fyrir hvorugu í keppninni í ár,“ skrifaði Gísli í tilkynningu í gær. Vísir reyndi í mars að ná tali af Gísla vegna málsins án árangurs. Á þeim tíma var ljóst að Felix Bergsson yrði ekki fararstjóri enda kominn í forsetaframboð ásamt eiginmanni sínum Baldri Þórhallssyni. „Við erum að vinna í því að finna annan þul í stað Gísla Marteins og það liggur fyrir fljótlega enda miðar leitinni vel,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins í skriflegu svari til Vísis. Mikinn styr hefur staðið um þátttöku Íslands í Eurovision að þessu sinni vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs og þátttöku Ísrael í keppninni. Áður hefur Ásdís María Viðarsdóttir lagahöfundur lagsins Scared of Heights tilkynnt að hún muni ekki fylgja hópnum út, samvisku sinnar vegna. Hera Björk hefur sjálf ítrekað gefið það út að hún hyggist keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd bæði áður og eftir að hún bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni. Hún hefur verið opinská með sigurinn, sagt tilfinningar sínar hafa verið blendnar en hefur sagt að hún telji mikilvægt að breiða út boðskap friðar með tónlist sinni og þátttöku í keppninni.
Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Felix Bergsson hefur sagt sig frá öllum verkefnum á vegum Ríkisútvarpsins, bæði þeim sem hann hefur sinnt í útvarpi og sömuleiðis í sjónvarpi. Hann verður því ekki fararstjóri íslenska Eurovision hópsins í ár eins og undanfarin ár. Óvíst er hvort Gísli Marteinn Baldursson lýsi keppninni eins og síðustu ár. 22. mars 2024 10:56 Hera Björk segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir í tengslum við viðtali sem hún átti við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix. 4. apríl 2024 16:01 Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. 11. mars 2024 15:13 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sjá meira
Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Felix Bergsson hefur sagt sig frá öllum verkefnum á vegum Ríkisútvarpsins, bæði þeim sem hann hefur sinnt í útvarpi og sömuleiðis í sjónvarpi. Hann verður því ekki fararstjóri íslenska Eurovision hópsins í ár eins og undanfarin ár. Óvíst er hvort Gísli Marteinn Baldursson lýsi keppninni eins og síðustu ár. 22. mars 2024 10:56
Hera Björk segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir í tengslum við viðtali sem hún átti við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix. 4. apríl 2024 16:01
Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. 11. mars 2024 15:13