Á vef Veðurstofunnar segir að í öðrum landshlutum verði skýjað að mestu og lítilsháttar él á víð og dreif.
Hiti verður á bilinu núll til sex stig, en vægt frost á Norðausturlandi.
„Á morgun er spáð austan 3-8 m/s, en 10-15 syðst. Dálítil él eða skúrir sunnan- og vestanlands og hiti 0 til 5 stig, en bjart með köflum á Norður- og Austurlandi og frost 0 til 5 stig,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Austan 3-8 m/s, en 10-15 syðst. Dálítil él eða skúrir sunnan- og vestanlands, annars skýjað með köflum og þurrt. Hiti 0 til 5 stig, en frost 0 til 5 stig á Norður- og Austurlandi.
Á fimmtudag: Norðaustan 8-15. Rigning, slydda eða snjókoma á austurhelmingi landsins, en yfirleitt þurrt vestantil. Vægt frost í innsveitum norðaustanlands, en allt að 7 stiga hiti yfir daginn um landið suðvestanvert.
Á föstudag og laugardag: Ákveðin norðaustan- og austanátt með snjókomu eða éljum, en slydda við suðurströndina. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust syðst.
Á sunnudag: Austlæg átt og él, en þurrt norðantil á landinu. Kalt í veðri.
Á mánudag: Vestlæg átt og dálítil él, en bjartviðri um landið austanvert. Áfram kalt.