Íslandsvinurinn Yung Lean setur stefnuna á risatónleika í Hörpu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. apríl 2024 12:00 Yung Lean treður upp í Hörpu í október næstkomandi. Martin Philbey/WireImage Sænski stórrapparinn Yung Lean verður með tónleika í Eldborg, Hörpu þann 25. október. Jonatan Leandoer, betur þekktur sem Yung Lean, er af mörgum talinn einn áhrifamesti hip hop tónlistarmaður 21. aldarinnar. Eftir að hafa skotist upp á stjörnuhimininn árið 2013, þá aðeins 17 ára, með laginu Ginseng Strip 2002 hefur hann gefið út feikivinsælar plötur á borð við Unknown Memory, Warlord og Stranger. Þar má finna lög á borð við Yoshi City, Red Bottom Sky og Agony svo einhver séu nefnd auk fjölmargra annarra sem notið hafa vinsælda á heimsvísu. Meðal samstarfsfólks hans á undanförnum árum má nefna Frank Ocean, Travis Scott, Skrillex og FKA Twigs. Sömuleiðis hefur hann spilað á tónleikum víða um heiminn og komið fram á tónlistarhátíðum á borð við Coachella. „Óumdeildur frumkvöðull í tónlistinni sem hefur, ásamt samstarfsmönnum sínum oft kenndum við Sad Boys, frá upphafi ferils síns komið hlustendum á óvart með sinni einskæru snilld. Yung Lean hefur áður heimsótt Íslands og spilað í Hörpu og Kaplakrika við frábærar undirtektir. Gestir á tónleikunum í Eldborg mega búast við að sjá einn af risum evrópsks tónlistarlífs í fantaformi, eitthvað sem enginn tónlistarunnandi má láta framhjá sér fara. Forsala miða hefst fimmtudaginn 11. apríl í Nova appinu og fyrir áskrifendur póstlista Garcia Events. Almenn miðasala hefst laugardaginn 13. apríl,“ segir í fréttatilkynningu. Tónlist Tónleikar á Íslandi Harpa Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Jonatan Leandoer, betur þekktur sem Yung Lean, er af mörgum talinn einn áhrifamesti hip hop tónlistarmaður 21. aldarinnar. Eftir að hafa skotist upp á stjörnuhimininn árið 2013, þá aðeins 17 ára, með laginu Ginseng Strip 2002 hefur hann gefið út feikivinsælar plötur á borð við Unknown Memory, Warlord og Stranger. Þar má finna lög á borð við Yoshi City, Red Bottom Sky og Agony svo einhver séu nefnd auk fjölmargra annarra sem notið hafa vinsælda á heimsvísu. Meðal samstarfsfólks hans á undanförnum árum má nefna Frank Ocean, Travis Scott, Skrillex og FKA Twigs. Sömuleiðis hefur hann spilað á tónleikum víða um heiminn og komið fram á tónlistarhátíðum á borð við Coachella. „Óumdeildur frumkvöðull í tónlistinni sem hefur, ásamt samstarfsmönnum sínum oft kenndum við Sad Boys, frá upphafi ferils síns komið hlustendum á óvart með sinni einskæru snilld. Yung Lean hefur áður heimsótt Íslands og spilað í Hörpu og Kaplakrika við frábærar undirtektir. Gestir á tónleikunum í Eldborg mega búast við að sjá einn af risum evrópsks tónlistarlífs í fantaformi, eitthvað sem enginn tónlistarunnandi má láta framhjá sér fara. Forsala miða hefst fimmtudaginn 11. apríl í Nova appinu og fyrir áskrifendur póstlista Garcia Events. Almenn miðasala hefst laugardaginn 13. apríl,“ segir í fréttatilkynningu.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Harpa Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira