Yfirlæti forsetaframbjóðenda fer í taugarnar á Ragnari Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. apríl 2024 23:41 Ragnar Þór Ingólfsson tekur ekki undir með þeim sem pirra sig á fjölda frambjóðenda. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tekur ekki undir með þeim sem pirra sig á þeim mikla fjölda frambjóðenda til embættis forseta sem borist hafa undanfarna mánuði. Hann segir það vera forréttindi að í landinu okkar geti nánast hver sem er gefið kost á sér án of þröngra skilyrða. Honum finnst að frelsið til að bjóða sig fram sé grundvöllur lýðræðis í okkar samfélagi og réttur sem ekki megi með nokkru móti skerða. Þetta segir Ragnar í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook fyrr í dag. „Kæru vinir. Ég hef tekið ákvörðun um að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands,“ byrjar hann færsluna á en tekur skýrt fram í lok hennar að um smellibeitu hafi verið að ræða. Hann segir þetta vera orðið yfirlýsing sem hljómar kunnuglega í eyrum fólks þessa dagana og að svo virðist sem mikli áhuginn á embættinu, sem raungerist í miklum fjölda frambjóðenda, fari fyrir brjóstið á flestum sem hann talar við. Því er hann algjörlega ósammála. „Við búum við þau forréttindi að í landinu okkar getur nánast hver sem er boðið sig fram til embættis forseta. Án þess að skilyrði til þess séu of þröng,“ skrifar Ragnar. „Hitt er annað mál að peninga og valdaöflin munu að öllum líkindum ráða því á endanum hver hlýtur hnossið því möguleikar meðal Jóns og meðal Gunnu eru litlir sem engir þegar á hólminn er komið. En það breytir ekki mikilvægi þess að geta boðið sig fram, en þeim möguleika er ekki til að dreifa í nær öllum samanburði á heimsvísu,“ segir hann. Lítur á þetta sem lýðræðisveislu Hann spyr sig hver staðan væri ef við hefðum einungis „tvo kolruglaða karla á níræðisaldri“ úr að velja og á þá væntanlega við bandarísku hliðstæður frambjóðendanna, þá Joe Biden og Donald Trump. „Í grunninn, finnst mér persónulega, að hafa frelsið og möguleika til að bjóða sig fram vera grundvöllur lýðræðis í okkar samfélagi, réttur sem ekki má með nokkru móti skerða. Ég horfi á þetta sem lýðræðisveislu sem við eigum öll að fagna. Ég hef meiri áhyggjur af því að of margir heltist úr lestinni frekar en hitt. Að heyra ekki sjónarmið og skoðanir þeirra sem eru nær raunveruleika venjulegs fólks en ekki hluti af einhverri elítu,“ segir Ragnar. Þau sem talað er orðið um sem líkleg til árangurs séu farin að tala öðruvísi og klæða sig með öðrum hætti. Þetta hafi hann oft orðið var við í gegnum tíðina þegar forsetaefni stígi fram. „Þetta fer einhvern veginn alltaf í taugarnar á mér. Af hverju getur fólk ekki bara verið venjulegt eins og við hin í stað þess að ávarpa okkur, tala til okkar með yfirlætislegum og háfleygum hætti?“ spyr Ragnar sig. „Það verður í það minnsta spennandi að fylgjast með frambjóðendunum, þeim sem komast í gegnum fyrstu síuna, og heyra hvað þeir hafa fram að færa annað en eigið ágæti, köllun, menntun og pólitíska “sigra”.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Honum finnst að frelsið til að bjóða sig fram sé grundvöllur lýðræðis í okkar samfélagi og réttur sem ekki megi með nokkru móti skerða. Þetta segir Ragnar í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook fyrr í dag. „Kæru vinir. Ég hef tekið ákvörðun um að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands,“ byrjar hann færsluna á en tekur skýrt fram í lok hennar að um smellibeitu hafi verið að ræða. Hann segir þetta vera orðið yfirlýsing sem hljómar kunnuglega í eyrum fólks þessa dagana og að svo virðist sem mikli áhuginn á embættinu, sem raungerist í miklum fjölda frambjóðenda, fari fyrir brjóstið á flestum sem hann talar við. Því er hann algjörlega ósammála. „Við búum við þau forréttindi að í landinu okkar getur nánast hver sem er boðið sig fram til embættis forseta. Án þess að skilyrði til þess séu of þröng,“ skrifar Ragnar. „Hitt er annað mál að peninga og valdaöflin munu að öllum líkindum ráða því á endanum hver hlýtur hnossið því möguleikar meðal Jóns og meðal Gunnu eru litlir sem engir þegar á hólminn er komið. En það breytir ekki mikilvægi þess að geta boðið sig fram, en þeim möguleika er ekki til að dreifa í nær öllum samanburði á heimsvísu,“ segir hann. Lítur á þetta sem lýðræðisveislu Hann spyr sig hver staðan væri ef við hefðum einungis „tvo kolruglaða karla á níræðisaldri“ úr að velja og á þá væntanlega við bandarísku hliðstæður frambjóðendanna, þá Joe Biden og Donald Trump. „Í grunninn, finnst mér persónulega, að hafa frelsið og möguleika til að bjóða sig fram vera grundvöllur lýðræðis í okkar samfélagi, réttur sem ekki má með nokkru móti skerða. Ég horfi á þetta sem lýðræðisveislu sem við eigum öll að fagna. Ég hef meiri áhyggjur af því að of margir heltist úr lestinni frekar en hitt. Að heyra ekki sjónarmið og skoðanir þeirra sem eru nær raunveruleika venjulegs fólks en ekki hluti af einhverri elítu,“ segir Ragnar. Þau sem talað er orðið um sem líkleg til árangurs séu farin að tala öðruvísi og klæða sig með öðrum hætti. Þetta hafi hann oft orðið var við í gegnum tíðina þegar forsetaefni stígi fram. „Þetta fer einhvern veginn alltaf í taugarnar á mér. Af hverju getur fólk ekki bara verið venjulegt eins og við hin í stað þess að ávarpa okkur, tala til okkar með yfirlætislegum og háfleygum hætti?“ spyr Ragnar sig. „Það verður í það minnsta spennandi að fylgjast með frambjóðendunum, þeim sem komast í gegnum fyrstu síuna, og heyra hvað þeir hafa fram að færa annað en eigið ágæti, köllun, menntun og pólitíska “sigra”.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira